Spegilmynd Þrastar Ólafssonar Aðalsteinn Baldursson skrifar 8. desember 2010 14:05 Hagfræðingurinn Þröstur Ólafsson skrifar athyglisverða grein í Fréttablaðið 1. desember, það er á fullveldisdegi Íslendinga. Þar boðar hann nýja og hrokafulla sýn á framtíð þjóðarinnar, greinin er auk þess full af fordómum í garð landsbyggðarinnar. Hann undrast mjög ofsóknarkrossferð fólks gegn hugmyndum stjórnvalda um að rústa heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni og talar jafnframt um fádæma herferð byggðarlaga með undirleik frá háværum en hjáróma kveinstöfum um auðn og héraðsbrest. Hvað Þresti gengur til með þessum skrifum er ekki vitað nema hann hafi ákveðið að koma út úr skápnum á fullveldisdeginum og tjá sig opinberlega um skoðun sína á landsbyggðinni og fólkinu sem þar býr. Fólki sem er þessa dagana að berjast fyrir tilverurétti sínum og lágmarksöryggi. Reyndar átti ég tal við Þröst fyrir nokkrum árum um byggðamál og veit því hvaða hug hann ber til byggðarlaga út á landi. Byggðalaga sem með framleiðslu sinni hafa skapað gjaldeyri fyrir þjóðina en verðmætasköpun er víða mikil á landsbyggðinni, ekki síst í sjávarplássum. Hagfræðingurinn á varla erfitt með að reikna það út. Reyndar liggja þessar tölur fyrir og sýna að verðmætasköpunin er mun meiri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Arðurinn hefur komið sér vel fyrir íslenska þjóð og verið notaður meðal annars til að halda úti starfsemi Sinfóníuhljómsveitar Íslands þar sem Þröstur var lengi í forsvari. Svo ekki sé talað um fjárflæðið í nýja tónlistarhúsið í Reykjavík. Það er því rangt að halda því fram að landsbyggðin sé baggi á þjóðfélaginu og eigi ekki rétt á framlögum frá ríkinu til að halda uppi lögbundinni grunnþjónustu. Hjáseta landsbyggðarinnar Það er engin innistæða fyrir orðum hagfræðingsins um að landsbyggðin ætli sér ekki að taka þátt í að endurreisa Ísland. Landsbyggðin mun axla sína ábyrgð, annað stendur ekki til þrátt fyrir að landsbyggðin hafi að litlu leyti verið þátttakandi í því rugli sem viðgekkst á Íslandi í fjárfestingum og sjóðarugli á þeim áratug sem nú er að líða. Hagfræðingnum er vel kunnugt um póstnúmer þenslunnar og óráðsíunnar. Ef ekki, skal ég fræða hann um það og leggja fram upplýsingar sem staðfesta að landsbyggðin greiðir fyrir alla þá þjónustu sem hún fær og rúmlega það með sínum útflutningstekjum. Eigum rétt á grunnþjónustu Er óeðlilegt að farið sé eftir lögum frá Alþingi og öllum þegnum lýðveldisins bjóðist heilbrigðisþjónusta og gott aðgengi að framhaldsskólum? Af skrifum hagfræðingsins að dæma er þetta lúxusþjónusta sem á að vera í boði fyrir þá sem búa við Faxaflóann, skítt með hina. „Hefjum borgríkið á loft" kveður spámaðurinn. Þessu er ég að sjálfsögðu gjörsamlega ósammála. Það er að sjálfsögðu eðlilegt að menn búi við heilbrigðisþjónustu eins og hún er skilgreind í lögum. Það er ekki verið að tala um að hátæknisjúkrahús séu í hverju héraði. Menn eru að tala um eðlilega heilbrigðisþjónustu með aðgengi að hátæknisjúkrahúsum á Akureyri og í Reykjavík. Svo er það þannig að við sem búum á landsbyggðinni höfum áhuga á að hafa skóla og læra að skrifa og reikna í okkar heimabyggð með aðgengi að framhaldsskólum burt séð frá skoðunum hagfræðingsins. Verði vegið frekar að þessum grunnþáttum á landsbyggðinni verður brugðist við því með viðeigandi hætti, því skal ég lofa hagfræðingnum. Gleymum því heldur ekki að það hefur þegar átt sér stað mikill niðurskurður í velferðarþjónustunni, ekki síst á landsbyggðinni. Meðal annars hefur fæðingardeildum og skurðstofum verið lokað í sparnaðarskyni en hagfræðingurinn grínast með þessi atriði í skrifum sínum, sem er honum ekki sæmandi. Ráðdeild og sparnaður borgar sig Ég er sammála hagfræðingnum hvað það varðar, að við búum í auðugu landi og ríkið verður á hverjum tíma að sýna ráðdeild og sparnað í ríkisútgjöldum. Með það að leiðarljósi verða stjórnvöld að forgangsraða verkefnum og tryggja jafnan og sanngjarnan aðgang að heilbrigðisþjónustu, menntun og atvinnu burt séð frá búsetu og hvaðan tekjurnar koma. Við eigum að líta á okkur sem eina þjóð, eða eins og hagfræðingurinn orðaði það svo vel í grein sinni: „Með skynsemi getum við búið okkur öllum, óháð búsetu, bjarta og örugga framtíð." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aðalsteinn Árni Baldursson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Sjá meira
Hagfræðingurinn Þröstur Ólafsson skrifar athyglisverða grein í Fréttablaðið 1. desember, það er á fullveldisdegi Íslendinga. Þar boðar hann nýja og hrokafulla sýn á framtíð þjóðarinnar, greinin er auk þess full af fordómum í garð landsbyggðarinnar. Hann undrast mjög ofsóknarkrossferð fólks gegn hugmyndum stjórnvalda um að rústa heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni og talar jafnframt um fádæma herferð byggðarlaga með undirleik frá háværum en hjáróma kveinstöfum um auðn og héraðsbrest. Hvað Þresti gengur til með þessum skrifum er ekki vitað nema hann hafi ákveðið að koma út úr skápnum á fullveldisdeginum og tjá sig opinberlega um skoðun sína á landsbyggðinni og fólkinu sem þar býr. Fólki sem er þessa dagana að berjast fyrir tilverurétti sínum og lágmarksöryggi. Reyndar átti ég tal við Þröst fyrir nokkrum árum um byggðamál og veit því hvaða hug hann ber til byggðarlaga út á landi. Byggðalaga sem með framleiðslu sinni hafa skapað gjaldeyri fyrir þjóðina en verðmætasköpun er víða mikil á landsbyggðinni, ekki síst í sjávarplássum. Hagfræðingurinn á varla erfitt með að reikna það út. Reyndar liggja þessar tölur fyrir og sýna að verðmætasköpunin er mun meiri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Arðurinn hefur komið sér vel fyrir íslenska þjóð og verið notaður meðal annars til að halda úti starfsemi Sinfóníuhljómsveitar Íslands þar sem Þröstur var lengi í forsvari. Svo ekki sé talað um fjárflæðið í nýja tónlistarhúsið í Reykjavík. Það er því rangt að halda því fram að landsbyggðin sé baggi á þjóðfélaginu og eigi ekki rétt á framlögum frá ríkinu til að halda uppi lögbundinni grunnþjónustu. Hjáseta landsbyggðarinnar Það er engin innistæða fyrir orðum hagfræðingsins um að landsbyggðin ætli sér ekki að taka þátt í að endurreisa Ísland. Landsbyggðin mun axla sína ábyrgð, annað stendur ekki til þrátt fyrir að landsbyggðin hafi að litlu leyti verið þátttakandi í því rugli sem viðgekkst á Íslandi í fjárfestingum og sjóðarugli á þeim áratug sem nú er að líða. Hagfræðingnum er vel kunnugt um póstnúmer þenslunnar og óráðsíunnar. Ef ekki, skal ég fræða hann um það og leggja fram upplýsingar sem staðfesta að landsbyggðin greiðir fyrir alla þá þjónustu sem hún fær og rúmlega það með sínum útflutningstekjum. Eigum rétt á grunnþjónustu Er óeðlilegt að farið sé eftir lögum frá Alþingi og öllum þegnum lýðveldisins bjóðist heilbrigðisþjónusta og gott aðgengi að framhaldsskólum? Af skrifum hagfræðingsins að dæma er þetta lúxusþjónusta sem á að vera í boði fyrir þá sem búa við Faxaflóann, skítt með hina. „Hefjum borgríkið á loft" kveður spámaðurinn. Þessu er ég að sjálfsögðu gjörsamlega ósammála. Það er að sjálfsögðu eðlilegt að menn búi við heilbrigðisþjónustu eins og hún er skilgreind í lögum. Það er ekki verið að tala um að hátæknisjúkrahús séu í hverju héraði. Menn eru að tala um eðlilega heilbrigðisþjónustu með aðgengi að hátæknisjúkrahúsum á Akureyri og í Reykjavík. Svo er það þannig að við sem búum á landsbyggðinni höfum áhuga á að hafa skóla og læra að skrifa og reikna í okkar heimabyggð með aðgengi að framhaldsskólum burt séð frá skoðunum hagfræðingsins. Verði vegið frekar að þessum grunnþáttum á landsbyggðinni verður brugðist við því með viðeigandi hætti, því skal ég lofa hagfræðingnum. Gleymum því heldur ekki að það hefur þegar átt sér stað mikill niðurskurður í velferðarþjónustunni, ekki síst á landsbyggðinni. Meðal annars hefur fæðingardeildum og skurðstofum verið lokað í sparnaðarskyni en hagfræðingurinn grínast með þessi atriði í skrifum sínum, sem er honum ekki sæmandi. Ráðdeild og sparnaður borgar sig Ég er sammála hagfræðingnum hvað það varðar, að við búum í auðugu landi og ríkið verður á hverjum tíma að sýna ráðdeild og sparnað í ríkisútgjöldum. Með það að leiðarljósi verða stjórnvöld að forgangsraða verkefnum og tryggja jafnan og sanngjarnan aðgang að heilbrigðisþjónustu, menntun og atvinnu burt séð frá búsetu og hvaðan tekjurnar koma. Við eigum að líta á okkur sem eina þjóð, eða eins og hagfræðingurinn orðaði það svo vel í grein sinni: „Með skynsemi getum við búið okkur öllum, óháð búsetu, bjarta og örugga framtíð."
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun