Bjarni Karlsson: Íslenska undrið 19. maí 2010 09:31 Í leiðara Fréttablaðsins mánudaginn 17. maí sl. lýsir Steinunn Stefánsdóttir eftir lífsmörkum stjórnmálaflokka í komandi sveitarstjórnarkosningum og vill meira en vel heppnað grín. Það hefur lengi þótt gáfumerki í landi okkar að vera bölsýnn og e.t.v. ekki að ástæðulausu því að stundum kostar það mikið mannvit að benda á það sem enginn vill kannast við eða sjá. Í fámennu samfélagi þar sem allt rekst á annars horn og hver er öðrum tengdur reynist gjarnan erfitt að framkalla nauðsynlegar breytingar og þannig hefur bölsýni og þunglyndi orðið sá kross sem hinn vitri hefur iðulega mátt bera. Systir bölsýninnar er hæðnin. Háð er húmor hins þjáða og nú á þessu vori hefur merkur hópur listamanna og samfélagsrýna gengið fram undir merkjum Besta flokksins og unnið þjóðinni það gagn að segja sitthvað sem segja þarf í þeim efnum og eru að gera heimildarmynd um verk sitt um leið og þeir vafalítið bjarga geðheilsu margra með tiltæki sínu. Fáránleika íslensks samfélags þarf að tjá og furður þess verður að skoða. Í spegli Besta flokksins blasir við þetta sem enginn vill heyra eða sjá: Hið íslenska efnahagsundur gat bara orðið til á Íslandi. Við fóstruðum undrið og veittum því þá viðspyrnu og vaxtarmöguleika sem raunin varð. Íslenska undrið varð ekki einungis vegna einhverra fárra glæframanna heldur enn fremur vegna þess að þjóðarsálin ól við brjóst sér bernskudrauminn um að sigra heiminn, fá "alls konar" fyrir ekkert. Fram undan eru fyrstu lýðræðislegu kosningarnar sem fram fara í landinu eftir að við höfum fengið í hendur rannsóknarskýrslu Alþingis og rykið er farið að setjast svo að við greinum útlínur þess nýja landslags sem við stöndum í nú þegar undrinu sleppir. Steinunn bendir á að sveitarstjórnarmál snúast um börn í leikskólum og grunnskólum, velferð þúsunda einstaklinga auk skipulagsmála, samgangna og fjölda annarra ófyndinna málaflokka. Ég leyfi mér að bæta við atvinnumálum og stöðu þeirra fjölmörgu fjölskyldna þar sem atvinnuleysið er farið að þrúga og skemma. Borgarstjórnarflokkur Samfylkingarinnar hefur lagt fram vandaða stefnuskrá sem unnin er af mikilli faglegri yfirsýn og alvöru. Þar sameinar krafta sína félagshyggju- og jafnaðarfólk sem hefur á að skipa reynslu og þekkingu og bíður nú eftir því að ná tali af Reykvíkingum svo að unnt verði að ræðast við um raunveruleikann sem við blasir. Þar setjum við atvinnumál í öndvegi og höfnum því að leggja árar í bát og bíða markaðslausna en leggjum til að Borgin sé aflvaki kjarks og breytinga. Í annan stað krefjumst við þess að öllum börnum sé tryggt öryggi á meðan efnahagsþrengingarnar ganga yfir og höfum um það margt að segja undir kjörorði okkar: Vekjum Reykjavík! Sá doði sem nú liggur sem skýjahula yfir pólitískri meðvitund borgarbúa og landsmanna allra verður að greiðast frá, því hafi einhvern tímann verið brýnt að þjóðin nái tali af sjálfri sér þá er það nú í rústum undursins. Og hversu fyndið sem allt þetta er þá höfum við ekki efni á að viðhalda andrúmi undursins og ganga hlæjandi að kjörborðinu þann 29. maí næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Skoðun Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Í leiðara Fréttablaðsins mánudaginn 17. maí sl. lýsir Steinunn Stefánsdóttir eftir lífsmörkum stjórnmálaflokka í komandi sveitarstjórnarkosningum og vill meira en vel heppnað grín. Það hefur lengi þótt gáfumerki í landi okkar að vera bölsýnn og e.t.v. ekki að ástæðulausu því að stundum kostar það mikið mannvit að benda á það sem enginn vill kannast við eða sjá. Í fámennu samfélagi þar sem allt rekst á annars horn og hver er öðrum tengdur reynist gjarnan erfitt að framkalla nauðsynlegar breytingar og þannig hefur bölsýni og þunglyndi orðið sá kross sem hinn vitri hefur iðulega mátt bera. Systir bölsýninnar er hæðnin. Háð er húmor hins þjáða og nú á þessu vori hefur merkur hópur listamanna og samfélagsrýna gengið fram undir merkjum Besta flokksins og unnið þjóðinni það gagn að segja sitthvað sem segja þarf í þeim efnum og eru að gera heimildarmynd um verk sitt um leið og þeir vafalítið bjarga geðheilsu margra með tiltæki sínu. Fáránleika íslensks samfélags þarf að tjá og furður þess verður að skoða. Í spegli Besta flokksins blasir við þetta sem enginn vill heyra eða sjá: Hið íslenska efnahagsundur gat bara orðið til á Íslandi. Við fóstruðum undrið og veittum því þá viðspyrnu og vaxtarmöguleika sem raunin varð. Íslenska undrið varð ekki einungis vegna einhverra fárra glæframanna heldur enn fremur vegna þess að þjóðarsálin ól við brjóst sér bernskudrauminn um að sigra heiminn, fá "alls konar" fyrir ekkert. Fram undan eru fyrstu lýðræðislegu kosningarnar sem fram fara í landinu eftir að við höfum fengið í hendur rannsóknarskýrslu Alþingis og rykið er farið að setjast svo að við greinum útlínur þess nýja landslags sem við stöndum í nú þegar undrinu sleppir. Steinunn bendir á að sveitarstjórnarmál snúast um börn í leikskólum og grunnskólum, velferð þúsunda einstaklinga auk skipulagsmála, samgangna og fjölda annarra ófyndinna málaflokka. Ég leyfi mér að bæta við atvinnumálum og stöðu þeirra fjölmörgu fjölskyldna þar sem atvinnuleysið er farið að þrúga og skemma. Borgarstjórnarflokkur Samfylkingarinnar hefur lagt fram vandaða stefnuskrá sem unnin er af mikilli faglegri yfirsýn og alvöru. Þar sameinar krafta sína félagshyggju- og jafnaðarfólk sem hefur á að skipa reynslu og þekkingu og bíður nú eftir því að ná tali af Reykvíkingum svo að unnt verði að ræðast við um raunveruleikann sem við blasir. Þar setjum við atvinnumál í öndvegi og höfnum því að leggja árar í bát og bíða markaðslausna en leggjum til að Borgin sé aflvaki kjarks og breytinga. Í annan stað krefjumst við þess að öllum börnum sé tryggt öryggi á meðan efnahagsþrengingarnar ganga yfir og höfum um það margt að segja undir kjörorði okkar: Vekjum Reykjavík! Sá doði sem nú liggur sem skýjahula yfir pólitískri meðvitund borgarbúa og landsmanna allra verður að greiðast frá, því hafi einhvern tímann verið brýnt að þjóðin nái tali af sjálfri sér þá er það nú í rústum undursins. Og hversu fyndið sem allt þetta er þá höfum við ekki efni á að viðhalda andrúmi undursins og ganga hlæjandi að kjörborðinu þann 29. maí næstkomandi.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun