Baugur og tengdir aðilar fengu hátt í þúsund milljarða 12. apríl 2010 11:43 Baugur Group stendur upp úr þegar kemur að stórum áhættulánum bankanna á árunum fyrir hrun. Þegar mest lét skuldaði Baugur og tengd félög hátt í þúsund milljarða króna hjá stóru bönkunum þremur miðað við gengi dagsins í dag.Rúmlega helmingur af eiginfjárgrunni bankanna þriggja var undir í lánveitingum til Baugs og tengdra fyrirtækja. Lán til Baugs samstæðunnar námu yfir 10% af heildarútlánum móðurfélaga Kaupþings, Glitnis og Landsbankans.Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir að áhætta allra bankanna vegna Baugs Group hafi verið gríðarleg. Glitnir hafi borið mestu áhættuna vegna hópsins, ef horft sé til hlutfalls af eiginfjárgrunni bankans. Aðrir af stærstu hópunum sem fengu lán hjá bönkunum voru allir stórir hluthafar í bönkunum. Baugur Group hf. og tengdir aðilar skulduðu 85,5% af eiginfjárgrunni Glitnis.Hjá Kaupþingi námu skuldbindingar Baugs Group 42,3% af eiginfjárgrunni og hjá Landsbankanum var hlutfallið 68,8%. Svipaða sögu er að segja af lánveitingum Straums Burðaráss til Baugs Group, en hlutfallið er þó eilítið lægra þar. Baugur Group og tengd félög voru stærsti viðskiptavinur íslensku bankanna.Rannsóknarnefnd Alþingis telur að samþjöppun áhættu hjá íslensku bönkunum hafi verið orðin hættulega mikil þó nokkru fyrir fall þeirra. Bæði eigi þetta við um lánveitingar til ákveðinna hópa innan hvers banka og jafnframt að sömu hópar hafi myndað stórar áhættur í fleiri en einum banka. Af þeim sökum hafi kerfisleg áhætta vegna útlána verið orðin veruleg. Skýrasta dæmið um þetta sé Baugur Group og fyrirtæki tengd þeirri samsteypu.Í öllum stóru bönkunum og Straumi hafi Baugshópurinn verið orðin of stór áhætta. Segir í skýrslu nefndarinnar að það sé ámælisvert að áhættustýringar bankanna hafi leyft þessari áhættu að byggjast upp. Sömu sögu megi segja um Exista, Björgólf Thor Björgólfsson , Björgólf Guðmundsson og Ólaf Ólafsson, þó áhætta vegna þessara aðila hafi verið nokkru minni en Baugshópsins. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Sjá meira
Baugur Group stendur upp úr þegar kemur að stórum áhættulánum bankanna á árunum fyrir hrun. Þegar mest lét skuldaði Baugur og tengd félög hátt í þúsund milljarða króna hjá stóru bönkunum þremur miðað við gengi dagsins í dag.Rúmlega helmingur af eiginfjárgrunni bankanna þriggja var undir í lánveitingum til Baugs og tengdra fyrirtækja. Lán til Baugs samstæðunnar námu yfir 10% af heildarútlánum móðurfélaga Kaupþings, Glitnis og Landsbankans.Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir að áhætta allra bankanna vegna Baugs Group hafi verið gríðarleg. Glitnir hafi borið mestu áhættuna vegna hópsins, ef horft sé til hlutfalls af eiginfjárgrunni bankans. Aðrir af stærstu hópunum sem fengu lán hjá bönkunum voru allir stórir hluthafar í bönkunum. Baugur Group hf. og tengdir aðilar skulduðu 85,5% af eiginfjárgrunni Glitnis.Hjá Kaupþingi námu skuldbindingar Baugs Group 42,3% af eiginfjárgrunni og hjá Landsbankanum var hlutfallið 68,8%. Svipaða sögu er að segja af lánveitingum Straums Burðaráss til Baugs Group, en hlutfallið er þó eilítið lægra þar. Baugur Group og tengd félög voru stærsti viðskiptavinur íslensku bankanna.Rannsóknarnefnd Alþingis telur að samþjöppun áhættu hjá íslensku bönkunum hafi verið orðin hættulega mikil þó nokkru fyrir fall þeirra. Bæði eigi þetta við um lánveitingar til ákveðinna hópa innan hvers banka og jafnframt að sömu hópar hafi myndað stórar áhættur í fleiri en einum banka. Af þeim sökum hafi kerfisleg áhætta vegna útlána verið orðin veruleg. Skýrasta dæmið um þetta sé Baugur Group og fyrirtæki tengd þeirri samsteypu.Í öllum stóru bönkunum og Straumi hafi Baugshópurinn verið orðin of stór áhætta. Segir í skýrslu nefndarinnar að það sé ámælisvert að áhættustýringar bankanna hafi leyft þessari áhættu að byggjast upp. Sömu sögu megi segja um Exista, Björgólf Thor Björgólfsson , Björgólf Guðmundsson og Ólaf Ólafsson, þó áhætta vegna þessara aðila hafi verið nokkru minni en Baugshópsins.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Sjá meira