Mýtan um hamingjusama hommann Hólmfríður Helga Sigurðardóttir skrifar 16. mars 2010 00:01 Lögreglan í Reykjavík hafði sérstaklega á orði að síðasta helgi hefði verið með friðsælasta móti í miðbæ Reykjavíkur, þrátt fyrir að mikill fjöldi fólks hafi þar verið saman kominn til að skemmta sér. Friðsældina má auðvitað rekja beint til þess að nokkur hundruð þeirra sem voru í bænum fóru á Nasa í fertugsafmæli hjá glaðasta manni á Íslandi. Hver nennir að fara í slag eftir að hafa sungið Þú komst við hjartað í mér og fundið fyrir ljúfum regnbogastraumum sem Páll Óskar Hjálmtýsson geislar frá sér á sviðinu? Ég hélt alltaf að Páll Óskar væri einn af þeim sem eru svo heppilega skapaðir að líkamar þeirra offramleiða endorfín. Hann hefur alltaf virkað á mig sem einlæglega ánægður með lífið og sáttur við sjálfan sig. Jafnvel þegar hann skreið um sviðið á Eurovision og strauk á sér klofið fyrir Íslands hönd. Ég hélt þetta væri allt saman hluti af fyrirfram ákveðnu plotti, hann hefði einfaldlega gaman af því að hneyksla og hrista upp í leiðinlegu fólki með kassalaga hausa. Í hressilega opinskáu viðtali í helgarblaði Moggans umturnar Páll Óskar hins vegar hugmynd minni um hann sem hamingjusama hommann. Hann lýsir því hversu týndur hann var í eigin höfði fyrir tíu árum, á sama tíma og hann gaf útvarpshlustendum ráð um ást og kynlíf sem Dr. Love. Hvernig hann ánetjaðist hommaklámi eftir ítrekaðar ástarsorgir og svo hvernig hann náði sér upp úr öllu saman með því að leita sér hjálpar og vinna í sjálfum sér. Nú loksins sé hann aftur farinn að fíla sjálfan sig í botn og hættur að þjást af efasemdum um sjálfan sig. Hamingjustefin voru fleiri í Sunnudagsmogganum. Í sama blaði var viðtal við hamingjukennarann Tal Ben-Shahar. Hann kennir einn vinsælasta kúrs í sögu Harvard um jákvæða sálfræði og ferðast um heimsbyggðina til að breiða út fagnaðarerindi sitt. Bókin hans, Meiri hamingja, rokseldist þegar hún kom út hér og komst á metsölulista fyrir jólin. Það er greinilegt að margir Íslendingar, rétt eins og aðrir jarðarbúar, þrá að koma böndum yfir hamingjuna. En skilaboðin eru skýr: hamingjan fæst ekki með því að rembast eftir henni. Frægð og frami gerir mann ekki hamingjusaman og heldur ekki þykkir bunkar af fjólubláum peningum. Hamingjan fæst með því að njóta augnabliksins. Svo einfalt! En samt svo fjári flókið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Helga Sigurðardóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Lögreglan í Reykjavík hafði sérstaklega á orði að síðasta helgi hefði verið með friðsælasta móti í miðbæ Reykjavíkur, þrátt fyrir að mikill fjöldi fólks hafi þar verið saman kominn til að skemmta sér. Friðsældina má auðvitað rekja beint til þess að nokkur hundruð þeirra sem voru í bænum fóru á Nasa í fertugsafmæli hjá glaðasta manni á Íslandi. Hver nennir að fara í slag eftir að hafa sungið Þú komst við hjartað í mér og fundið fyrir ljúfum regnbogastraumum sem Páll Óskar Hjálmtýsson geislar frá sér á sviðinu? Ég hélt alltaf að Páll Óskar væri einn af þeim sem eru svo heppilega skapaðir að líkamar þeirra offramleiða endorfín. Hann hefur alltaf virkað á mig sem einlæglega ánægður með lífið og sáttur við sjálfan sig. Jafnvel þegar hann skreið um sviðið á Eurovision og strauk á sér klofið fyrir Íslands hönd. Ég hélt þetta væri allt saman hluti af fyrirfram ákveðnu plotti, hann hefði einfaldlega gaman af því að hneyksla og hrista upp í leiðinlegu fólki með kassalaga hausa. Í hressilega opinskáu viðtali í helgarblaði Moggans umturnar Páll Óskar hins vegar hugmynd minni um hann sem hamingjusama hommann. Hann lýsir því hversu týndur hann var í eigin höfði fyrir tíu árum, á sama tíma og hann gaf útvarpshlustendum ráð um ást og kynlíf sem Dr. Love. Hvernig hann ánetjaðist hommaklámi eftir ítrekaðar ástarsorgir og svo hvernig hann náði sér upp úr öllu saman með því að leita sér hjálpar og vinna í sjálfum sér. Nú loksins sé hann aftur farinn að fíla sjálfan sig í botn og hættur að þjást af efasemdum um sjálfan sig. Hamingjustefin voru fleiri í Sunnudagsmogganum. Í sama blaði var viðtal við hamingjukennarann Tal Ben-Shahar. Hann kennir einn vinsælasta kúrs í sögu Harvard um jákvæða sálfræði og ferðast um heimsbyggðina til að breiða út fagnaðarerindi sitt. Bókin hans, Meiri hamingja, rokseldist þegar hún kom út hér og komst á metsölulista fyrir jólin. Það er greinilegt að margir Íslendingar, rétt eins og aðrir jarðarbúar, þrá að koma böndum yfir hamingjuna. En skilaboðin eru skýr: hamingjan fæst ekki með því að rembast eftir henni. Frægð og frami gerir mann ekki hamingjusaman og heldur ekki þykkir bunkar af fjólubláum peningum. Hamingjan fæst með því að njóta augnabliksins. Svo einfalt! En samt svo fjári flókið.