Glötum ekki fjöregginu 15. september 2010 06:00 Eftir hrunið var það ríkjandi skoðun að við þyrftum að stokka upp það samfélagskerfi sem hér hafði þróast. Sumt er aldargamalt, annað afsprengi nýrri tíma. Okkur mistókst að byggja upp traust samfélag með þokkalegu félagslegu öryggi. Þjóðin virðist ekki megna að þróast og þroskast. Kannski er hún of lítil til að geta þroskast. Hún virðist heillast meir af yfirborðsgyllingum en alvöruefni. Við höfum ríkisstjórn sem ekki veit sjálf hvort hún er meiri- eða minnihluta stjórn, og starfar í samræmi við það. Við höfum þjóðþing sem er ekki, og hefur reyndar sjaldnast verið, vettvangur pólitískrar rökræðu, þar sem hagsmunir heildarinnar eru í fyrirrúmi. Þingfundir einkennast af barnalegu rifrildi og fullyrðingaflaumi. Algengasta uppspretta umræðunnar er þjóðremba í fjölbreyttum búningi. Hún fyllir út tómarúmið. Það var þessi hrokafulla og heimska þjóðremba sem gegnsýrði þjóðlífið og sem í bland við háskalega hugmyndafræði kom okkur á kné. Nú stendur þjóðin fjárvana og vinalítil og kann ekki að horfast í augu við raunveruleikann. Hún telur sig vera umsetin erlendum andskotum. Það voru hins vegar íslenskir víkingar sem gerðu strandhögg víðsvegar um Evrópu, ekki öfugt.Samskipti við útlöndVið höfum nú þegar klúðrað samskiptum okkar við helstu vinaþjóðir. Það reynist lífseigt að kenna öðrum um eigið klandur. Við erum bestir í því. Icesave málið verður að leysa. Þröngsýnir þjóðhyggjulögfræðingar mega ekki ráða ferðinni lengur. Hvort sem okkur líkar betur eða verr komumst við ekkert framhjá Bretum og Hollendingum í þessu máli. Ekki batnar staðan ef við, sem mærum okkur af sjálfbærum fiskveiðum, erum reiðubúin til að ofveiða makríl til að ná veiðireynslu. Hér ráða sérhagsmunir enn og aftur ferðinni. Við verðum að líta á okkur sem hluta af samfélagi evrópskra vinaþjóða, en ekki sem umkomulaust vandræðabarn, sem abbast uppá aðkomufólk til þess eins að sanna fyrir sjálfum sér hve sjálfstætt og óháð það er.Í samfélagi þjóða er traust tryggasta vopn smáþjóða. Þær ráða engu um ganga heimsmála og afar litlu um afdrif svæðisbundinna úrlausnarefna, nema hafa með sér trausta bandamenn. Jón Baldvin nýtti sér þessa stjórnvisku út í æsar þegar hann samdi um EES, þvert á það sem sem aðrir flokkar höfðu boðað. Þeir töldu Ísland svo öflugt að það ætti í fullu tré við að semja tvíhliða við ESB! Hann náði árangri.Nú er Ísland í alþjóðlegu samhengi í mun verri stöðu en það var fyrir EES, auk þess sem bandaríski herinn er farinn. Við höfum gengið svo rösklega fram í því að hrekja vinaþjóðir frá okkur að þar voru til skamms tíma bara Færeyingar eftir. Bandamenn eigum við enga. Það er ekki vænlegt útlit fyrir þjóð í skuldafjötrum, sem á allt sitt undir nánu samstarfi við önnur lönd.Ójafn kosningarétturStærstu meinsemdir íslenskrar stjórnsýslu og löggjafar má rekja til ranglátrar kjördæmaskipunar, sem mótaðist af sérhagsmunum stærstu flokkanna og atvinnugreinanna fyrir miðbik síðustu aldar.Við höfum aldrei látið meginprinsipp mannréttinda eða stjórnlagaréttar móta undirstöður stjórnarfarsins. Því snúast íslensk stjórnmál fyrst og fremst um sérhagsmuni sem einstaka flokkar berjast fyrir. Við þurfum að byrja á að leiðrétta þessa meginskekkju íslensks samfélags. Grundvallarreglu réttláts og farsæls samfélags er fórnað og það réttlætt með dreifðri búsetu og fjarlægð frá höfuðborginni! Auðvitað liggur þarna að baki aðferð til að styrkja völd dreifbýlisins og þeirra flokka sem þar eru sterkastir. Það er athyglisvert að þegar kosið er í valdalítið forsetaembætti þá er atkvæðavægið jafnt. Kosningalögin hafa verið á skipulagslitlum flótta undan réttlætinu allt frá árunum eftir fyrri heimsstyrjöld. Núgildandi kjördæmaskipan er ruglingsleg og myndar engar eðlilegar einingar, hvorki landfræðilegar né hagsmunalegar. Henni var klambrað saman í vandræðagangi og á hröðum flótta. Ætli menn yrðu ekki hissa ef atkvæði íbúa á Kjalarnesi og í Grafarholti hefði mun meiri vigt en atkvæði okkar í 101 í kosningum til borgarstjórnar. Réttlætingin gæti verið sú sama og úti á landi. Það er lengra í Ráðhúsið frá Kjalarnesi en af Laugaveginum.Hvar liggur fjöreggið?En víðar þarf að taka til hendinni. Við lifum um efni fram og þurfum að draga saman seglin. Ríkistekjurnar eru takmarkaðar. Ef við eyðum þeim í ótal mörg aukaverkefni í stað þess að standa vörð um lykilstofnanir, þá missum við fjöregg þjóðarinnar úr hendi okkar.Fjöreggið liggur ekki í tíu verklitlum sjúkrahúsum, heldur í því að geta átt a.m.k. einn fullkominn, þróaðan spítala, þar sem við getum fengið nýjustu þekkingar og notið kunnáttu í læknavísundum. Nú erum við að glutra því niður og missa afar hæfa lækna til útlanda. Fjöreggið liggur ekki í tugum örsmárra framhaldsskóla í öðru hverju þorpi, þar sem nemendur fara á mis við alvöru framhaldsmenntun, heldur liggur það í færri alvöru skólum sem veita trausta menntun. Fjöreggið liggur ekki í mörgum háskólum, sem allir búa við erfiðan fjárhag og mishæfa kennara. Við þurfum ekki nema einn háskóla sem hægt er að gera vel við og veitir þá menntun sem nútíminn krefst að ungt fólk hafi.Fjöreggið liggur ekki í 63 þrasgjörnum þingmönnum, né forseta á faraldsfæti. Fjöreggið liggur í aðhaldi, hófsemi og forgangsröðun sem skilar okkur sterkum og nútímalegum stofnunum þar sem velferð einstaklingsins, víðsýn og traust menntun einkenna samfélagið. Jafnframt verðum við að leggja af hrokann gangvart vinaþjóðum og afla okkur trausts erlendis. Þar liggur fjöreggið líka. Án traustra vina og bandamanna mun sjálfstæði okkar glatast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Sjá meira
Eftir hrunið var það ríkjandi skoðun að við þyrftum að stokka upp það samfélagskerfi sem hér hafði þróast. Sumt er aldargamalt, annað afsprengi nýrri tíma. Okkur mistókst að byggja upp traust samfélag með þokkalegu félagslegu öryggi. Þjóðin virðist ekki megna að þróast og þroskast. Kannski er hún of lítil til að geta þroskast. Hún virðist heillast meir af yfirborðsgyllingum en alvöruefni. Við höfum ríkisstjórn sem ekki veit sjálf hvort hún er meiri- eða minnihluta stjórn, og starfar í samræmi við það. Við höfum þjóðþing sem er ekki, og hefur reyndar sjaldnast verið, vettvangur pólitískrar rökræðu, þar sem hagsmunir heildarinnar eru í fyrirrúmi. Þingfundir einkennast af barnalegu rifrildi og fullyrðingaflaumi. Algengasta uppspretta umræðunnar er þjóðremba í fjölbreyttum búningi. Hún fyllir út tómarúmið. Það var þessi hrokafulla og heimska þjóðremba sem gegnsýrði þjóðlífið og sem í bland við háskalega hugmyndafræði kom okkur á kné. Nú stendur þjóðin fjárvana og vinalítil og kann ekki að horfast í augu við raunveruleikann. Hún telur sig vera umsetin erlendum andskotum. Það voru hins vegar íslenskir víkingar sem gerðu strandhögg víðsvegar um Evrópu, ekki öfugt.Samskipti við útlöndVið höfum nú þegar klúðrað samskiptum okkar við helstu vinaþjóðir. Það reynist lífseigt að kenna öðrum um eigið klandur. Við erum bestir í því. Icesave málið verður að leysa. Þröngsýnir þjóðhyggjulögfræðingar mega ekki ráða ferðinni lengur. Hvort sem okkur líkar betur eða verr komumst við ekkert framhjá Bretum og Hollendingum í þessu máli. Ekki batnar staðan ef við, sem mærum okkur af sjálfbærum fiskveiðum, erum reiðubúin til að ofveiða makríl til að ná veiðireynslu. Hér ráða sérhagsmunir enn og aftur ferðinni. Við verðum að líta á okkur sem hluta af samfélagi evrópskra vinaþjóða, en ekki sem umkomulaust vandræðabarn, sem abbast uppá aðkomufólk til þess eins að sanna fyrir sjálfum sér hve sjálfstætt og óháð það er.Í samfélagi þjóða er traust tryggasta vopn smáþjóða. Þær ráða engu um ganga heimsmála og afar litlu um afdrif svæðisbundinna úrlausnarefna, nema hafa með sér trausta bandamenn. Jón Baldvin nýtti sér þessa stjórnvisku út í æsar þegar hann samdi um EES, þvert á það sem sem aðrir flokkar höfðu boðað. Þeir töldu Ísland svo öflugt að það ætti í fullu tré við að semja tvíhliða við ESB! Hann náði árangri.Nú er Ísland í alþjóðlegu samhengi í mun verri stöðu en það var fyrir EES, auk þess sem bandaríski herinn er farinn. Við höfum gengið svo rösklega fram í því að hrekja vinaþjóðir frá okkur að þar voru til skamms tíma bara Færeyingar eftir. Bandamenn eigum við enga. Það er ekki vænlegt útlit fyrir þjóð í skuldafjötrum, sem á allt sitt undir nánu samstarfi við önnur lönd.Ójafn kosningarétturStærstu meinsemdir íslenskrar stjórnsýslu og löggjafar má rekja til ranglátrar kjördæmaskipunar, sem mótaðist af sérhagsmunum stærstu flokkanna og atvinnugreinanna fyrir miðbik síðustu aldar.Við höfum aldrei látið meginprinsipp mannréttinda eða stjórnlagaréttar móta undirstöður stjórnarfarsins. Því snúast íslensk stjórnmál fyrst og fremst um sérhagsmuni sem einstaka flokkar berjast fyrir. Við þurfum að byrja á að leiðrétta þessa meginskekkju íslensks samfélags. Grundvallarreglu réttláts og farsæls samfélags er fórnað og það réttlætt með dreifðri búsetu og fjarlægð frá höfuðborginni! Auðvitað liggur þarna að baki aðferð til að styrkja völd dreifbýlisins og þeirra flokka sem þar eru sterkastir. Það er athyglisvert að þegar kosið er í valdalítið forsetaembætti þá er atkvæðavægið jafnt. Kosningalögin hafa verið á skipulagslitlum flótta undan réttlætinu allt frá árunum eftir fyrri heimsstyrjöld. Núgildandi kjördæmaskipan er ruglingsleg og myndar engar eðlilegar einingar, hvorki landfræðilegar né hagsmunalegar. Henni var klambrað saman í vandræðagangi og á hröðum flótta. Ætli menn yrðu ekki hissa ef atkvæði íbúa á Kjalarnesi og í Grafarholti hefði mun meiri vigt en atkvæði okkar í 101 í kosningum til borgarstjórnar. Réttlætingin gæti verið sú sama og úti á landi. Það er lengra í Ráðhúsið frá Kjalarnesi en af Laugaveginum.Hvar liggur fjöreggið?En víðar þarf að taka til hendinni. Við lifum um efni fram og þurfum að draga saman seglin. Ríkistekjurnar eru takmarkaðar. Ef við eyðum þeim í ótal mörg aukaverkefni í stað þess að standa vörð um lykilstofnanir, þá missum við fjöregg þjóðarinnar úr hendi okkar.Fjöreggið liggur ekki í tíu verklitlum sjúkrahúsum, heldur í því að geta átt a.m.k. einn fullkominn, þróaðan spítala, þar sem við getum fengið nýjustu þekkingar og notið kunnáttu í læknavísundum. Nú erum við að glutra því niður og missa afar hæfa lækna til útlanda. Fjöreggið liggur ekki í tugum örsmárra framhaldsskóla í öðru hverju þorpi, þar sem nemendur fara á mis við alvöru framhaldsmenntun, heldur liggur það í færri alvöru skólum sem veita trausta menntun. Fjöreggið liggur ekki í mörgum háskólum, sem allir búa við erfiðan fjárhag og mishæfa kennara. Við þurfum ekki nema einn háskóla sem hægt er að gera vel við og veitir þá menntun sem nútíminn krefst að ungt fólk hafi.Fjöreggið liggur ekki í 63 þrasgjörnum þingmönnum, né forseta á faraldsfæti. Fjöreggið liggur í aðhaldi, hófsemi og forgangsröðun sem skilar okkur sterkum og nútímalegum stofnunum þar sem velferð einstaklingsins, víðsýn og traust menntun einkenna samfélagið. Jafnframt verðum við að leggja af hrokann gangvart vinaþjóðum og afla okkur trausts erlendis. Þar liggur fjöreggið líka. Án traustra vina og bandamanna mun sjálfstæði okkar glatast.
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar