Ráðherra hittir nagla á höfuðið 1. mars 2010 06:00 Einar K. Guðfinnsson skrifar Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra vakti á því athygli á Alþingi sl. fimmtudag að þau úrræði sem ríkisstjórnin hefur gripið til varðandi skuldavanda heimilanna hafi frekar „gagnast þeim sem höfðu meira undir í aðdraganda kreppunnar heldur en þeim sem voru verr staddir. - Og það tel ég að þurfi að skoða sérstaklega", sagði ráðherrann Bragð er að þá barnið finnur. Hér talar ráðherra í ríkisstjórninni og hittir naglann á höfuðið. Það er ljóst að aðgerðir ríkisstjórnarinnar á þessu sviði hafa verið í algjöru skötulíki. Um það þarf ekki að deila. Þetta er álit almennings. 91% aðspurðra í skoðanakönnun sem ASÍ lét gera í upphafi þessa mánaðar eru þessarar skoðunar. Athyglisvert er að þetta er sama niðurstaðan og í júní í fyrra. Almenningur metur það svo að ekkert hafi gerst í málefnum heimilanna. Það er þó ekki rétt. Því mikið hefur verið talað. Í þriðja sinn er svo núna verið að fresta nauðungaruppboðum, sem segir okkur einfaldlega að úrræðin eru ekki að virka. En á meðan á frestun stendur, telja dráttarvextirnir. Þegar allt kemur til alls eykur þessi frestun því vanda fólks enn; nema auðvitað úrræði líti dagsins ljós í milli tíðinni. Á þeim bólar hins vegar ekki. Engin fyrirheit eru gefin úr ríkisstjórninni um slíkt. Og það þrátt fyrir að heilbrigðisráðherrann viðurkenni að hingað til hafi ekki verið litið nóg til þeirra sem hafi minnstar tekjurnar og segi það síðan umbúðalaust að þeir sem helst njóti úrræða ríkisstjórnarinnar séu þeir sem mest höfðu undir. Kjarni málsins er þá þessi, sem ráðherrann er í rauninni að segja. Ekki hefur verið litið til tekjulægsta hópsins, ekki hefur verið litið til alls almennings. Þeir sem nutu athygli ríkisstjórnarinnar voru þeir sem höfðu meira undir, fjárfestu meira, skulduðu meira og þénuðu meira. Þetta verður ekki sagt öllu afdráttarlausar. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Eldri borgarar í öndvegi/Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson skrifar Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra vakti á því athygli á Alþingi sl. fimmtudag að þau úrræði sem ríkisstjórnin hefur gripið til varðandi skuldavanda heimilanna hafi frekar „gagnast þeim sem höfðu meira undir í aðdraganda kreppunnar heldur en þeim sem voru verr staddir. - Og það tel ég að þurfi að skoða sérstaklega", sagði ráðherrann Bragð er að þá barnið finnur. Hér talar ráðherra í ríkisstjórninni og hittir naglann á höfuðið. Það er ljóst að aðgerðir ríkisstjórnarinnar á þessu sviði hafa verið í algjöru skötulíki. Um það þarf ekki að deila. Þetta er álit almennings. 91% aðspurðra í skoðanakönnun sem ASÍ lét gera í upphafi þessa mánaðar eru þessarar skoðunar. Athyglisvert er að þetta er sama niðurstaðan og í júní í fyrra. Almenningur metur það svo að ekkert hafi gerst í málefnum heimilanna. Það er þó ekki rétt. Því mikið hefur verið talað. Í þriðja sinn er svo núna verið að fresta nauðungaruppboðum, sem segir okkur einfaldlega að úrræðin eru ekki að virka. En á meðan á frestun stendur, telja dráttarvextirnir. Þegar allt kemur til alls eykur þessi frestun því vanda fólks enn; nema auðvitað úrræði líti dagsins ljós í milli tíðinni. Á þeim bólar hins vegar ekki. Engin fyrirheit eru gefin úr ríkisstjórninni um slíkt. Og það þrátt fyrir að heilbrigðisráðherrann viðurkenni að hingað til hafi ekki verið litið nóg til þeirra sem hafi minnstar tekjurnar og segi það síðan umbúðalaust að þeir sem helst njóti úrræða ríkisstjórnarinnar séu þeir sem mest höfðu undir. Kjarni málsins er þá þessi, sem ráðherrann er í rauninni að segja. Ekki hefur verið litið til tekjulægsta hópsins, ekki hefur verið litið til alls almennings. Þeir sem nutu athygli ríkisstjórnarinnar voru þeir sem höfðu meira undir, fjárfestu meira, skulduðu meira og þénuðu meira. Þetta verður ekki sagt öllu afdráttarlausar. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar