Af hverju þarf niðurskurð? Árni Páll Árnason skrifar 4. nóvember 2010 06:00 Nýlega kynnti ríkisstjórnin fjárlagafrumvarp þar sem gert er ráð fyrir miklum samdrætti í útgjöldum. Í kjölfarið hafa margir velt því fyrir sér hvort ástæða sé til að ganga svo langt í niðurskurði ríkisútgjalda. Jafnvel hafa stigið fram lukkuriddarar sem segja enga þörf á niðurskurði og varla heldur á skattahækkunum. Eina sem þurfi sé aukin atvinna og veltuaukning henni samfara. Vandinn er því miður stærri en svo að við leysum hann með aukinni veltu. Við reddum okkur ekki úr vandanum með nýrri stórvirkjun og álveri. Útgjöld ríkisins eru meiri en tekjurnar standa undir. Markmið okkar er að ná jafnvægi í ríkisútgjöldum, óháð hagsveiflu. Ef velta eykst vegna nýrrar fjárfestingar eru það að sjálfsögðu góð tíðindi, en þau koma ekki í veg fyrir þörf á niðurskurði ríkisútgjalda. Afkomubati vegna hagsveiflu telst ekki með í þeirri aðlögun sem nú stendur yfir. Ef vel árar á að safna í hlöðu. Við getum nefnilega ekki haldið áfram að reikna með eilífu blíðviðri. Það er ekki lengur árið 2007. Í aðlögun útgjalda að tekjum skiptir miklu að forgangsraða. Við stundum ekki flatan niðurskurð. Uppsafnaður niðurskurður í yfirstjórn ríkisins nemur 17% í lok þessa árs, en heildarniðurskurður í fjárveitingum til þjónustu við fatlaða er 2,6%. Tillögur um endurskipulagningu heilbrigðisþjónustu eru líka skynsamleg leið til að nýta fjármuni betur, okkur öllum til hagsbóta. Ekki verður komist hjá því að ná þeim sparnaði sem að var stefnt með aðgerðunum þótt við gefum okkur kannski eitthvað lengri tíma til þess, eins og heilbrigðisráðherra hefur gefið ádrátt um. Það er aldrei auðvelt að breyta halla upp á nærri 10% af ríkisútgjöldum í afgang á þremur árum. Þess vegna hafa ríkisstjórnir undanfarinna ára fremur kosið að bæta í útgjöld og forðast erfiðar ákvarðanir um forgangsröðun. Það verður ekki gert lengur. Á fjárlögum ársins 2010 er næst stærsti útgjaldaliður ríkisins vaxtagjöld. Við greiðum meira í vexti en til allrar heilbrigðisþjónustu í landinu. Við getum ekki lifað áfram um efni fram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Nýlega kynnti ríkisstjórnin fjárlagafrumvarp þar sem gert er ráð fyrir miklum samdrætti í útgjöldum. Í kjölfarið hafa margir velt því fyrir sér hvort ástæða sé til að ganga svo langt í niðurskurði ríkisútgjalda. Jafnvel hafa stigið fram lukkuriddarar sem segja enga þörf á niðurskurði og varla heldur á skattahækkunum. Eina sem þurfi sé aukin atvinna og veltuaukning henni samfara. Vandinn er því miður stærri en svo að við leysum hann með aukinni veltu. Við reddum okkur ekki úr vandanum með nýrri stórvirkjun og álveri. Útgjöld ríkisins eru meiri en tekjurnar standa undir. Markmið okkar er að ná jafnvægi í ríkisútgjöldum, óháð hagsveiflu. Ef velta eykst vegna nýrrar fjárfestingar eru það að sjálfsögðu góð tíðindi, en þau koma ekki í veg fyrir þörf á niðurskurði ríkisútgjalda. Afkomubati vegna hagsveiflu telst ekki með í þeirri aðlögun sem nú stendur yfir. Ef vel árar á að safna í hlöðu. Við getum nefnilega ekki haldið áfram að reikna með eilífu blíðviðri. Það er ekki lengur árið 2007. Í aðlögun útgjalda að tekjum skiptir miklu að forgangsraða. Við stundum ekki flatan niðurskurð. Uppsafnaður niðurskurður í yfirstjórn ríkisins nemur 17% í lok þessa árs, en heildarniðurskurður í fjárveitingum til þjónustu við fatlaða er 2,6%. Tillögur um endurskipulagningu heilbrigðisþjónustu eru líka skynsamleg leið til að nýta fjármuni betur, okkur öllum til hagsbóta. Ekki verður komist hjá því að ná þeim sparnaði sem að var stefnt með aðgerðunum þótt við gefum okkur kannski eitthvað lengri tíma til þess, eins og heilbrigðisráðherra hefur gefið ádrátt um. Það er aldrei auðvelt að breyta halla upp á nærri 10% af ríkisútgjöldum í afgang á þremur árum. Þess vegna hafa ríkisstjórnir undanfarinna ára fremur kosið að bæta í útgjöld og forðast erfiðar ákvarðanir um forgangsröðun. Það verður ekki gert lengur. Á fjárlögum ársins 2010 er næst stærsti útgjaldaliður ríkisins vaxtagjöld. Við greiðum meira í vexti en til allrar heilbrigðisþjónustu í landinu. Við getum ekki lifað áfram um efni fram.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar