Opnunarhátíð Hörpu í maí 28. september 2010 07:30 starfsemi kynnt Starfsemi tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu var kynnt á blaðamannafundi í gær. fréttablaðið/valli Starfsemi tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu var kynnt á blaðamannafundi í gær. Fyrstu tónleikarnir verða haldnir 4. maí 2011. Hönnun og fyrirhuguð starfsemi tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu var kynnt á blaðamannafundi í húsinu í gær. Starfsemin hefst með tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands 4. maí 2011 þar sem Vladimir Ashkenazy verður stjórnandi. Sjónvarpað verður frá opnunarkvöldinu 13. maí þar sem fjölmargir íslenskir tónlistarmenn koma fram. Opið hús verður 14. og 15. maí með fjölda listamanna og tónlistaratriðum í öllum sölum hússins og hinn 21. maí stígur tenórinn heimsfrægi, Jonas Kaufmann, á svið með Sinfóníuhljómsveit Íslands í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík. Sumarið 2011 verður sýndur söngleikurinn Chess, auk þess sem samstarf verður við tónlistarhús á Norðurlöndunum um komu fremstu sinfóníuhljómsveita heims í Hörpu. Húsið hefur einnig verið bókað fyrir stórar erlendar ráðstefnur til ársins 2015. „Tónlistarlífið á Íslandi verður aldrei hið sama eftir að Harpa verður opnuð. Þessi framkvæmd sýnir að draumar rætast ef menn hafa nógu mikla trú á þeim og gefast ekki upp,“ segir Steinunn Birna Ragnarsdóttir, tónlistarstjóri Hörpu. „Það er vel við hæfi að Vladimir Ashkenazy stjórni fyrstu tónleikunum því hann hefur unnið gott verk í að láta þessa hugmynd verða að veruleika.“ Ashkenazy segist vera ótrúlega spenntur fyrir því að húsið sé loksins að líta dagsins ljós. Hann segir að hugmyndin að húsinu eigi rætur sínar að rekja til ársins 1985 þegar Fílharmoníusveit London spilaði í Laugardalshöll, þar sem hljómburðurinn þótti ekki nógu góður. Sigurður Nordal, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, er að sjálfsögðu spenntur fyrir komandi tímum. „Við hjá Sinfóníunni erum bæði þakklát og glöð yfir því að við séum að stíga þetta skref. Sinfóníuhljómsveitin fær nú loksins tækifæri til að komast á næsta stig og verða á meðal fremstu hljómsveita Evrópu.“ Lífið Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Starfsemi tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu var kynnt á blaðamannafundi í gær. Fyrstu tónleikarnir verða haldnir 4. maí 2011. Hönnun og fyrirhuguð starfsemi tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu var kynnt á blaðamannafundi í húsinu í gær. Starfsemin hefst með tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands 4. maí 2011 þar sem Vladimir Ashkenazy verður stjórnandi. Sjónvarpað verður frá opnunarkvöldinu 13. maí þar sem fjölmargir íslenskir tónlistarmenn koma fram. Opið hús verður 14. og 15. maí með fjölda listamanna og tónlistaratriðum í öllum sölum hússins og hinn 21. maí stígur tenórinn heimsfrægi, Jonas Kaufmann, á svið með Sinfóníuhljómsveit Íslands í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík. Sumarið 2011 verður sýndur söngleikurinn Chess, auk þess sem samstarf verður við tónlistarhús á Norðurlöndunum um komu fremstu sinfóníuhljómsveita heims í Hörpu. Húsið hefur einnig verið bókað fyrir stórar erlendar ráðstefnur til ársins 2015. „Tónlistarlífið á Íslandi verður aldrei hið sama eftir að Harpa verður opnuð. Þessi framkvæmd sýnir að draumar rætast ef menn hafa nógu mikla trú á þeim og gefast ekki upp,“ segir Steinunn Birna Ragnarsdóttir, tónlistarstjóri Hörpu. „Það er vel við hæfi að Vladimir Ashkenazy stjórni fyrstu tónleikunum því hann hefur unnið gott verk í að láta þessa hugmynd verða að veruleika.“ Ashkenazy segist vera ótrúlega spenntur fyrir því að húsið sé loksins að líta dagsins ljós. Hann segir að hugmyndin að húsinu eigi rætur sínar að rekja til ársins 1985 þegar Fílharmoníusveit London spilaði í Laugardalshöll, þar sem hljómburðurinn þótti ekki nógu góður. Sigurður Nordal, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, er að sjálfsögðu spenntur fyrir komandi tímum. „Við hjá Sinfóníunni erum bæði þakklát og glöð yfir því að við séum að stíga þetta skref. Sinfóníuhljómsveitin fær nú loksins tækifæri til að komast á næsta stig og verða á meðal fremstu hljómsveita Evrópu.“
Lífið Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira