Blessuð vertu þjóðkirkja Hólmfríður Helga Sigurðardóttir skrifar 22. júní 2010 06:00 Þótt ég sé af rómantískara kyninu hef ég aldrei borið þann draum í brjósti að ganga tárvot inn kirkjugólf. Ég fæ dálitla gæsahúð og mér liggur við yfirliði, bara við tilhugsunina. Hjónabönd finnst mér hins vegar falleg og brúðkaup þykja mér nær undantekningalaust dásamleg upplifun. Ég er einn af þessum undarlegu gestum sem gráta með ekkasogum í gegnum fávitalegt bros, þegar brúðurin kemur gangandi í öllu sínu hvíta veldi. Ég kemst í annarlegt ástand, sem veldur því að ég geri mig oftar en ekki að fífli. Ég fékk til dæmis hóstakast í miðjum eftir-já-kossi einnar af mínum kærustu vinkonum og nýlega sagði ég eftirminnilega óviðeigandi brandara, sem enginn hló að, í brúðkaupi frænku minnar. Fyrir marga skiptir giftingin öllu máli. Án hennar þykir þeim lífið ekki fullkomnað. Enn öðrum finnst kirkjan leika þar lykilhlutverk. Ég er á hvorugri skoðuninni. Mér finnst mitt óblessaða samband alveg jafn alvöru og þeirra sem velja að gifta sig. Mér er sama þótt ég verði bara kærasta til dauðadags en ekki eiginkona. Ég hlakka til að verða áttræð á föstu. Margir samkynhneigðir eru á meðal þeirra sem þrá að gifta sig í kirkju. Það er í raun dálítið merkilegt, í ljósi þess hvað þeir hafa lengi fengið þau skilaboð frá þjóðkirkjunni að trú þeirra og ást sé minna virði en þeirra sem elska hitt kynið. Af hverju þráir fólk blessun þeirra sem fyrirlíta þá og hafa ofsótt í gegnum tíðina? Á meðan þessu trúaða fólki hefur verið meinað að gifta sig innan kirkjunnar hafa gagnkynhneigðir trúleysingjar traðkað í röðum inn kirkjugólf landsins, oft hálfnauðugir, til að þóknast maka sínum, fjölskyldu eða hefðinni. Er þetta ekki undarlegt? Hvorum hópnum ætti kirkjan að taka fagnandi? Báðum, finnst mér. Það finnst helmingnum af prestum þjóðkirkjunnar ekki. Þeir vilja heldur gifta trúlausa en samkynhneigða. Í síðustu viku steig Alþingi flottasta skref sitt lengi og gerði hjónaband samkynhneigðra jafnhátt annarra. Nú í vikunni taka lögin gildi og þá mega hommar og lesbíur gifta sig í kirkju. Ótrúlegur fjöldi þjóðkirkjupresta segist hins vegar, með yfirvegað kærleiksbros á vör, ekki ætla að gifta samkynhneigð pör. Þeirra vegna nenni ég ekki að taka þátt í að styrkja þjóðkirkjuna lengur með skattpeningunum mínum. Ég segi mig úr henni, strax í dag. Og hálfskammast mín fyrir að vera ekki löngu búin að því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Helga Sigurðardóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun
Þótt ég sé af rómantískara kyninu hef ég aldrei borið þann draum í brjósti að ganga tárvot inn kirkjugólf. Ég fæ dálitla gæsahúð og mér liggur við yfirliði, bara við tilhugsunina. Hjónabönd finnst mér hins vegar falleg og brúðkaup þykja mér nær undantekningalaust dásamleg upplifun. Ég er einn af þessum undarlegu gestum sem gráta með ekkasogum í gegnum fávitalegt bros, þegar brúðurin kemur gangandi í öllu sínu hvíta veldi. Ég kemst í annarlegt ástand, sem veldur því að ég geri mig oftar en ekki að fífli. Ég fékk til dæmis hóstakast í miðjum eftir-já-kossi einnar af mínum kærustu vinkonum og nýlega sagði ég eftirminnilega óviðeigandi brandara, sem enginn hló að, í brúðkaupi frænku minnar. Fyrir marga skiptir giftingin öllu máli. Án hennar þykir þeim lífið ekki fullkomnað. Enn öðrum finnst kirkjan leika þar lykilhlutverk. Ég er á hvorugri skoðuninni. Mér finnst mitt óblessaða samband alveg jafn alvöru og þeirra sem velja að gifta sig. Mér er sama þótt ég verði bara kærasta til dauðadags en ekki eiginkona. Ég hlakka til að verða áttræð á föstu. Margir samkynhneigðir eru á meðal þeirra sem þrá að gifta sig í kirkju. Það er í raun dálítið merkilegt, í ljósi þess hvað þeir hafa lengi fengið þau skilaboð frá þjóðkirkjunni að trú þeirra og ást sé minna virði en þeirra sem elska hitt kynið. Af hverju þráir fólk blessun þeirra sem fyrirlíta þá og hafa ofsótt í gegnum tíðina? Á meðan þessu trúaða fólki hefur verið meinað að gifta sig innan kirkjunnar hafa gagnkynhneigðir trúleysingjar traðkað í röðum inn kirkjugólf landsins, oft hálfnauðugir, til að þóknast maka sínum, fjölskyldu eða hefðinni. Er þetta ekki undarlegt? Hvorum hópnum ætti kirkjan að taka fagnandi? Báðum, finnst mér. Það finnst helmingnum af prestum þjóðkirkjunnar ekki. Þeir vilja heldur gifta trúlausa en samkynhneigða. Í síðustu viku steig Alþingi flottasta skref sitt lengi og gerði hjónaband samkynhneigðra jafnhátt annarra. Nú í vikunni taka lögin gildi og þá mega hommar og lesbíur gifta sig í kirkju. Ótrúlegur fjöldi þjóðkirkjupresta segist hins vegar, með yfirvegað kærleiksbros á vör, ekki ætla að gifta samkynhneigð pör. Þeirra vegna nenni ég ekki að taka þátt í að styrkja þjóðkirkjuna lengur með skattpeningunum mínum. Ég segi mig úr henni, strax í dag. Og hálfskammast mín fyrir að vera ekki löngu búin að því.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun