Umfjöllun: Fjölnir kláraði bensínlaust lið ÍR í 4. leikhluta Stefán Árni Pálsson skrifar 3. desember 2010 20:46 Jón Sverrisson í leiknum í kvöld. Mynd/Stefán Fjölni vann góðan sigur , 112-90, gegn ÍR í 16-liða úrslitum í Powerade-bikarnum í kvöld en leikið var í Seljaskóla. Gestirnir voru sterkari nánast allan leikinn og léku á köflum frábæran körfubolta með Ægi Steinarsson í broddi fylkinga en hann skoraði 21 stig og gaf 11 stoðsendingar. Gestirnir í Fjölni hófu leikinn með miklum látum og náðu fljótlega góðu forskoti. Ægir Steinarsson var að leika einkar vel og ÍR-ingar virtust ekkert ráða við hraðan hjá honum. Munurinn varð 15 stig á liðunum í stöðunni 28-13 og útlitið svart fyrir ÍR-inga. Rétt undir lok fyrsta leikhluta náðu heimamenn aðeins að laga stöðuna. ÍR-ingar héldu áfram að minnka muninn í byrjun annars leikhluta og munaði aðeins sex stigum þegar staðan var 34-40. Sveinbjörn Claessen, leikmaður ÍR, kom inn af varamannabekknum með mikla baráttu og stýrði ÍR-liðinu áfram. Þá sögðu Fjölnismenn hingað og ekki lengra og gjörsamlega keyrðu yfir breiðhyltinganna. Staðan í hálfleik var 47-66 Fjölnismönnum í vil. Það sást glögglega á stigafjölda gestanna að sóknarleikur þeirra var frábær, en í raun var lítil mótspyrna frá ÍR-ingum og vörnin hjá þeim í molum. Heimamenn voru andlausir og virkuðu í raun hræddir við spræka Fjölnisstráka. ÍR-ingar virkuðu með smá lífsmark í byrjun þriðja leikshluta og voru greinilega ekki alveg búnir að láta sig sigraða. Staðan var 59-68 um miðjan fjórðunginn og heimamenn aðeins farnir að láta til sín taka. Heimamenn héldu áfram að spila sig inn í leikinn og allt í einu var munurinn orðin aðeins sex stig 66-72 og spenna komin í Seljaskólann. Staðan var 72-78 eftir þrjá leikhluta og ÍR-ingar komnir í skotgírinn. Í lokaleikhlutanum virtist bensínið búið hjá ÍR-ingum eftir fínan sprett og Fjölnismenn voru í engum vandræðum með að klára leikinn. Gestirnir keyrðu hraðan upp úr öllu valdi í fjórðungnum og ÍR-ingar áttu fá svör. Leiknum lauk með öruggum sigri Fjölnis 112-90 og þeir eru komnir í 8-liða úrslitin í Powerade-bikarnum. Fjölnismenn eru með virkilega skemmtilegt lið og geta farið langt í þessari keppni.ÍR - Fjölnir 90-112 (47-66) ÍR: Kelly Biedler 32/ 14 fráköst/ 7 stoðsendingar, Nemanja Sovic 20/ 4 fráköst, Eiríkur Önundarson 13/ 4 fráköst/ 3 stoðsendingar, Níels Dungal 12, Sveinbjörn Claessen 7 / fráköst, Hjalti Friðriksson 6/ 5 fráköst, Fjölnir: Ben Stywall 24/7 fráköst, 6 stoðsendingar, Ægir Þór Steinarsson 21/11 stoðsendingar, Tómas Heiðar Tómasson 18/4 stoðsendingar, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 17/7 fráköst, Jón Sverrisson 14/ 6 fráköst, Sindri Kárason 6/2 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 5/7 stoðsendingar, Sigurður Þórarinsson 5, Trausti Eiríksson 2. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
Fjölni vann góðan sigur , 112-90, gegn ÍR í 16-liða úrslitum í Powerade-bikarnum í kvöld en leikið var í Seljaskóla. Gestirnir voru sterkari nánast allan leikinn og léku á köflum frábæran körfubolta með Ægi Steinarsson í broddi fylkinga en hann skoraði 21 stig og gaf 11 stoðsendingar. Gestirnir í Fjölni hófu leikinn með miklum látum og náðu fljótlega góðu forskoti. Ægir Steinarsson var að leika einkar vel og ÍR-ingar virtust ekkert ráða við hraðan hjá honum. Munurinn varð 15 stig á liðunum í stöðunni 28-13 og útlitið svart fyrir ÍR-inga. Rétt undir lok fyrsta leikhluta náðu heimamenn aðeins að laga stöðuna. ÍR-ingar héldu áfram að minnka muninn í byrjun annars leikhluta og munaði aðeins sex stigum þegar staðan var 34-40. Sveinbjörn Claessen, leikmaður ÍR, kom inn af varamannabekknum með mikla baráttu og stýrði ÍR-liðinu áfram. Þá sögðu Fjölnismenn hingað og ekki lengra og gjörsamlega keyrðu yfir breiðhyltinganna. Staðan í hálfleik var 47-66 Fjölnismönnum í vil. Það sást glögglega á stigafjölda gestanna að sóknarleikur þeirra var frábær, en í raun var lítil mótspyrna frá ÍR-ingum og vörnin hjá þeim í molum. Heimamenn voru andlausir og virkuðu í raun hræddir við spræka Fjölnisstráka. ÍR-ingar virkuðu með smá lífsmark í byrjun þriðja leikshluta og voru greinilega ekki alveg búnir að láta sig sigraða. Staðan var 59-68 um miðjan fjórðunginn og heimamenn aðeins farnir að láta til sín taka. Heimamenn héldu áfram að spila sig inn í leikinn og allt í einu var munurinn orðin aðeins sex stig 66-72 og spenna komin í Seljaskólann. Staðan var 72-78 eftir þrjá leikhluta og ÍR-ingar komnir í skotgírinn. Í lokaleikhlutanum virtist bensínið búið hjá ÍR-ingum eftir fínan sprett og Fjölnismenn voru í engum vandræðum með að klára leikinn. Gestirnir keyrðu hraðan upp úr öllu valdi í fjórðungnum og ÍR-ingar áttu fá svör. Leiknum lauk með öruggum sigri Fjölnis 112-90 og þeir eru komnir í 8-liða úrslitin í Powerade-bikarnum. Fjölnismenn eru með virkilega skemmtilegt lið og geta farið langt í þessari keppni.ÍR - Fjölnir 90-112 (47-66) ÍR: Kelly Biedler 32/ 14 fráköst/ 7 stoðsendingar, Nemanja Sovic 20/ 4 fráköst, Eiríkur Önundarson 13/ 4 fráköst/ 3 stoðsendingar, Níels Dungal 12, Sveinbjörn Claessen 7 / fráköst, Hjalti Friðriksson 6/ 5 fráköst, Fjölnir: Ben Stywall 24/7 fráköst, 6 stoðsendingar, Ægir Þór Steinarsson 21/11 stoðsendingar, Tómas Heiðar Tómasson 18/4 stoðsendingar, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 17/7 fráköst, Jón Sverrisson 14/ 6 fráköst, Sindri Kárason 6/2 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 5/7 stoðsendingar, Sigurður Þórarinsson 5, Trausti Eiríksson 2.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira