Ráðherrarnir gátu ekki komið í veg fyrir hrunið 12. september 2010 11:41 Þorsteinn Pálsson. Mynd/Eggert Jóhannesson Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir landsdóm leifar af 19. aldar réttarfari og sé þannig úreltur. Hann segir að eftir árið 2006 hafi ekki verið hægt að bjarga bönkunum og því eigi ekki að ákæra fyrrverandi ráðherra fyrir að koma ekki í veg fyrir bankahrunið vegna aðgerðarleysis árið 2008. Meirihluta þingmennanefndar sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis leggur til að fjórir ráðherrar í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar verði dregnir fyrir landsdóm. Þorsteinn var meðal gesta í þætti Sigurjóns M. Egilssonar á Bylgjunni í dag. „Það er auðvitað alveg ljóst að þetta er óskaplega snúið og vandmeðfarið mál. Það hefur pólitískar og lögfræðilegar hliðar. Það er fyrst og fremst lögfræðilega hliðin sem við þurfa að horfa á."Ónothæf leið Þorsteinn sagði að landsdómur væri í eðli sínu pólitísk dómsvald þar sem Alþingi væri með ákæruvald. „Ef við horfum á lögfræðilegar hliðar málsins þá þurfum við bæði að horfa á efni sem ákært er út af og svo réttarfars hliðina. Landsdómur er leifar af 19. aldar réttarfari með pólitísku ákæruvaldi og með pólitískum dómurum. Ég tel að þetta sé það úrelt að það sé ekki nothæft lengur." Hann sagði þessa leið ónothæfa. „Ef við horfum á efni málsins þá sé ég ekki orsakasamhengið í ákæruliðinum. Milli þess sem ákært er út á og bankahrunsins að það sé beint orsakasamhengi þar á milli. Það er eitt að skilyrðunum sem verða að vera fyrir hendi."Bönkunum var ekki viðbjargandi Þá sagði Þorsteinn að rannsóknarskýrsla Alþingis væri góð en í henni væru mótsagnir sem þingmannanefndin hefði ekki tekið á. „Ein er sú að það er mjög skýr niðurstaða að bönkunum var ekki viðbjargandi eftir 2006. Það er að segja að hin stóru efnahagslegu og pólitísku mistök sem áttu sér stað þau eru fyrst og fremst fyrir 2006. Eftir það var ekki hægt að bjarga bönkunum. Þess vegna finnst mér svolítið erfitt að komast að þeirri niðurstöðu að það sé hægt að ákæra menn fyrir að koma ekki í veg fyrir bankahrunið vegna aðgerðaleysis árið 2008." Landsdómur Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir landsdóm leifar af 19. aldar réttarfari og sé þannig úreltur. Hann segir að eftir árið 2006 hafi ekki verið hægt að bjarga bönkunum og því eigi ekki að ákæra fyrrverandi ráðherra fyrir að koma ekki í veg fyrir bankahrunið vegna aðgerðarleysis árið 2008. Meirihluta þingmennanefndar sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis leggur til að fjórir ráðherrar í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar verði dregnir fyrir landsdóm. Þorsteinn var meðal gesta í þætti Sigurjóns M. Egilssonar á Bylgjunni í dag. „Það er auðvitað alveg ljóst að þetta er óskaplega snúið og vandmeðfarið mál. Það hefur pólitískar og lögfræðilegar hliðar. Það er fyrst og fremst lögfræðilega hliðin sem við þurfa að horfa á."Ónothæf leið Þorsteinn sagði að landsdómur væri í eðli sínu pólitísk dómsvald þar sem Alþingi væri með ákæruvald. „Ef við horfum á lögfræðilegar hliðar málsins þá þurfum við bæði að horfa á efni sem ákært er út af og svo réttarfars hliðina. Landsdómur er leifar af 19. aldar réttarfari með pólitísku ákæruvaldi og með pólitískum dómurum. Ég tel að þetta sé það úrelt að það sé ekki nothæft lengur." Hann sagði þessa leið ónothæfa. „Ef við horfum á efni málsins þá sé ég ekki orsakasamhengið í ákæruliðinum. Milli þess sem ákært er út á og bankahrunsins að það sé beint orsakasamhengi þar á milli. Það er eitt að skilyrðunum sem verða að vera fyrir hendi."Bönkunum var ekki viðbjargandi Þá sagði Þorsteinn að rannsóknarskýrsla Alþingis væri góð en í henni væru mótsagnir sem þingmannanefndin hefði ekki tekið á. „Ein er sú að það er mjög skýr niðurstaða að bönkunum var ekki viðbjargandi eftir 2006. Það er að segja að hin stóru efnahagslegu og pólitísku mistök sem áttu sér stað þau eru fyrst og fremst fyrir 2006. Eftir það var ekki hægt að bjarga bönkunum. Þess vegna finnst mér svolítið erfitt að komast að þeirri niðurstöðu að það sé hægt að ákæra menn fyrir að koma ekki í veg fyrir bankahrunið vegna aðgerðaleysis árið 2008."
Landsdómur Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira