Rihanna horfir til framtíðar 11. nóvember 2010 06:00 rihanna Þrátt fyrir ungan aldur er söngkonan að gefa út sína fimmtu plötu, Loud.nordicphotos/getty Rihanna gefur eftir helgi út sína fimmtu plötu, Loud. Söngkonan hefur engan áhuga á að endurgera hina vinsælu Good Girl Gone Bad sem kom út 2007. Þrátt fyrir ungan aldur gefur söngkonan Rihanna út sína fimmtu hljóðversplötu eftir helgi. „Ég trúi því varla að þetta sé fimmta platan mín,“ sagði hin 22 ára Rihanna í viðtali við BBC. „Það er ótrúlegt ef maður hugsar til þess. Ég hef aldrei verið eins spennt yfir neinu sem ég hef búið til. Þetta er ekta Rihönnu-plata og hvert einasta lag er klæðskerasniðið fyrir mig.“ Rappararnir Eminem og Drake eru á meðal gesta auk þess sem hluti af lagi Avril Lavigne, I’m With You, af fyrstu sólóplötu hennar er notaður í laginu Cheers (Drink to That). Eins og á síðustu plötum Rihönnu kemur norska upptökudúóið Stargate einnig við sögu. Rihanna sló rækilega í gegn árið 2007 með plötunni Good Girl Gone Bad sem hafði að geyma hið gríðarvinsæla Umbrella. Söngkonan er meðvituð um vinsældirnar en vill líta fram á veginn í tónlistinni. „Ég vildi ekki líta um öxl og endurgera Good Girl Gone Bad. Mig langaði að taka næsta skref í þróunarsögu Rihönnu og þessi plata er sú rétta fyrir okkur.“ Rihanna fæddist á Barbados í Karíbahafi. Eyjan var bresk nýlenda til ársins 1966, þegar hún öðlaðist sjálfstæði. Nú búa þar innan við 300 þúsund manns. Sextán ára fluttist Rihanna til Bandaríkjanna til að einbeita sér að sólóferli sínum og hún var ekki lengi að heilla menn upp úr skónum. Eftir að hafa farið í áheyrnarprufu hjá rapparanum Jay-Z, þáverandi forstjóra Def Jam Recordings, gerði fyrirtækið útgáfusamning við hana og sér varla eftir því. Hún hefur selt plötur sínar í hátt í tuttugu milljónum eintaka og þar af seldist Good Girl Gone Bad í um tíu milljónum. Eins og áður sagði var Umbrella aðalsmellurinn, þar sem Jay-Z var einmitt gestasöngvari. Rihanna lenti í erfiðleikum í einkalífinu í byrjun síðasta árs þegar þáverandi kærasti hennar, rapparinn Chris Brown, lagði hendur á hana. Hún komst yfir það og gaf út fjórðu plötu sína, Rated R, síðar sama ár. Hún seldist ekki næstum því eins vel og Good Girl Gone Bad og því má segja að töluverð pressa sé á Rihönnu að auka við fylgi sitt á nýjan leik með Loud. [email protected] Lífið Menning Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Rihanna gefur eftir helgi út sína fimmtu plötu, Loud. Söngkonan hefur engan áhuga á að endurgera hina vinsælu Good Girl Gone Bad sem kom út 2007. Þrátt fyrir ungan aldur gefur söngkonan Rihanna út sína fimmtu hljóðversplötu eftir helgi. „Ég trúi því varla að þetta sé fimmta platan mín,“ sagði hin 22 ára Rihanna í viðtali við BBC. „Það er ótrúlegt ef maður hugsar til þess. Ég hef aldrei verið eins spennt yfir neinu sem ég hef búið til. Þetta er ekta Rihönnu-plata og hvert einasta lag er klæðskerasniðið fyrir mig.“ Rappararnir Eminem og Drake eru á meðal gesta auk þess sem hluti af lagi Avril Lavigne, I’m With You, af fyrstu sólóplötu hennar er notaður í laginu Cheers (Drink to That). Eins og á síðustu plötum Rihönnu kemur norska upptökudúóið Stargate einnig við sögu. Rihanna sló rækilega í gegn árið 2007 með plötunni Good Girl Gone Bad sem hafði að geyma hið gríðarvinsæla Umbrella. Söngkonan er meðvituð um vinsældirnar en vill líta fram á veginn í tónlistinni. „Ég vildi ekki líta um öxl og endurgera Good Girl Gone Bad. Mig langaði að taka næsta skref í þróunarsögu Rihönnu og þessi plata er sú rétta fyrir okkur.“ Rihanna fæddist á Barbados í Karíbahafi. Eyjan var bresk nýlenda til ársins 1966, þegar hún öðlaðist sjálfstæði. Nú búa þar innan við 300 þúsund manns. Sextán ára fluttist Rihanna til Bandaríkjanna til að einbeita sér að sólóferli sínum og hún var ekki lengi að heilla menn upp úr skónum. Eftir að hafa farið í áheyrnarprufu hjá rapparanum Jay-Z, þáverandi forstjóra Def Jam Recordings, gerði fyrirtækið útgáfusamning við hana og sér varla eftir því. Hún hefur selt plötur sínar í hátt í tuttugu milljónum eintaka og þar af seldist Good Girl Gone Bad í um tíu milljónum. Eins og áður sagði var Umbrella aðalsmellurinn, þar sem Jay-Z var einmitt gestasöngvari. Rihanna lenti í erfiðleikum í einkalífinu í byrjun síðasta árs þegar þáverandi kærasti hennar, rapparinn Chris Brown, lagði hendur á hana. Hún komst yfir það og gaf út fjórðu plötu sína, Rated R, síðar sama ár. Hún seldist ekki næstum því eins vel og Good Girl Gone Bad og því má segja að töluverð pressa sé á Rihönnu að auka við fylgi sitt á nýjan leik með Loud. [email protected]
Lífið Menning Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira