Umfjöllun: Danir unnu Íslendinga með einu marki Hjalti Þór Hreinsson skrifar 9. júní 2010 20:51 Sverra Jakobsson í leiknum í kvöld. Fréttablaðið/Vilhelm Danir unnu Íslendinga með einu marki, 28-29, í seinni æfingaleik liðanna en leiknum var að ljúka í Laugardalshöllinni. Fyrri hálfleikur leiksins í kvöld var keimlíkur fyrri hálfleiknum í gær. Leikurinn var hraður og fjörugur og liðin skiptust á að hafa forystuna. Mun betri stemning var á pöllunum í kvöld en í gær þegar leikmenn kvörtuðu yfir stemningsleysi. Danir komust tveimur mörkum yfir, 9-7, en Björgvin Páll hrökk þá í gang í markinu og varði mjög vel. Það leiddi til þess að Ísland náði þriggja marka forystu, 16-13. En Danir voru sterkari á lokamínútunum og þeir jöfnuðu metin áður en hálfleikurinn var úti. Staðan í hálfleik 17-17. Staðan í hálfleiknum í gær var 16-16. Mikkel Hansen og Lars Christiansen skoruðu 14 af 17 mörkum Dana í fyrri hálfleik, sjö mörk hvor. Þórir Ólafsson og Róbert Gunnarsson skoruðu fjögur hvor fyrir Ísland. Ísland skoraði fyrstu þrjú mörk seinni hálfleiks en Danir svöruðu strax með tveimur mörkum. Ísland leiddi með tveimur til þremur mörkum en Danir jödnuðu í 24-24 um miðbik hálfleiksins. Gestirnir komust svo yfir 24-26 með tveimur mörkum frá Hans Lindberg. Ísland jafnaði þó í 27-27, ekki síst vegna frábærrar markvörslu Björgvins Páls. Þegar tæpar tvær mínútur voru eftir varði Björgvin frá Dönum og Vignir jafnaði metin. Danir skoruðu þó í næstu sókn og voru yfir 28-29. Guðmundur Guðmundsson tók leikhlé þegar 51 sekúnda var eftir. Arnór skaut í sókninni en Sören Rasmussen varði vel í stöngina og út. Danir náðu frákastinu og skutu þegar 10 sekúndur voru eftir en Björgvin varði. Hann kastaði boltanum fram á Snorra sem fann Þóri sem skaut um leið og lokaflautan gall en Rasmussen varði aftur og tryggði Dönum sigur. Lokatölur 28-29. Ísland - Danmörk 28-29 (17-17) Mörk Íslands (skot): Róbert Gunnarsson 6 (6), Þórir Ólafsson 5 (8), Snorri Steinn Guðjónsson 4/2 (8/4), Aron Pálmarsson 3 (8), Alexander Petersson 3 (8), Sturla Ásgeirsson 2 (2), Arnór Atlason 2 (5), Vignir Svavarsson 1 (1), Ólafur Guðmundsson 1 (2), Ásgeir Örn Hallgrímsson 1 (4).Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 25/1 (53/5, 47%), Hreiðar Guðmundsson 0 (1/1). Mörk úr hraðaupphlaupum: 10 (Þórir 4, Alexander 1, Snorri 1, Vignir 1, Ólafur 1, Ásgeir Örn 1).Fiskuð víti: Róbert 4.Utan vallar: 2 mínútur.Mörk Danmörkur (skot): Mikkel Hansen 8 (12), Lars Christiansen 7/3 (9/3), Anders Eggert 4/2 (5/3), Thomas Mogensen 2 (5), Hans Lindberg 2 (5), René Toft Hansen 2 (5), Nikolaj Markussen 1 (1), Kasper Nielsen 1 (1), Henrik Söndergaard Jensen 1 (2), Mads Christiansen 1 (4).Varin skot: Sören Rasmussen 15/2 (30/3, 50%), Niklas Landin 2 (15/1, 13%). Mörk úr hraðaupphlaupum: 11 (Hansen 3, L. Christiansen 3, Lindberg 2, Mogensen 1, Eggert 1, K. Nielsen 1). Fiskuð víti: Hansen 2, Toft Hansen 2, Mogensen 1.Utan vallar: 6 mínútur.Dómarar: Andreas Falkvard Hansen og Eydun Samuelsen, Færeyjum. Góðir í fyrri en misstu stundum tökin í seinni hálfleik. Íslenski handboltinn Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Danir unnu Íslendinga með einu marki, 28-29, í seinni æfingaleik liðanna en leiknum var að ljúka í Laugardalshöllinni. Fyrri hálfleikur leiksins í kvöld var keimlíkur fyrri hálfleiknum í gær. Leikurinn var hraður og fjörugur og liðin skiptust á að hafa forystuna. Mun betri stemning var á pöllunum í kvöld en í gær þegar leikmenn kvörtuðu yfir stemningsleysi. Danir komust tveimur mörkum yfir, 9-7, en Björgvin Páll hrökk þá í gang í markinu og varði mjög vel. Það leiddi til þess að Ísland náði þriggja marka forystu, 16-13. En Danir voru sterkari á lokamínútunum og þeir jöfnuðu metin áður en hálfleikurinn var úti. Staðan í hálfleik 17-17. Staðan í hálfleiknum í gær var 16-16. Mikkel Hansen og Lars Christiansen skoruðu 14 af 17 mörkum Dana í fyrri hálfleik, sjö mörk hvor. Þórir Ólafsson og Róbert Gunnarsson skoruðu fjögur hvor fyrir Ísland. Ísland skoraði fyrstu þrjú mörk seinni hálfleiks en Danir svöruðu strax með tveimur mörkum. Ísland leiddi með tveimur til þremur mörkum en Danir jödnuðu í 24-24 um miðbik hálfleiksins. Gestirnir komust svo yfir 24-26 með tveimur mörkum frá Hans Lindberg. Ísland jafnaði þó í 27-27, ekki síst vegna frábærrar markvörslu Björgvins Páls. Þegar tæpar tvær mínútur voru eftir varði Björgvin frá Dönum og Vignir jafnaði metin. Danir skoruðu þó í næstu sókn og voru yfir 28-29. Guðmundur Guðmundsson tók leikhlé þegar 51 sekúnda var eftir. Arnór skaut í sókninni en Sören Rasmussen varði vel í stöngina og út. Danir náðu frákastinu og skutu þegar 10 sekúndur voru eftir en Björgvin varði. Hann kastaði boltanum fram á Snorra sem fann Þóri sem skaut um leið og lokaflautan gall en Rasmussen varði aftur og tryggði Dönum sigur. Lokatölur 28-29. Ísland - Danmörk 28-29 (17-17) Mörk Íslands (skot): Róbert Gunnarsson 6 (6), Þórir Ólafsson 5 (8), Snorri Steinn Guðjónsson 4/2 (8/4), Aron Pálmarsson 3 (8), Alexander Petersson 3 (8), Sturla Ásgeirsson 2 (2), Arnór Atlason 2 (5), Vignir Svavarsson 1 (1), Ólafur Guðmundsson 1 (2), Ásgeir Örn Hallgrímsson 1 (4).Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 25/1 (53/5, 47%), Hreiðar Guðmundsson 0 (1/1). Mörk úr hraðaupphlaupum: 10 (Þórir 4, Alexander 1, Snorri 1, Vignir 1, Ólafur 1, Ásgeir Örn 1).Fiskuð víti: Róbert 4.Utan vallar: 2 mínútur.Mörk Danmörkur (skot): Mikkel Hansen 8 (12), Lars Christiansen 7/3 (9/3), Anders Eggert 4/2 (5/3), Thomas Mogensen 2 (5), Hans Lindberg 2 (5), René Toft Hansen 2 (5), Nikolaj Markussen 1 (1), Kasper Nielsen 1 (1), Henrik Söndergaard Jensen 1 (2), Mads Christiansen 1 (4).Varin skot: Sören Rasmussen 15/2 (30/3, 50%), Niklas Landin 2 (15/1, 13%). Mörk úr hraðaupphlaupum: 11 (Hansen 3, L. Christiansen 3, Lindberg 2, Mogensen 1, Eggert 1, K. Nielsen 1). Fiskuð víti: Hansen 2, Toft Hansen 2, Mogensen 1.Utan vallar: 6 mínútur.Dómarar: Andreas Falkvard Hansen og Eydun Samuelsen, Færeyjum. Góðir í fyrri en misstu stundum tökin í seinni hálfleik.
Íslenski handboltinn Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira