Ævisparnaður hjá Kaupþingi varð að fimm þúsund krónum 19. maí 2010 03:00 Séreignasjóður starfsfólks Kaupþings fjárfesti eingöngu í hlutabréfum bankans. Þegar skilanefnd tók bankann yfir í október 2008 gufaði sparnaðurinn upp. Þeir starfsmenn bankans sem hér eru á myndinni tengjast ekki efni fréttarinnar. Fréttablaðið/gva Stór hluti starfsfólks gamla Kaupþings tapaði svo gott sem öllum viðbótarlífeyrissparnaði sínum sem það átti í séreignarsjóði Kaupþings fyrir starfsmenn. Sjóðurinn fjárfesti eingöngu í hlutabréfum bankans. Í lok september 2008 voru í sjóðnum tveir milljarðar króna. Þegar skilanefnd á vegum Fjármálaeftirlitsins tók lyklavöldin yfir í Kaupþingi í annarri viku október 2008 varð viðbótarlífeyrissparnaðurinn að engu. Yfirstjórn Kaupþings stofnaði sjóðinn árið 2002 og var starfsfólki í sjálfsvald sett hvort það lagði fyrir í sjóðinn. Enginn sérstakur ávinningur var því með fjárfestingu í honum annar en sá að tvinna saman hagsmuni starfsfólks og Kaupþings. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að þegar halla tók undan fæti á hlutabréfamarkaði árið 2008 hafi stjórnendur bankans hvatt starfsfólk til að færa viðbótarlífeyrissparnað sinn yfir í séreignarsjóðinn. Undir það síðasta var þrýstingurinn allnokkur, jafnt frá stjórnendum sem öðru starfsfólki. Þeim sem ekki höfðu flutt sparnað sinn yfir var brigslað um að styðja ekki við bankann. Dæmi eru um að starfsmenn Kaupþings sem hófu störf hjá Búnaðarbankanum fyrir tíu til fimmtán árum og áttu nokkurra milljóna króna uppsafnaðan viðbótarlífeyrissparnað hjá Lífeyrissjóði bankamanna hafi látið undan þrýstingi frá samstarfsfólki sínu og flutt sparnað sinn yfir í séreignarsjóðinn nokkrum dögum fyrir fall bankans. Nokkrir fyrrverandi starfsmenn Kaupþings leituðu ráða hjá Samtökum starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) vegna málsins skömmu eftir fall bankans og könnuðu hvort þeir gætu gert kröfu í bú hans. Friðbert Traustason, framkvæmdastjóri SSF, segir ekki hægt að gera kröfu um séreignarsparnað. Séreignarsjóður starfsfólks Kaupþings er enn starfandi en fyrirhugað er að slíta honum. Samkvæmt upplýsingum frá Arion banka eru nú 9,5 milljónir króna í séreignarsjóði starfsmanna Kaupþings. Áður en til slita kemur verður eign sjóðsins dreift á meðal sjóðsfélaga. Miðað við að þeir séu jafn margir og í lok september 2008 fær hver um 5.463 krónur, sem verða fluttar í annan séreignarsjóð. [email protected] Efnahagsmál Fréttir Innlent Tengdar fréttir Athugasemd frá Arion banka Arion banki vill koma á framfæri eftirfarandi athugasemd við forsíðufrétt Fréttablaðsins í morgun: 19. maí 2010 12:23 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Stór hluti starfsfólks gamla Kaupþings tapaði svo gott sem öllum viðbótarlífeyrissparnaði sínum sem það átti í séreignarsjóði Kaupþings fyrir starfsmenn. Sjóðurinn fjárfesti eingöngu í hlutabréfum bankans. Í lok september 2008 voru í sjóðnum tveir milljarðar króna. Þegar skilanefnd á vegum Fjármálaeftirlitsins tók lyklavöldin yfir í Kaupþingi í annarri viku október 2008 varð viðbótarlífeyrissparnaðurinn að engu. Yfirstjórn Kaupþings stofnaði sjóðinn árið 2002 og var starfsfólki í sjálfsvald sett hvort það lagði fyrir í sjóðinn. Enginn sérstakur ávinningur var því með fjárfestingu í honum annar en sá að tvinna saman hagsmuni starfsfólks og Kaupþings. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að þegar halla tók undan fæti á hlutabréfamarkaði árið 2008 hafi stjórnendur bankans hvatt starfsfólk til að færa viðbótarlífeyrissparnað sinn yfir í séreignarsjóðinn. Undir það síðasta var þrýstingurinn allnokkur, jafnt frá stjórnendum sem öðru starfsfólki. Þeim sem ekki höfðu flutt sparnað sinn yfir var brigslað um að styðja ekki við bankann. Dæmi eru um að starfsmenn Kaupþings sem hófu störf hjá Búnaðarbankanum fyrir tíu til fimmtán árum og áttu nokkurra milljóna króna uppsafnaðan viðbótarlífeyrissparnað hjá Lífeyrissjóði bankamanna hafi látið undan þrýstingi frá samstarfsfólki sínu og flutt sparnað sinn yfir í séreignarsjóðinn nokkrum dögum fyrir fall bankans. Nokkrir fyrrverandi starfsmenn Kaupþings leituðu ráða hjá Samtökum starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) vegna málsins skömmu eftir fall bankans og könnuðu hvort þeir gætu gert kröfu í bú hans. Friðbert Traustason, framkvæmdastjóri SSF, segir ekki hægt að gera kröfu um séreignarsparnað. Séreignarsjóður starfsfólks Kaupþings er enn starfandi en fyrirhugað er að slíta honum. Samkvæmt upplýsingum frá Arion banka eru nú 9,5 milljónir króna í séreignarsjóði starfsmanna Kaupþings. Áður en til slita kemur verður eign sjóðsins dreift á meðal sjóðsfélaga. Miðað við að þeir séu jafn margir og í lok september 2008 fær hver um 5.463 krónur, sem verða fluttar í annan séreignarsjóð. [email protected]
Efnahagsmál Fréttir Innlent Tengdar fréttir Athugasemd frá Arion banka Arion banki vill koma á framfæri eftirfarandi athugasemd við forsíðufrétt Fréttablaðsins í morgun: 19. maí 2010 12:23 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Athugasemd frá Arion banka Arion banki vill koma á framfæri eftirfarandi athugasemd við forsíðufrétt Fréttablaðsins í morgun: 19. maí 2010 12:23