Frímann og félagar í útrás 1. október 2010 12:00 norrænt samstarf Unnið er að því að Kvöldskemmtun Frímanns Gunnarssonar eða einhver útgáfa af henni fari í útrás til Norðurlandanna. Fréttablaðið/Daníel „Það eru allir þvílíkt heitir fyrir þessu, menn hafa háleitar hugmyndir og langar ofboðslega mikið til að gera eitthvað meira,“ segir Gunnar Hansson leikari. Unnið er að því að Kvöldskemmtun Frímanns Gunnarssonar fari í einhvers konar ferðalag um Norðurlöndin. Engar dagsetningar hafa verið nefndar en Gunnar segir mikinn hug í mönnum, allir hafi fallið kylliflatir fyrir þessari hugmynd um að sameina skandinavískt grín í eina sýningu. Mikil vinátta hefur tekist með þeim grínistum sem komu fram á kvöldskemmtuninni á miðvikudagskvöld en þeir eiga það einnig flestir sameiginlegt að koma fram í sjónvarpsþáttunum Mér er gamanmál sem eru sýndir við miklar vinsældir á Stöð 2. Gunnar upplýsti að eitt stærsta viðburðafyrirtæki Noregs, Norge Standup, hefði verið með útsendara sinn í salnum sem vildi sjá hvort svona sýning gengi upp. Og útsendarinn ku hafa verið nokkur hrifinn. „Ég verð reyndar að taka það fram að ég var ekkert ljúga því þegar ég sagði að Dagfinn Lyngbjö hefði fengið eyrnasýkingu, það var alveg satt. Og þegar maður er með eyrnasýkingu þá flýgur maður ekkert,“ útskýrir Gunnar en umræddur Dagfinn átti að troða upp á sýningunni á miðvikudagskvöldinu. Gunnar segir að það hafi verið samdóma álit allra grínistanna að það væri algjörlega nauðsynlegt að brjóta niður veggina sem virðast umlykja öll Norðurlöndin. „Sjónvarpsstöðvarnar gera til að mynda mikið úr sínu fólki en hafa lítinn áhuga á því sem er að gerast á hinum Norðurlöndunum,“ útskýrir Gunnar og bætir því við að það hafi verið ein af hugmyndum þáttarins, að sýna Íslendingum fram á að það væri til fyndið fólk frá Finnlandi og Noregi, svo einhver dæmi séu tekin. Gunnar viðurkenndi reyndar í samtali við Fréttablaðið að hann væri gjörsamlega uppgefinn. „Já, þetta hefur verið brjáluð törn, það var mikið stress fyrir sýninguna, menn voru lengi að frameftir í gærnótt en það var algjörlega þess virði. Og gestirnir okkar voru virkilega sáttir með allt þegar við kvöddum þá uppi á Keflavíkurflugvelli í hádeginu í gær,“ segir Gunnar. [email protected] Lífið Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Sjá meira
„Það eru allir þvílíkt heitir fyrir þessu, menn hafa háleitar hugmyndir og langar ofboðslega mikið til að gera eitthvað meira,“ segir Gunnar Hansson leikari. Unnið er að því að Kvöldskemmtun Frímanns Gunnarssonar fari í einhvers konar ferðalag um Norðurlöndin. Engar dagsetningar hafa verið nefndar en Gunnar segir mikinn hug í mönnum, allir hafi fallið kylliflatir fyrir þessari hugmynd um að sameina skandinavískt grín í eina sýningu. Mikil vinátta hefur tekist með þeim grínistum sem komu fram á kvöldskemmtuninni á miðvikudagskvöld en þeir eiga það einnig flestir sameiginlegt að koma fram í sjónvarpsþáttunum Mér er gamanmál sem eru sýndir við miklar vinsældir á Stöð 2. Gunnar upplýsti að eitt stærsta viðburðafyrirtæki Noregs, Norge Standup, hefði verið með útsendara sinn í salnum sem vildi sjá hvort svona sýning gengi upp. Og útsendarinn ku hafa verið nokkur hrifinn. „Ég verð reyndar að taka það fram að ég var ekkert ljúga því þegar ég sagði að Dagfinn Lyngbjö hefði fengið eyrnasýkingu, það var alveg satt. Og þegar maður er með eyrnasýkingu þá flýgur maður ekkert,“ útskýrir Gunnar en umræddur Dagfinn átti að troða upp á sýningunni á miðvikudagskvöldinu. Gunnar segir að það hafi verið samdóma álit allra grínistanna að það væri algjörlega nauðsynlegt að brjóta niður veggina sem virðast umlykja öll Norðurlöndin. „Sjónvarpsstöðvarnar gera til að mynda mikið úr sínu fólki en hafa lítinn áhuga á því sem er að gerast á hinum Norðurlöndunum,“ útskýrir Gunnar og bætir því við að það hafi verið ein af hugmyndum þáttarins, að sýna Íslendingum fram á að það væri til fyndið fólk frá Finnlandi og Noregi, svo einhver dæmi séu tekin. Gunnar viðurkenndi reyndar í samtali við Fréttablaðið að hann væri gjörsamlega uppgefinn. „Já, þetta hefur verið brjáluð törn, það var mikið stress fyrir sýninguna, menn voru lengi að frameftir í gærnótt en það var algjörlega þess virði. Og gestirnir okkar voru virkilega sáttir með allt þegar við kvöddum þá uppi á Keflavíkurflugvelli í hádeginu í gær,“ segir Gunnar. [email protected]
Lífið Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Sjá meira