Hrunsrannsóknin nái til einkavæðingar bankanna 24. febrúar 2010 05:00 Tryggvi Gunnarsson og Páll Hreinsson sitja fyrir svörum fjölmiðla í janúar eftir að í ljós kom að útgáfa skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið kæmi til með að frestast. Fréttablaðið/stefán Í minnisblaði til rannsóknarnefndar Alþingis mælist Ólafur Ísleifsson, hagfræðingur og lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, til þess að rannsóknin nái allt til einkavæðingar bankanna. Minnisblaðið er frá í janúar í fyrra. Þá kallaði nefndin fyrir sig hópa hagfræðinga til ráðgjafar. Í erindinu segir Ólafur að kanna þurfi hver hafi verið tildrög þess að bankarnir voru seldir svokölluðum kjölfestufjárfestum en ekki með dreifða aðild fyrir augum eins og boðað hafði verið. „Tilefni sýnist til að kanna þá fullyrðingu í ljósi vals á kaupendum, sem engir höfðu getið sér orð fyrir þekkingu á bankastarfsemi, að bankarnir hafi verið seldir eftir svonefndri helmingaskiptareglu stjórnarflokkanna tveggja,“ segir í minnisblaðinu. „Um leið sýnist ástæða til að skoða sölu VÍS út úr Landsbankanum í þessu samhengi.“ Þá segir Ólafur að kanna þurfi fullyrðingu fyrrum bankamálaráðherra að Ríkisendurskoðun hafi lagt faglega blessun yfir einkavæðingu bankanna í ljósi alvarlegra athugasemda sem stofnunin hafi gert við hana. Um leið segir hann ástæðu til að kanna hvort forsætisráðuneytið hafi hlutast til um efni skýrslu Ríkisendurskoðunar um einkavæðingu bankanna í árslok 2003. „Benda má á að skýrslan hefði þurft að taka til sölu Búnaðarbankans úr hendi þeirra sem keyptu ráðandi hlut af ríkissjóði, en hann var í þeirra eigu aðeins skamma hríð þar til þeir seldu eignarhlutinn með umtalsverðum hagnaði.“ Þá segir hann virðast sem Ríkisendurskoðun hafi látið undir höfuð leggjast að afla gagna frá þýskum eftirlitsstofnunum vegna þýska bankans Hauck & Aufhäuser Privatbankiers sem við einkavæðinguna eignaðist fjórðungshlut í bankanum. Ólafur tiltekur í erindi sínu til nefndarinnar fjölda þátta sem til athugunar við rannsókn á aðdraganda og orsökum á falli íslensku bankanna 2008 og tengdum atburðum. Auk einkavæðingar bankanna taldi hann að kanna þyrfti hvernig eftirliti Seðlabankans með fjármálastöðugleikanum og með gjaldeyrisstöðu bankanna hafi verið háttað, tilraunir Seðlabankans til að efla gjaldeyrisvarasjóðinn, samband Seðlabankans við aðra banka og við ríkisstjórn, eftirlit Fjármálaeftirlitsins (FME), ákvörðunina um að þjóðnýta Glitni, Icesave-reikninga Landsbankans, Kastljósviðtal Davíðs Oddssonar, þá seðlabankastjóra, og fleiri þætti. Stefnt er að því að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis komi út fyrir mánaðamótin. Frestur sem tólf embættismönnum var gefinn til að skila andmælum við efni hennar rennur út í dag. [email protected] Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Sjá meira
Í minnisblaði til rannsóknarnefndar Alþingis mælist Ólafur Ísleifsson, hagfræðingur og lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, til þess að rannsóknin nái allt til einkavæðingar bankanna. Minnisblaðið er frá í janúar í fyrra. Þá kallaði nefndin fyrir sig hópa hagfræðinga til ráðgjafar. Í erindinu segir Ólafur að kanna þurfi hver hafi verið tildrög þess að bankarnir voru seldir svokölluðum kjölfestufjárfestum en ekki með dreifða aðild fyrir augum eins og boðað hafði verið. „Tilefni sýnist til að kanna þá fullyrðingu í ljósi vals á kaupendum, sem engir höfðu getið sér orð fyrir þekkingu á bankastarfsemi, að bankarnir hafi verið seldir eftir svonefndri helmingaskiptareglu stjórnarflokkanna tveggja,“ segir í minnisblaðinu. „Um leið sýnist ástæða til að skoða sölu VÍS út úr Landsbankanum í þessu samhengi.“ Þá segir Ólafur að kanna þurfi fullyrðingu fyrrum bankamálaráðherra að Ríkisendurskoðun hafi lagt faglega blessun yfir einkavæðingu bankanna í ljósi alvarlegra athugasemda sem stofnunin hafi gert við hana. Um leið segir hann ástæðu til að kanna hvort forsætisráðuneytið hafi hlutast til um efni skýrslu Ríkisendurskoðunar um einkavæðingu bankanna í árslok 2003. „Benda má á að skýrslan hefði þurft að taka til sölu Búnaðarbankans úr hendi þeirra sem keyptu ráðandi hlut af ríkissjóði, en hann var í þeirra eigu aðeins skamma hríð þar til þeir seldu eignarhlutinn með umtalsverðum hagnaði.“ Þá segir hann virðast sem Ríkisendurskoðun hafi látið undir höfuð leggjast að afla gagna frá þýskum eftirlitsstofnunum vegna þýska bankans Hauck & Aufhäuser Privatbankiers sem við einkavæðinguna eignaðist fjórðungshlut í bankanum. Ólafur tiltekur í erindi sínu til nefndarinnar fjölda þátta sem til athugunar við rannsókn á aðdraganda og orsökum á falli íslensku bankanna 2008 og tengdum atburðum. Auk einkavæðingar bankanna taldi hann að kanna þyrfti hvernig eftirliti Seðlabankans með fjármálastöðugleikanum og með gjaldeyrisstöðu bankanna hafi verið háttað, tilraunir Seðlabankans til að efla gjaldeyrisvarasjóðinn, samband Seðlabankans við aðra banka og við ríkisstjórn, eftirlit Fjármálaeftirlitsins (FME), ákvörðunina um að þjóðnýta Glitni, Icesave-reikninga Landsbankans, Kastljósviðtal Davíðs Oddssonar, þá seðlabankastjóra, og fleiri þætti. Stefnt er að því að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis komi út fyrir mánaðamótin. Frestur sem tólf embættismönnum var gefinn til að skila andmælum við efni hennar rennur út í dag. [email protected]
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Sjá meira