Ætla þau að svíkja? Þorvaldur Gylfason skrifar 9. september 2010 00:01 Umbúnaður ríkisstjórnar-innar um endurskoðun fiskveiðistjórnarkerfisins virðist bera með sér, að ríkisstjórnin hyggist bregðast fyrirheitum, sem hún gaf fólkinu í landinu. Í stjórnarsáttmála Samfylkingarinnar og VG frá í maí 2009 stendur skýrum stöfum: „Bregðast þarf frekar við áliti Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, m.a. með því að gæta atvinnufrelsis og að tryggja að jafnræðis verði gætt við úthlutun afnotaréttarins og aðgengi að hinni sameiginlegu auðlind." Og enn fremur: „Lög um stjórn fiskveiða verði endurskoðuð í heild með það að markmiði að ... skapa sátt meðal þjóðarinnar um eignar-hald og nýtingu auðlinda sjávar og leggja grunn að innköllun og endurráðstöfun aflaheimilda á 20 ára tímabili í samræmi við stefnu beggja flokka."Mannréttindabrot í boði vinstri stjórnarRíkisstjórnin hefur ekki enn hirt um að afturkalla hrokafullt svarbréf ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar til Mannréttindanefndar SÞ, heldur hefur hún aðeins beðið nefndina um frekari frest. Boðskapur bréfsins - í reyndinni þess efnis, að íslenzkur sjávarútvegur útheimti ítrekuð mannréttindabrot - stendur því enn sem svar íslenzkra stjórnvalda til nefndarinnar. Samfylkingin getur ekki lengur kennt Sjálfstæðisflokknum um, að bréfið hefur ekki enn verið afturkallað. Ekki bara það: nú stýrir VG nýju dómsmála- og mannréttindaráðuneyti eins og til að bíta höfuðið af skömminni.Tvær leiðirTvær tillögur lágu fyrir stjórnskipaðri nefnd, sem falið var að leggja á ráðin um endurskoðun fiskveiðilaganna í samræmi við stjórnarsáttmálann. Önnur tillagan er kennd við "tilboðsleið" og lýsir vandlegri útfærslu á fyrningu aflaheimilda á tuttugu árum í samræmi við stjórnarsáttmálann, sem er vel í lagt eftir allt, sem á undan er gengið. Hin tillagan er kölluð "samningaleið" og felur í sér uppgjöf ríkisstjórnarinnar fyrir útvegsmönnum. Skýrsla nefndarinnar er óvönduð, í henni eru alvarlegar villur, og hún er lituð af hlutdrægum heimildum. Til dæmis eru rakin í þaula gömul rök íslenzkra lögfræðinga, þótt Mannréttindanefnd SÞ hafi fjallað rækilega um rökin og hafnað þeim. Meiri hluti nefndarinnar mælir með samningaleiðinni. Ekki þar fyrir, að ríkis-stjórnin hyggist semja um lausn málsins við þjóðina, svo sem orðalag stjórnarsáttmálans felur í sér. Nei, öðru nær, stjórnmálamennirnir hafa setið að samningum við útvegsmenn eina með gamla laginu og hafa þó aldrei fengizt til að greina frá því fé, sem útvegsfyrirtækin hafa borið á flokkana árum saman líkt og bankarnir og önnur útrásarfyrirtæki gerðu fram að hruni. Niðurstaða nefndarinnar bendir til, að ríkisstjórnin ætli sér að rjúfa heitið um fyrningu kvótans á tuttugu árum og einnig vilyrði forsætisráðherra um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Þá reynir á forseta Íslands. Hann getur beitt málskotsrétti sínum til að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu.Hyldjúpt skuldafenHvers vegna býst ríkisstjórnin til að ganga á bak orða sinna? Hér þykknar þráðurinn. Uppgjöfin helgast öðrum þræði af umhyggju stjórnmálamannanna fyrir bönkunum. Sjávarútvegurinn er á hvínandi kúpunni eins og jafnan áður og kann ekki annað, enda hefur hann verið á ríkisframfæri í aldarfjórðung í gegnum ókeypis afnot af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. Skuldir margra útvegsfyrirtækja eru meiri en svo, að þau ráði við þær. Skuldasöfnunin stafar ýmist af gamalli óráðsíu, sem einkennir ævinlega atvinnugreinar á langvinnu ríkisframfæri, eða nýrri græðgi, sem birtist í því, að útvegsfyrirtækin reyndu mörg að auðgast á glórulausu braski fram að hruni og veðsettu sameignina upp í rjáfur í því skyni. Þetta er alkunna, þótt ekki hafi enn verið gerð opinber grein fyrir þessum hluta uppgjörs gömlu bankanna. Inni í eignasafni bankanna eru lán til útvegsfyrirtækja, sem þau geta mörg ekki staðið skil á. Því hafa erindrekar útvegsins gripið til þess ráðs að kenna fyrningu kvótans samkvæmt stjórnarsáttmálanum um aðsteðjandi fjárhagserfiðleika útgerðarinnar. Hitt er sönnu nær, að mörg útvegsfyrirtæki eiga ekki fyrir skuldum, jafnvel þótt þau haldi áfram að þiggja ókeypis aðgang að sameignarauðlindinni. Útvegurinn í heild er ámóta skuldugur og Reykjanesbær miðað við tekjur.Burt með brennuvarganaSannleikurinn um skuldavanda sjávarútvegsins af völdum kvótakerfisins þarf að koma fram. Nóg er samt hræsnin og lygin, sem læsir sig um allt samfélagið. Greið leið að réttu marki er að halda fast við fyrningu kvótans, helzt á mun skemmri tíma en tuttugu árum, birta upplýsingar bankanna um stöðu útvegsins og leyfa þeim fyrirtækjum, sem eiga ekki fyrir skuldum eða þykjast ekki geta greitt fyrir afnot sín af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar, að skipta um eigendur. Þeir, sem settu sjávarútveginn í þrot, eiga ekki heima á fyrsta farrými. Þeim hæfir að sitja aftur í. Hið sama á við um stjórnmálastéttina og útrásarliðið, sem keyrði Ísland í kaf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Þorvaldur Gylfason Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Umbúnaður ríkisstjórnar-innar um endurskoðun fiskveiðistjórnarkerfisins virðist bera með sér, að ríkisstjórnin hyggist bregðast fyrirheitum, sem hún gaf fólkinu í landinu. Í stjórnarsáttmála Samfylkingarinnar og VG frá í maí 2009 stendur skýrum stöfum: „Bregðast þarf frekar við áliti Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, m.a. með því að gæta atvinnufrelsis og að tryggja að jafnræðis verði gætt við úthlutun afnotaréttarins og aðgengi að hinni sameiginlegu auðlind." Og enn fremur: „Lög um stjórn fiskveiða verði endurskoðuð í heild með það að markmiði að ... skapa sátt meðal þjóðarinnar um eignar-hald og nýtingu auðlinda sjávar og leggja grunn að innköllun og endurráðstöfun aflaheimilda á 20 ára tímabili í samræmi við stefnu beggja flokka."Mannréttindabrot í boði vinstri stjórnarRíkisstjórnin hefur ekki enn hirt um að afturkalla hrokafullt svarbréf ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar til Mannréttindanefndar SÞ, heldur hefur hún aðeins beðið nefndina um frekari frest. Boðskapur bréfsins - í reyndinni þess efnis, að íslenzkur sjávarútvegur útheimti ítrekuð mannréttindabrot - stendur því enn sem svar íslenzkra stjórnvalda til nefndarinnar. Samfylkingin getur ekki lengur kennt Sjálfstæðisflokknum um, að bréfið hefur ekki enn verið afturkallað. Ekki bara það: nú stýrir VG nýju dómsmála- og mannréttindaráðuneyti eins og til að bíta höfuðið af skömminni.Tvær leiðirTvær tillögur lágu fyrir stjórnskipaðri nefnd, sem falið var að leggja á ráðin um endurskoðun fiskveiðilaganna í samræmi við stjórnarsáttmálann. Önnur tillagan er kennd við "tilboðsleið" og lýsir vandlegri útfærslu á fyrningu aflaheimilda á tuttugu árum í samræmi við stjórnarsáttmálann, sem er vel í lagt eftir allt, sem á undan er gengið. Hin tillagan er kölluð "samningaleið" og felur í sér uppgjöf ríkisstjórnarinnar fyrir útvegsmönnum. Skýrsla nefndarinnar er óvönduð, í henni eru alvarlegar villur, og hún er lituð af hlutdrægum heimildum. Til dæmis eru rakin í þaula gömul rök íslenzkra lögfræðinga, þótt Mannréttindanefnd SÞ hafi fjallað rækilega um rökin og hafnað þeim. Meiri hluti nefndarinnar mælir með samningaleiðinni. Ekki þar fyrir, að ríkis-stjórnin hyggist semja um lausn málsins við þjóðina, svo sem orðalag stjórnarsáttmálans felur í sér. Nei, öðru nær, stjórnmálamennirnir hafa setið að samningum við útvegsmenn eina með gamla laginu og hafa þó aldrei fengizt til að greina frá því fé, sem útvegsfyrirtækin hafa borið á flokkana árum saman líkt og bankarnir og önnur útrásarfyrirtæki gerðu fram að hruni. Niðurstaða nefndarinnar bendir til, að ríkisstjórnin ætli sér að rjúfa heitið um fyrningu kvótans á tuttugu árum og einnig vilyrði forsætisráðherra um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Þá reynir á forseta Íslands. Hann getur beitt málskotsrétti sínum til að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu.Hyldjúpt skuldafenHvers vegna býst ríkisstjórnin til að ganga á bak orða sinna? Hér þykknar þráðurinn. Uppgjöfin helgast öðrum þræði af umhyggju stjórnmálamannanna fyrir bönkunum. Sjávarútvegurinn er á hvínandi kúpunni eins og jafnan áður og kann ekki annað, enda hefur hann verið á ríkisframfæri í aldarfjórðung í gegnum ókeypis afnot af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. Skuldir margra útvegsfyrirtækja eru meiri en svo, að þau ráði við þær. Skuldasöfnunin stafar ýmist af gamalli óráðsíu, sem einkennir ævinlega atvinnugreinar á langvinnu ríkisframfæri, eða nýrri græðgi, sem birtist í því, að útvegsfyrirtækin reyndu mörg að auðgast á glórulausu braski fram að hruni og veðsettu sameignina upp í rjáfur í því skyni. Þetta er alkunna, þótt ekki hafi enn verið gerð opinber grein fyrir þessum hluta uppgjörs gömlu bankanna. Inni í eignasafni bankanna eru lán til útvegsfyrirtækja, sem þau geta mörg ekki staðið skil á. Því hafa erindrekar útvegsins gripið til þess ráðs að kenna fyrningu kvótans samkvæmt stjórnarsáttmálanum um aðsteðjandi fjárhagserfiðleika útgerðarinnar. Hitt er sönnu nær, að mörg útvegsfyrirtæki eiga ekki fyrir skuldum, jafnvel þótt þau haldi áfram að þiggja ókeypis aðgang að sameignarauðlindinni. Útvegurinn í heild er ámóta skuldugur og Reykjanesbær miðað við tekjur.Burt með brennuvarganaSannleikurinn um skuldavanda sjávarútvegsins af völdum kvótakerfisins þarf að koma fram. Nóg er samt hræsnin og lygin, sem læsir sig um allt samfélagið. Greið leið að réttu marki er að halda fast við fyrningu kvótans, helzt á mun skemmri tíma en tuttugu árum, birta upplýsingar bankanna um stöðu útvegsins og leyfa þeim fyrirtækjum, sem eiga ekki fyrir skuldum eða þykjast ekki geta greitt fyrir afnot sín af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar, að skipta um eigendur. Þeir, sem settu sjávarútveginn í þrot, eiga ekki heima á fyrsta farrými. Þeim hæfir að sitja aftur í. Hið sama á við um stjórnmálastéttina og útrásarliðið, sem keyrði Ísland í kaf.