Stöndum öll undir dómi Guðs 2. janúar 2010 02:00 Séra Karl Sigurbjörnsson Biskup segir mannorðsmorð ósjaldan stundað af þeim sem ákafast veifa fánum siðavendninnar.Fréttablaðið/Valli „Hin tæra, íslenska viðskiptasnilld var hátt rómuð, en lítt var spurt út í heilindi og heiðarleika, aga og trúfesti. Afleiðingin verður menning gagnkvæmrar tortryggni og vantrausts,“ sagði Karl Sigurbjörnsson, biskup þjóðkirkjunnar, í áramótaávarpi. „Um næstu mánaðamót má vænta niðurstöðu rannsóknarnefndar um bankahrunið. Þjóðin bíður í ofvæni og kvíða þess sem boðað hefur verið sem einhver verstu tíðindi sem nokkur nefnd hefur þurft að færa. Það verður dómsdagur þegar það sem hulið hefur verið verður opinbert. Og hvað verður gert með það, hvernig munum við sem þjóð vinna úr því? Það varðar mestu. Við megum ekki gleyma því að við erum ekki aðeins undir dómi manna. Það er annar dómur sem við stöndum öll undir: Dómur Guðs,“ sagði Karl. Biskup sagði menn óspara á yfirlýsingar og sleggjudóma. „Níð og mannorðsmorð eru söluvara og ósjaldan stundað af þeim sem hæst hrópa og ákafast veifa fánum siðavendninnar.“ Karl sagði að áður hefðu Íslendingar verið þekktir fyrir orðheldni og heiðarleika. „Menn stóðu við orð sín, handsöluðu skuldbindingar og stóðu við þær. Nú er sem mörgum finnist munnlegir samningar og fyrirheit lítils virði, flestallt sé afstætt. Okkar kynslóð hefur notað Excel til þess að kæfa samviskuna. Stjórnmálin hafa lengi snúist um ímyndir og slagorð, sýndarmennsku og gylliboð,“ sagði biskupinn.- gar Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Sjá meira
„Hin tæra, íslenska viðskiptasnilld var hátt rómuð, en lítt var spurt út í heilindi og heiðarleika, aga og trúfesti. Afleiðingin verður menning gagnkvæmrar tortryggni og vantrausts,“ sagði Karl Sigurbjörnsson, biskup þjóðkirkjunnar, í áramótaávarpi. „Um næstu mánaðamót má vænta niðurstöðu rannsóknarnefndar um bankahrunið. Þjóðin bíður í ofvæni og kvíða þess sem boðað hefur verið sem einhver verstu tíðindi sem nokkur nefnd hefur þurft að færa. Það verður dómsdagur þegar það sem hulið hefur verið verður opinbert. Og hvað verður gert með það, hvernig munum við sem þjóð vinna úr því? Það varðar mestu. Við megum ekki gleyma því að við erum ekki aðeins undir dómi manna. Það er annar dómur sem við stöndum öll undir: Dómur Guðs,“ sagði Karl. Biskup sagði menn óspara á yfirlýsingar og sleggjudóma. „Níð og mannorðsmorð eru söluvara og ósjaldan stundað af þeim sem hæst hrópa og ákafast veifa fánum siðavendninnar.“ Karl sagði að áður hefðu Íslendingar verið þekktir fyrir orðheldni og heiðarleika. „Menn stóðu við orð sín, handsöluðu skuldbindingar og stóðu við þær. Nú er sem mörgum finnist munnlegir samningar og fyrirheit lítils virði, flestallt sé afstætt. Okkar kynslóð hefur notað Excel til þess að kæfa samviskuna. Stjórnmálin hafa lengi snúist um ímyndir og slagorð, sýndarmennsku og gylliboð,“ sagði biskupinn.- gar
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Sjá meira