Tími gerjunar 23. júní 2010 05:45 Eftir hið margumtalaða efnahagshrun hér á landi tekur við tími gerjunar. Gerjun er óvissa, eitthvað er að fæðast sem ekki er ljóst hvað úr verður. Slíkir tímar eru spennandi, stundum fálmkenndir en góðar hugmyndir koma gjarnan fram sem hægt er að byggja á. Menn þreifa sig áfram og þessi gerjunartími hjá okkur ætti að vera öllum tækifæri til að endurmeta vinnubrögð og leyfa nýjum hugmyndum að njóta sín. Líka að ræða í þaula það sem hefur verið nefnt til umbóta en ekki enn krufið nægjanlega. Þegar boðað hefur verið til stjórnlagaþings sem setja á lýðveldinu nýja stjórnarskrá, þyrfti almenn umræða að verða í samfélaginu um það hvernig hún eigi að vera. Hugmynd er um þjóðfund þúsund manna sem taki efni varðandi þingið til umræðu og leggi tillögur inn á stjórnlagaþingið. Þessi fundur á því að verða nokkurs konar kögunarhóll þaðan sem útsýn á að vera til allra átta. Hér hefur verið þingræði frá 1904 þegar við fengum ráðherra sem sat á Alþingi og bar ábyrgð gerða sinna gagnvart því. Á síðustu áratugum hefur vald ráðherra yfir þinginu keyrt úr hófi fram svo að það jafnvægi sem á að vera með löggjafarvaldi og framkvæmdarvaldi er gengið úr skorðum. Þingið hefur orðið þing ráðherranna, sem láta semja næstum öll frumvörpin og þingmannafrumvörpum fækkar stöðugt. Vald ríkisstjórnar yfir þingi kemur mjög í veg fyrir samvinnu þingmanna þvert á flokka. Öll þessi skipting í stjórn og stjórnarandstöðu er úreld í mörgum málum þó að hún hverfi aldrei enda hugmyndir um hvert stefna beri alltaf ólíkar að einhverju leyti, einnig hagsmunir. Sameiginlegt verkefni þingsins er að setja lög og Alþingi ætti að koma að því eins og best er á góðum vinnustöðum: með samvinnu þeirra sem vinna að verkefninu. Hið lága mat almennings á Alþingi er áreiðanlega mikið til komið vegna þess að þar er ekki unnið eins og á almennum vinnustöðum. Síðasta dæmið var að hrúga inn frumvörpum í þinglok sem geta ekki komið á dagskrá og ríkisstjórn skuldar þjóðinni skýringar á slíku háttalagi. Á hvaða vinnustað þætti það sæmandi að biðja starfsmenn að leysa verkefni á nokkrum dögum rétt fyrir sumarhlé en sem tæki minnst mánuð að leysa? Hvernig á þá að velja ríkisstjórn verði hún ekki til úr þingmönnum upp úr kosningum? Hugsa má sér að hún verði kosin sérstaklega til fjögurra ára og sæti ekki á Alþingi. Hópur manna kemur sér saman um stefnuskrá og býður sig fram til ríkisstjórnar á þeim grundvelli. Þeir bæru því ábyrgð gerða sinna gagnvart kjósendum og reyndar Alþingi líka þar sem ríkisstjórn á að framkvæma lögin. Þeir skiptu með sér verkum og veldu forsætisráðherra úr sínum röðum. Þá væri eðlilegt að tíu af hverjum hundrað kjósendum gætu krafist þjóðaratkvæðis um stjórnina litu þeir svo á að ríkisstjórn hefði ekki framfylgt stefnu sinni í veigamiklum málum. Þetta virðist eðlilegra og betur í samræmi við óskir fólks um nýtt Ísland en ef aðeins forsætisráðherra yrði kosinn sérstaklega og hann veldi síðan ráðherra án kosninga. Væri þessi leið farin hlyti hún að breyta verulega stöðu forseta Íslands. Hann hefði ekki lengur hlutverk við myndun ríkisstjórnar. Þar sem embættið virðist hafa glatað þeirri mynd í huga þjóðarinnar að vera sameiningartákn kæmi vel til greina að Alþingi veldi forseta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Sjá meira
Eftir hið margumtalaða efnahagshrun hér á landi tekur við tími gerjunar. Gerjun er óvissa, eitthvað er að fæðast sem ekki er ljóst hvað úr verður. Slíkir tímar eru spennandi, stundum fálmkenndir en góðar hugmyndir koma gjarnan fram sem hægt er að byggja á. Menn þreifa sig áfram og þessi gerjunartími hjá okkur ætti að vera öllum tækifæri til að endurmeta vinnubrögð og leyfa nýjum hugmyndum að njóta sín. Líka að ræða í þaula það sem hefur verið nefnt til umbóta en ekki enn krufið nægjanlega. Þegar boðað hefur verið til stjórnlagaþings sem setja á lýðveldinu nýja stjórnarskrá, þyrfti almenn umræða að verða í samfélaginu um það hvernig hún eigi að vera. Hugmynd er um þjóðfund þúsund manna sem taki efni varðandi þingið til umræðu og leggi tillögur inn á stjórnlagaþingið. Þessi fundur á því að verða nokkurs konar kögunarhóll þaðan sem útsýn á að vera til allra átta. Hér hefur verið þingræði frá 1904 þegar við fengum ráðherra sem sat á Alþingi og bar ábyrgð gerða sinna gagnvart því. Á síðustu áratugum hefur vald ráðherra yfir þinginu keyrt úr hófi fram svo að það jafnvægi sem á að vera með löggjafarvaldi og framkvæmdarvaldi er gengið úr skorðum. Þingið hefur orðið þing ráðherranna, sem láta semja næstum öll frumvörpin og þingmannafrumvörpum fækkar stöðugt. Vald ríkisstjórnar yfir þingi kemur mjög í veg fyrir samvinnu þingmanna þvert á flokka. Öll þessi skipting í stjórn og stjórnarandstöðu er úreld í mörgum málum þó að hún hverfi aldrei enda hugmyndir um hvert stefna beri alltaf ólíkar að einhverju leyti, einnig hagsmunir. Sameiginlegt verkefni þingsins er að setja lög og Alþingi ætti að koma að því eins og best er á góðum vinnustöðum: með samvinnu þeirra sem vinna að verkefninu. Hið lága mat almennings á Alþingi er áreiðanlega mikið til komið vegna þess að þar er ekki unnið eins og á almennum vinnustöðum. Síðasta dæmið var að hrúga inn frumvörpum í þinglok sem geta ekki komið á dagskrá og ríkisstjórn skuldar þjóðinni skýringar á slíku háttalagi. Á hvaða vinnustað þætti það sæmandi að biðja starfsmenn að leysa verkefni á nokkrum dögum rétt fyrir sumarhlé en sem tæki minnst mánuð að leysa? Hvernig á þá að velja ríkisstjórn verði hún ekki til úr þingmönnum upp úr kosningum? Hugsa má sér að hún verði kosin sérstaklega til fjögurra ára og sæti ekki á Alþingi. Hópur manna kemur sér saman um stefnuskrá og býður sig fram til ríkisstjórnar á þeim grundvelli. Þeir bæru því ábyrgð gerða sinna gagnvart kjósendum og reyndar Alþingi líka þar sem ríkisstjórn á að framkvæma lögin. Þeir skiptu með sér verkum og veldu forsætisráðherra úr sínum röðum. Þá væri eðlilegt að tíu af hverjum hundrað kjósendum gætu krafist þjóðaratkvæðis um stjórnina litu þeir svo á að ríkisstjórn hefði ekki framfylgt stefnu sinni í veigamiklum málum. Þetta virðist eðlilegra og betur í samræmi við óskir fólks um nýtt Ísland en ef aðeins forsætisráðherra yrði kosinn sérstaklega og hann veldi síðan ráðherra án kosninga. Væri þessi leið farin hlyti hún að breyta verulega stöðu forseta Íslands. Hann hefði ekki lengur hlutverk við myndun ríkisstjórnar. Þar sem embættið virðist hafa glatað þeirri mynd í huga þjóðarinnar að vera sameiningartákn kæmi vel til greina að Alþingi veldi forseta.
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar