Þrjár rýtingsstungur á einni viku 5. febrúar 2010 06:00 Einar K. Guðfinnsson skrifar um ríkisstjórnarsamstarfið Hjá Samfylkingunni hafa menn greinilega talið að komið væri að því að kenna samstarfsaðilunum hjá Vinstri grænum lexíuna. Láta þá vita hverjir réðu. Það var svo gert í vikunni, ekki einu sinni heldur þrisvar. Fyrst þegar sett var á svið leikrit í þinginu þar sem samfylkingarþingmaður spurði forsætisráðherrann um hvort nokkur bilbugur væri á því að sameina atvinnuvegaráðuneytin þrjú. Þetta var gert strax í kjölfar þess að VG hafði ályktað gegn slíkum áformum. Svar forsætisráðherra var skýrt. Jú við sameinum og VG er skuldbundið okkur með stuðning við það mál. Þar höfðu þeir það. Næst þegar ráðherra úr liði VG hafði sett fram sjávarútvegsfrumvarp og ætlaði að láta tekjur af veiðileyfauppboði renna til sjávarbyggðanna sérstaklega. Samfylkingin notaði tækifærið, með aðkomu iðnaðarráðherrans, til þess að hverfa frá þessum byggðasjónarmiðum og ráðstafa fjármunum þessum til annarra hluta. Alls 150 milljónum króna. Með öðrum orðum, vilji ráðherrans sem málið flutti var að engu hafður. Vaðið var inn í frumvarpið og fjármagninu svissað yfir í allt aðra farvegi en ráðherra málaflokksins vildi. Og loks var það forsætisráðherrann enn, sem viðraði efasemdir sínar um hinn sérstaka trúnaðarmann fjármálaráðherrans í Icesave-samninganefndinni, eins og hún gerði í Kastljósinu sl. miðvikudag. Fjármálaráðherrann hefur réttilega sagt að gagnrýninni eigi ekki að beina gegn embættismönnum heldur stjórnmálamönnum. Honum var því ljóst að gagnrýninni var ekki í raun ætlað að hitta embættismanninn fyrir, heldur forystu VG. Þess vegna hrópaði hann vanstilltur að það væru ógeðfelldar mannaveiðar þegar menn gagnrýndu embættismanninn. Hann tók orð forsætisráðherrans til sín og það með réttu. Fjármálaráðherrann kaus að beina reiði sinni að stjórnarandstöðunni, en meinti auðvitað forsætisráðherrann. Gamla Albaníuaðferðin var endurfædd. Það var öllum ljóst sem á hlýddu. En VG drúpir höfði, beygir sig í duftið og hlýðir eins og fyrri daginn. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson skrifar um ríkisstjórnarsamstarfið Hjá Samfylkingunni hafa menn greinilega talið að komið væri að því að kenna samstarfsaðilunum hjá Vinstri grænum lexíuna. Láta þá vita hverjir réðu. Það var svo gert í vikunni, ekki einu sinni heldur þrisvar. Fyrst þegar sett var á svið leikrit í þinginu þar sem samfylkingarþingmaður spurði forsætisráðherrann um hvort nokkur bilbugur væri á því að sameina atvinnuvegaráðuneytin þrjú. Þetta var gert strax í kjölfar þess að VG hafði ályktað gegn slíkum áformum. Svar forsætisráðherra var skýrt. Jú við sameinum og VG er skuldbundið okkur með stuðning við það mál. Þar höfðu þeir það. Næst þegar ráðherra úr liði VG hafði sett fram sjávarútvegsfrumvarp og ætlaði að láta tekjur af veiðileyfauppboði renna til sjávarbyggðanna sérstaklega. Samfylkingin notaði tækifærið, með aðkomu iðnaðarráðherrans, til þess að hverfa frá þessum byggðasjónarmiðum og ráðstafa fjármunum þessum til annarra hluta. Alls 150 milljónum króna. Með öðrum orðum, vilji ráðherrans sem málið flutti var að engu hafður. Vaðið var inn í frumvarpið og fjármagninu svissað yfir í allt aðra farvegi en ráðherra málaflokksins vildi. Og loks var það forsætisráðherrann enn, sem viðraði efasemdir sínar um hinn sérstaka trúnaðarmann fjármálaráðherrans í Icesave-samninganefndinni, eins og hún gerði í Kastljósinu sl. miðvikudag. Fjármálaráðherrann hefur réttilega sagt að gagnrýninni eigi ekki að beina gegn embættismönnum heldur stjórnmálamönnum. Honum var því ljóst að gagnrýninni var ekki í raun ætlað að hitta embættismanninn fyrir, heldur forystu VG. Þess vegna hrópaði hann vanstilltur að það væru ógeðfelldar mannaveiðar þegar menn gagnrýndu embættismanninn. Hann tók orð forsætisráðherrans til sín og það með réttu. Fjármálaráðherrann kaus að beina reiði sinni að stjórnarandstöðunni, en meinti auðvitað forsætisráðherrann. Gamla Albaníuaðferðin var endurfædd. Það var öllum ljóst sem á hlýddu. En VG drúpir höfði, beygir sig í duftið og hlýðir eins og fyrri daginn. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar