Vaktargengið hefur vinnu að nýjum þáttum án Jóns Gnarr Atli Fannar Bjarkason skrifar 20. október 2010 07:00 Viðtökur Nætur-, Dag- og Fangavaktarinnar eiga sér ekki hliðstæðu á Íslandi. Þættirnir fengu gríðarlega mikið áhorf og seldust einnig vel á DVD. Þá sló lokahnykkurinn, kvikmyndin Bjarnfreðarson, í gegn í kvikmyndahúsum. Borgarstjórinn Jón Gnarr verður ekki með í nýju þáttunum en Ragnar, Jörundur, Ævar og Pétur Jóhann vilja fá Halldór Gylfason í stórt hlutverk. Fréttablaðið/Anton „Við Jörundur og Ævar erum byrjaðir á sjónvarpsseríu sem á að taka upp í vor. Hún heitir Heimsendir, hvorki meira né minna," segir Ragnar Bragason leikstjóri. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu stóð til að fimmenningarnir á bak við Nætur-, Dag- og Fangavaktina myndu hefja vinnu að nýrri þáttaröð nú í haust. Þegar Jón Gnarr var kjörinn borgarstjóri varð ljóst að hann yrði ekki með í þessari vinnu, sem er nú hafin án hans. Ragnar, Jörundur Ragnarsson og Ævar Grímsson hófust handa fyrir þremur vikum og Pétur Jóhann Sigfússon er svo væntanlegur eftir tvær vikur þegar tökum á þáttaröðinni Hlemmavídeó lýkur. „Heimsendir er míkrókosmos af íslensku samfélagi," segir Ragnar spekingslega. „Þættirnir gerast á fjársveltri geðdeild úti á landi. Þetta er byltingarsaga, þegar sjúklingarnir taka yfir hælið. Þetta er smækkuð mynd af því sem við erum að ganga í gegnum í dag." Pétur Jóhann og Jörundur verða í aðalhlutverki í þáttunum og samkvæmt Ragnari er Halldór Gylfason efstur á óskalistanum fyrir þriðja aðalhlutverkið. Ef það gengur eftir er ljóst að Halldór þarf að fylla gríðarlega stórt skarðið sem Jón Gnarr skilur eftir. „Það kemur nýr rauðhaus í staðinn fyrir Jón," grínast Ragnar. Hugmyndin að þáttunum kom upp þegar framleiðsla á Fangavaktinni og kvikmyndinni Bjarnfreðarson stóð yfir. Ragnar segir verkefnið stórt og að mjög stór hópur leikara komi að því - allt að 30 stykki. Þættirnir verða teknir upp í vor og verða á haustdagskrá Stöðvar 2. En verða þetta grínþættir? „Við dönsum á þessari línu milli húmors og alvöru, eins og við höfum verið að gera," segir Ragnar. „Þetta eru náttúrulega háalvarlegar aðstæður, þessi heimur geðsjúkra. Svo er það sem kemur upp náttúrulega kómískt í sjálfu sér." Lífið Menning Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
„Við Jörundur og Ævar erum byrjaðir á sjónvarpsseríu sem á að taka upp í vor. Hún heitir Heimsendir, hvorki meira né minna," segir Ragnar Bragason leikstjóri. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu stóð til að fimmenningarnir á bak við Nætur-, Dag- og Fangavaktina myndu hefja vinnu að nýrri þáttaröð nú í haust. Þegar Jón Gnarr var kjörinn borgarstjóri varð ljóst að hann yrði ekki með í þessari vinnu, sem er nú hafin án hans. Ragnar, Jörundur Ragnarsson og Ævar Grímsson hófust handa fyrir þremur vikum og Pétur Jóhann Sigfússon er svo væntanlegur eftir tvær vikur þegar tökum á þáttaröðinni Hlemmavídeó lýkur. „Heimsendir er míkrókosmos af íslensku samfélagi," segir Ragnar spekingslega. „Þættirnir gerast á fjársveltri geðdeild úti á landi. Þetta er byltingarsaga, þegar sjúklingarnir taka yfir hælið. Þetta er smækkuð mynd af því sem við erum að ganga í gegnum í dag." Pétur Jóhann og Jörundur verða í aðalhlutverki í þáttunum og samkvæmt Ragnari er Halldór Gylfason efstur á óskalistanum fyrir þriðja aðalhlutverkið. Ef það gengur eftir er ljóst að Halldór þarf að fylla gríðarlega stórt skarðið sem Jón Gnarr skilur eftir. „Það kemur nýr rauðhaus í staðinn fyrir Jón," grínast Ragnar. Hugmyndin að þáttunum kom upp þegar framleiðsla á Fangavaktinni og kvikmyndinni Bjarnfreðarson stóð yfir. Ragnar segir verkefnið stórt og að mjög stór hópur leikara komi að því - allt að 30 stykki. Þættirnir verða teknir upp í vor og verða á haustdagskrá Stöðvar 2. En verða þetta grínþættir? „Við dönsum á þessari línu milli húmors og alvöru, eins og við höfum verið að gera," segir Ragnar. „Þetta eru náttúrulega háalvarlegar aðstæður, þessi heimur geðsjúkra. Svo er það sem kemur upp náttúrulega kómískt í sjálfu sér."
Lífið Menning Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira