Jón Ólafsson: Háskóli Íslands í vanda 18. maí 2010 09:17 Forystumenn Háskóla Íslands hafa undanfarin ár reynt að gera tvennt á sama tíma: Keppa við aðra háskóla um nemendur og fjármagn eins og skólinn væri fyrirtæki á samkeppnismarkaði og færa rök fyrir því að besta og hagkvæmasta fyrirkomulag rannsókna og háskólamenntunar sé að fela Háskóla Íslands að sjá um þetta að mestu eða öllu leyti.Deila Snjólfs Ólafssonar og Guðmundar Andra Thorssonar í Fréttablaðinu síðustu daga varpar hins vegar ljósi á hvers vegna það er lífsnauðsynlegt fyrir Ísland að fleiri öflugir háskólar séu í landinu en Háskóli Íslands. Guðmundur Andri bendir á að í viðskiptadeild Háskóla Íslands hafi aðferðir íslensku fjármálafyrirtækjanna verið kynntar næsta gagnrýnislaust og nemendum gert að taka próf í þeim. Nemendur sem tóku þátt í námskeiðum þar sem heimsóknir fjármálaleiðtoganna voru hluti af námsefni hafa staðfest þetta. En í stað þess að reyna að verja sig eða jafnvel bara viðurkenna að menn hafi skort gagnrýni á þessum árum, kýs Snjólfur að ráðast á Guðmund Andra með ásökunum um að hann segi ósatt.Það má gefa sér eitt: Háskóli Íslands mun halda sig til hlés í þessari umræðu. Innan veggja hans mun enginn setja fram opinbera gagnrýni á viðskiptadeild eða Snjólf Ólafsson, hvorki fyrir kennslu hans eða kollega hans né rannsóknir þeirra. Snjólfur rannsakaði íslensku útrásina og þáði styrki fyrirtækja til þess. Í þeim "sýndi" hann meðal annars að íslenska útrásin væri einstakt fyrirbæri sem líklega afsannaði fyrri kenningar um alþjóðavæðingu í viðskiptum! Staðreyndin er sú að Háskóli Íslands þyrfti að líta í eigin barm, gagnrýna sjálfan sig og gera breytingar í ljósi atburða síðustu ára. En það mun hann ekki gera. Það er vegna þess að hann er um þessar mundir rekinn eins og stórfyrirtæki sem eigi sameiginlegra hagsmuna að gæta og þar sem allir þurfi að standa saman. Þetta er vandi Háskóla Íslands.En það er ekki hægt að vera "þjóðarskóli" og stórfyrirtæki á saman tíma. Í stað þess að stefna að enn meiri stækkun og útþenslu Háskóla Íslands ættu stjórnvöld að rækta fjölbreytnina með því að leggja kapp á að í landinu séu fleiri háskólastofnanir. Dæmið af því hvernig Snjólfur Ólafsson og félagar hans geta haldið sínu striki án þess að nokkur alvarleg gagnrýnisrödd heyrist frá þeirra eigin stofnun ætti að færa okkur sanninn um það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur Seyðfirðinga skrifar Skoðun Eldri borgarar í öndvegi/Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Forystumenn Háskóla Íslands hafa undanfarin ár reynt að gera tvennt á sama tíma: Keppa við aðra háskóla um nemendur og fjármagn eins og skólinn væri fyrirtæki á samkeppnismarkaði og færa rök fyrir því að besta og hagkvæmasta fyrirkomulag rannsókna og háskólamenntunar sé að fela Háskóla Íslands að sjá um þetta að mestu eða öllu leyti.Deila Snjólfs Ólafssonar og Guðmundar Andra Thorssonar í Fréttablaðinu síðustu daga varpar hins vegar ljósi á hvers vegna það er lífsnauðsynlegt fyrir Ísland að fleiri öflugir háskólar séu í landinu en Háskóli Íslands. Guðmundur Andri bendir á að í viðskiptadeild Háskóla Íslands hafi aðferðir íslensku fjármálafyrirtækjanna verið kynntar næsta gagnrýnislaust og nemendum gert að taka próf í þeim. Nemendur sem tóku þátt í námskeiðum þar sem heimsóknir fjármálaleiðtoganna voru hluti af námsefni hafa staðfest þetta. En í stað þess að reyna að verja sig eða jafnvel bara viðurkenna að menn hafi skort gagnrýni á þessum árum, kýs Snjólfur að ráðast á Guðmund Andra með ásökunum um að hann segi ósatt.Það má gefa sér eitt: Háskóli Íslands mun halda sig til hlés í þessari umræðu. Innan veggja hans mun enginn setja fram opinbera gagnrýni á viðskiptadeild eða Snjólf Ólafsson, hvorki fyrir kennslu hans eða kollega hans né rannsóknir þeirra. Snjólfur rannsakaði íslensku útrásina og þáði styrki fyrirtækja til þess. Í þeim "sýndi" hann meðal annars að íslenska útrásin væri einstakt fyrirbæri sem líklega afsannaði fyrri kenningar um alþjóðavæðingu í viðskiptum! Staðreyndin er sú að Háskóli Íslands þyrfti að líta í eigin barm, gagnrýna sjálfan sig og gera breytingar í ljósi atburða síðustu ára. En það mun hann ekki gera. Það er vegna þess að hann er um þessar mundir rekinn eins og stórfyrirtæki sem eigi sameiginlegra hagsmuna að gæta og þar sem allir þurfi að standa saman. Þetta er vandi Háskóla Íslands.En það er ekki hægt að vera "þjóðarskóli" og stórfyrirtæki á saman tíma. Í stað þess að stefna að enn meiri stækkun og útþenslu Háskóla Íslands ættu stjórnvöld að rækta fjölbreytnina með því að leggja kapp á að í landinu séu fleiri háskólastofnanir. Dæmið af því hvernig Snjólfur Ólafsson og félagar hans geta haldið sínu striki án þess að nokkur alvarleg gagnrýnisrödd heyrist frá þeirra eigin stofnun ætti að færa okkur sanninn um það.
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar