Hæg heimatökin Svavar Gestsson skrifar 15. nóvember 2010 06:00 1. Álfheiður Ingadótir hafði frumkvæði að því á dögunum að Alþingi fjallaði um eftirlitsstarfsemi bandaríska sendiráðsins. Tilefnið var að bandaríska sendiráðið í Ósló hafði ráðið eftirlaunalöggur til þess að fylgjast með mannaferðum í höfuðstað Noregs og það komst upp. Hafði þessi starfsemi viðgengist án þess að norska utanríkisráðuneytið hefði hugmynd um málið. Dómsmálaráðherra hét því að láta kanna þetta mál sérstaklega á Íslandi og kvaðst hann hafa falið ríkislögreglustjóra að fjalla um málið. Verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr því. Ekki er nóg að skoða þetta mál í augnablikinu. Það þarf að upplýsa um sögu þessarar starfsemi í bandaríska sendiráðinu og það með hvort bandaríska sendiráðið hefur stundað þessa starfsemi með vitund og vilja einhvers annars íslensks aðila en utanríkisráðuneytisins. 2. Fyrir nokkrum árum upplýsti Kjartan Ólafsson fyrrverandi alþingismaður um hleranir á símum fjölda íslenskra vinstri manna. Hvar eru hlerunarskýrslurnar? Voru þær allar brenndar í tunnu fyrir ofan Geitháls? Fengu aðrir en lögreglan aðgang að þessum skýrslum? Hverjir? 3. Vorið 1963 birti Þjóðviljinn yfirlit yfir skráningu á stjórnmálaskoðunum vinstri manna á Íslandi sem blaðið fullyrti að hefðu verið unnar fyrir Sjálfstæðisflokkinn og jafnvel bandaríska sendiráðið. Þessar fréttir þarf að kanna betur. 4. Fyrir nokkrum árum bar svo við að rætt var í blöðum og víðar um fyrirbæri sem kallað var „íslenska öryggisþjónustan". Ekki kom þá fram hvað það var né hvar það starfaði. Þeir sem skrifuðu virtust þó sumir þekkja vel til þessa fyrirbæris. Þeir sem þá blogguðu og spurðu voru Ögmundur Jónasson, nú verðandi innanríkisráðherra og Össur Skarphéðinsson, nú utanríkisráðherra. Það færi vel á því að upplýst yrði af þessu tilefni hvar íslenska öryggisþjónustan er niður komin um þessar mundir, hvort hún hefur verið lögð niður og hvar hún hafi starfaði og á ábyrgð hverra. Eða var hún uppspuni? Það ættu að vera hæg heimatökin. Allt það sem hér hefur verið nefnt þarf að skoða; það er hluti af kaldastríðssögunni, hersetusafninu, sem senn verður stofnað. Upplýsingarnar eru nær eingöngu um liðna tíð. Þess vegna ætti að vera unnt að opna þær upp á gátt. Það þarf að gera áður en safnið sjálft verður opnað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
1. Álfheiður Ingadótir hafði frumkvæði að því á dögunum að Alþingi fjallaði um eftirlitsstarfsemi bandaríska sendiráðsins. Tilefnið var að bandaríska sendiráðið í Ósló hafði ráðið eftirlaunalöggur til þess að fylgjast með mannaferðum í höfuðstað Noregs og það komst upp. Hafði þessi starfsemi viðgengist án þess að norska utanríkisráðuneytið hefði hugmynd um málið. Dómsmálaráðherra hét því að láta kanna þetta mál sérstaklega á Íslandi og kvaðst hann hafa falið ríkislögreglustjóra að fjalla um málið. Verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr því. Ekki er nóg að skoða þetta mál í augnablikinu. Það þarf að upplýsa um sögu þessarar starfsemi í bandaríska sendiráðinu og það með hvort bandaríska sendiráðið hefur stundað þessa starfsemi með vitund og vilja einhvers annars íslensks aðila en utanríkisráðuneytisins. 2. Fyrir nokkrum árum upplýsti Kjartan Ólafsson fyrrverandi alþingismaður um hleranir á símum fjölda íslenskra vinstri manna. Hvar eru hlerunarskýrslurnar? Voru þær allar brenndar í tunnu fyrir ofan Geitháls? Fengu aðrir en lögreglan aðgang að þessum skýrslum? Hverjir? 3. Vorið 1963 birti Þjóðviljinn yfirlit yfir skráningu á stjórnmálaskoðunum vinstri manna á Íslandi sem blaðið fullyrti að hefðu verið unnar fyrir Sjálfstæðisflokkinn og jafnvel bandaríska sendiráðið. Þessar fréttir þarf að kanna betur. 4. Fyrir nokkrum árum bar svo við að rætt var í blöðum og víðar um fyrirbæri sem kallað var „íslenska öryggisþjónustan". Ekki kom þá fram hvað það var né hvar það starfaði. Þeir sem skrifuðu virtust þó sumir þekkja vel til þessa fyrirbæris. Þeir sem þá blogguðu og spurðu voru Ögmundur Jónasson, nú verðandi innanríkisráðherra og Össur Skarphéðinsson, nú utanríkisráðherra. Það færi vel á því að upplýst yrði af þessu tilefni hvar íslenska öryggisþjónustan er niður komin um þessar mundir, hvort hún hefur verið lögð niður og hvar hún hafi starfaði og á ábyrgð hverra. Eða var hún uppspuni? Það ættu að vera hæg heimatökin. Allt það sem hér hefur verið nefnt þarf að skoða; það er hluti af kaldastríðssögunni, hersetusafninu, sem senn verður stofnað. Upplýsingarnar eru nær eingöngu um liðna tíð. Þess vegna ætti að vera unnt að opna þær upp á gátt. Það þarf að gera áður en safnið sjálft verður opnað.
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar