Björgólfur Thor kýs ekki um Icesave Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. mars 2011 18:30 Björgólfur Thor Björgólfsson ætlar ekki að greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave þar sem hann hefur ekki tekið þátt í kosningum hér á landi í mörg ár. Hann býst við að eignir Landsbankans muni duga að fullu fyrir Icesave. Björgólfur Thor var stærsti hluthafinn í Landsbankanum ásamt föður sínum. Nokkuð hefur verið rætt um ábyrgð Björgólfs Thors á Icesave-ævintýrinu og hefur alþingismaðurinn Þór Saari m.a sagt opinberlega að hann telji réttast að Björgólfsfeðgar beri kostnaðinn vegna reikninganna sjálfir.Aldrei sagt þetta koma sér við Björgólfur Thor sat ekki í stjórn Landsbankans og hefur alla tíð sagt að hann beri ekki ábyrgð á þessum reikningum, hann hafi ekki átt hugmyndina að innlánasöfnun erlendis og ekki skipt sér af rekstri bankans að neinu leyti. Fréttastofu lék forvitni á að vita hvort Björgólfur Thor liti svo á að hann bæri einhverja ábyrgð á Icesave-reikningunum, nú þegar nokkrar vikur eru í þjóðaratkvæðagreiðslu um ríkisábyrgðina. Hvort sem það væri siðferðileg ábyrgð sem eiganda bankans eða önnur ábyrgð. Talsmaður hans, Ragnhildur Sverrisdóttir, vísaði í afstöðu sem hann hefur áður sett fram á vef sínum, en þar segir: „Frá hruni bankakerfisins hefur Icesave-deilan við Breta og Hollendinga orðið tákngervingur alls þess sem úrskeiðis fór. Ég tók ekki ákvörðun um stofnun þeirra reikninga, enda stýrði ég ekki Landsbanka Íslands þótt ég ætti stóran hlut í honum." Björgólfur Thor hefur alltaf verið þeirrar sannfæringar að eignir þrotabús Landsbankans muni duga fyrir skuldbindingum vegna Icesave og það hefur ekkert breyst, að sögn talsmanns hans. Þá fengust þau svör að hann myndi ekki greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni í apríl næstkomandi þar sem hann væri búsettur erlendis og hefði lítið beitt atkvæðisrétti sínum liðnum árum. Þá vildi Björgólfur Thor ekki tjá sig um afstöðu sína til laganna, þ.e hvort hann væri hlynntur þeim eða andvígur. Utankjörfundaratvæðagreiðsla vegna Icesave-reikninganna hófst í gær en klukkan þrjú í dag höfðu 390 manns kosið á landinu öllu samkvæmt upplýsingum frá sýslumanni. Í nýrri könnun um málið sem birt er í Viðskiptablaðinu kemur fram að þjóðin er klofin í málinu en 52 prósent ætla að greiða atkvæði um að lög vegna samninganna haldi gildi sínu meðan 48 prósent eru andvíg og ætla að fella lögin. [email protected] Icesave Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi Sjá meira
Björgólfur Thor Björgólfsson ætlar ekki að greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave þar sem hann hefur ekki tekið þátt í kosningum hér á landi í mörg ár. Hann býst við að eignir Landsbankans muni duga að fullu fyrir Icesave. Björgólfur Thor var stærsti hluthafinn í Landsbankanum ásamt föður sínum. Nokkuð hefur verið rætt um ábyrgð Björgólfs Thors á Icesave-ævintýrinu og hefur alþingismaðurinn Þór Saari m.a sagt opinberlega að hann telji réttast að Björgólfsfeðgar beri kostnaðinn vegna reikninganna sjálfir.Aldrei sagt þetta koma sér við Björgólfur Thor sat ekki í stjórn Landsbankans og hefur alla tíð sagt að hann beri ekki ábyrgð á þessum reikningum, hann hafi ekki átt hugmyndina að innlánasöfnun erlendis og ekki skipt sér af rekstri bankans að neinu leyti. Fréttastofu lék forvitni á að vita hvort Björgólfur Thor liti svo á að hann bæri einhverja ábyrgð á Icesave-reikningunum, nú þegar nokkrar vikur eru í þjóðaratkvæðagreiðslu um ríkisábyrgðina. Hvort sem það væri siðferðileg ábyrgð sem eiganda bankans eða önnur ábyrgð. Talsmaður hans, Ragnhildur Sverrisdóttir, vísaði í afstöðu sem hann hefur áður sett fram á vef sínum, en þar segir: „Frá hruni bankakerfisins hefur Icesave-deilan við Breta og Hollendinga orðið tákngervingur alls þess sem úrskeiðis fór. Ég tók ekki ákvörðun um stofnun þeirra reikninga, enda stýrði ég ekki Landsbanka Íslands þótt ég ætti stóran hlut í honum." Björgólfur Thor hefur alltaf verið þeirrar sannfæringar að eignir þrotabús Landsbankans muni duga fyrir skuldbindingum vegna Icesave og það hefur ekkert breyst, að sögn talsmanns hans. Þá fengust þau svör að hann myndi ekki greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni í apríl næstkomandi þar sem hann væri búsettur erlendis og hefði lítið beitt atkvæðisrétti sínum liðnum árum. Þá vildi Björgólfur Thor ekki tjá sig um afstöðu sína til laganna, þ.e hvort hann væri hlynntur þeim eða andvígur. Utankjörfundaratvæðagreiðsla vegna Icesave-reikninganna hófst í gær en klukkan þrjú í dag höfðu 390 manns kosið á landinu öllu samkvæmt upplýsingum frá sýslumanni. Í nýrri könnun um málið sem birt er í Viðskiptablaðinu kemur fram að þjóðin er klofin í málinu en 52 prósent ætla að greiða atkvæði um að lög vegna samninganna haldi gildi sínu meðan 48 prósent eru andvíg og ætla að fella lögin. [email protected]
Icesave Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi Sjá meira