Button: Erfiðasta mótið í Malasíu 1. apríl 2011 11:50 Jenson Button segir að menn verði að gæta þess að verða ekki fyrir vökvatapi í mótinu í Malasíu. Mynd: Getty Images/Clive Mason Jenson Button hjá McLaren telur að Formúlu 1 mótið á Sepang brautinni í Malasíu um aðra helgi sé það erfiðasta hvað líkamleg átök varðar. Hann var sáttur við bíl sinn í mótinu í Ástralíu um síðustu helgi, en Button vann mótið í Malasíu árið 2009. „Þegar ég byrjaði í Formúlu 1, þá var mótið í Malasíu eitt af nýjustu mótunum á mótaskránni, en núna finnst mér það gamalkunnungt og skemmtilegt. Sepang brautin hefur batnað með árunum og er alltaf frábær braut og mótið hefur skapað sér sérstöðu", sagði Button í fréttatilkynningu frá McLaren í dag. Button var í harðri keppni um sæti við Felipe Massa í síðustu keppni, en stytti sér leið um brautina í slagnum við Massa, til að lenda ekki í árekstri og fékk akstursvíti frá dómurum fyrir tiltækið. Hann brást ekki nógu fljótt við því, né McLaren að gefa sætið eftir sem hann hafði náð af Massa. Button ók í raun ólöglega framúr Massa. Eftir að hafa tekið út refsingu dómaranna, náði Button sem að skáka Massa í keppninni og varð í sjötta sæti, en Massa varð sjöundi. En Button hefur trú á McLaren bílnum eftir fyrsta mótið og líst vel á Sepang brautina. „Það þarf skilvirkan bíl á brautina, beygjurnar eru plássmiklar og refsa ef bílarnir eru ekki með gott niðurtog. Mér finnst ég hafi verið á góðum bíl í Melbourne og hlakka til að vita hvernig bíllinn verður á æfingum á brautinni", sagði Button. „Eitt af því sem skiptir mestu máli er að gæta þess að verða ekki fyrir vökvatapi. Þeir sem ekki hafa komið til Malasíu, átta sig ekki á því að þetta er eins ofn. Þetta er erfiðasta mót ársins líkamlega séð og gott líkamlegt ástand skilar sér í keppninni." „Ég vann á brautinni árið 2009 í einhverum þeim verstu aðstæðum sem ég hef nokkurn tímann upplifað í kappakstursbíl. Það var eins og að keyra gegnum á á köflum. Hvað veður sem skellur á okkur, þá hef ég trú áð við getum skilað góðum árangri á ný", sagði Button. Formúla Íþróttir Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Jenson Button hjá McLaren telur að Formúlu 1 mótið á Sepang brautinni í Malasíu um aðra helgi sé það erfiðasta hvað líkamleg átök varðar. Hann var sáttur við bíl sinn í mótinu í Ástralíu um síðustu helgi, en Button vann mótið í Malasíu árið 2009. „Þegar ég byrjaði í Formúlu 1, þá var mótið í Malasíu eitt af nýjustu mótunum á mótaskránni, en núna finnst mér það gamalkunnungt og skemmtilegt. Sepang brautin hefur batnað með árunum og er alltaf frábær braut og mótið hefur skapað sér sérstöðu", sagði Button í fréttatilkynningu frá McLaren í dag. Button var í harðri keppni um sæti við Felipe Massa í síðustu keppni, en stytti sér leið um brautina í slagnum við Massa, til að lenda ekki í árekstri og fékk akstursvíti frá dómurum fyrir tiltækið. Hann brást ekki nógu fljótt við því, né McLaren að gefa sætið eftir sem hann hafði náð af Massa. Button ók í raun ólöglega framúr Massa. Eftir að hafa tekið út refsingu dómaranna, náði Button sem að skáka Massa í keppninni og varð í sjötta sæti, en Massa varð sjöundi. En Button hefur trú á McLaren bílnum eftir fyrsta mótið og líst vel á Sepang brautina. „Það þarf skilvirkan bíl á brautina, beygjurnar eru plássmiklar og refsa ef bílarnir eru ekki með gott niðurtog. Mér finnst ég hafi verið á góðum bíl í Melbourne og hlakka til að vita hvernig bíllinn verður á æfingum á brautinni", sagði Button. „Eitt af því sem skiptir mestu máli er að gæta þess að verða ekki fyrir vökvatapi. Þeir sem ekki hafa komið til Malasíu, átta sig ekki á því að þetta er eins ofn. Þetta er erfiðasta mót ársins líkamlega séð og gott líkamlegt ástand skilar sér í keppninni." „Ég vann á brautinni árið 2009 í einhverum þeim verstu aðstæðum sem ég hef nokkurn tímann upplifað í kappakstursbíl. Það var eins og að keyra gegnum á á köflum. Hvað veður sem skellur á okkur, þá hef ég trú áð við getum skilað góðum árangri á ný", sagði Button.
Formúla Íþróttir Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira