Vettel vann annan sigurinn í röð 10. apríl 2011 11:56 Sebastian Vettel fagnar liðsmönnum sínum hjá Red Bull. Mynd: Getty Images/Clive Mason Sebastian Vettel hjá Red Bull vann sinn annnan sigur inn í röð á árinu, með því að koma fyrstur í endamark í Formúlu 1 mótinu á Sepang brautinni í Malasíu í dag. Hann varð á undan Jenson Button á McLaren, en Nick Heidfeld á Renault varð þriðji. Vettel vann einnig fyrsta mót ársins í Ástralíu. Keppnin á Sepang var mjög tilþrifamikil og rigning sem spáð leit aldrei dagsins ljós, en slagurinn um fyrsta sætið var milli Red Bull og McLaren og Sebastian Vettel og Lewis Hamilton til að byrja með og um tíma var munurinn minna en fjórar sekúndur samkvæmt frétt á autosport.com. KERS kerfið sem ökumenn nota til að fá aukahestöfl virkaði ekki í bíl Vettels sem skyldi og honum var sagt að nota það ekki af liðsmönnum sínum, en keppinautar hans hjá McLaren vildu reyna nýta sér þann veikleika. En Vettel varð ekki ógnað, þrátt fyrir bilun í bílnum. Button óx ásmeginn og í síðari hluta mótsins náði hann þriðja sætinu af Alonso í kringum þjónustuhlé og í næsta þjónustuhléi náði hann að skáka Hamilton eftir að hafa náð góðum aksturstímum á undan. En Hamilton var í vandræðum með vinstra framdekk. Alonso barðist eftir þetta við Hamilton um þriðja sætið, sem endaði með því að þeir rákust saman og Alonso þurfti auka þjónustuhlé. Heidfeld náði Hamilton á lokasprettinum, í slag þriðja sætið og fór framúr með notkun stillanlegs afturvængs og var svo í miklum slag í lokahringjunum í við Mark Webber, sem hafði byrjað illa í rásmarkinu vegna óvirks KERS kerfis. Webber hafði áður rennt sér framúr Hamilton, sem skautaði útaf brautinni og þurfti fjórða þjónustuhléið vegna gripleysis dekkjanna. Vettel kom 3.2 sekúndum á undan Button í endamark og Heidfeld varðist öllum atlögum Webbers. Lokastaðan 1. Vettel Red Bull-Renault 1:37:39.832 2. Button McLaren-Mercedes + 3.261 3. Heidfeld Renault + 25.075 4. Webber Red Bull-Renault + 26.384 5. Massa Ferrari + 36.958 6. Alonso Ferrari + 37.248 7. Hamilton McLaren-Mercedes + 49.957 8. Kobayashi Sauber-Ferrari + 1:07.239 9. Schumacher Mercedes + 1:24.896 10. Di Resta Force India-Mercedes + 1:31.563 Stigakeppnin Ökumenn Bílasmiðir 1. Vettel 50 1. Red Bull-Renault 72 2. Button 26 2. McLaren-Mercedes 50 3. Hamilton 24 3. Ferrari 32 4. Webber 22 4. Renault 30 5. Alonso 20 5. Sauber-Ferrari 14 6. Petrov 15 6. Mercedes 2 7. Heidfeld 15 7. Toro Rosso-Ferrari 1 8. Massa 12 8. Force India-Mercedes 1 Formúla Íþróttir Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Sebastian Vettel hjá Red Bull vann sinn annnan sigur inn í röð á árinu, með því að koma fyrstur í endamark í Formúlu 1 mótinu á Sepang brautinni í Malasíu í dag. Hann varð á undan Jenson Button á McLaren, en Nick Heidfeld á Renault varð þriðji. Vettel vann einnig fyrsta mót ársins í Ástralíu. Keppnin á Sepang var mjög tilþrifamikil og rigning sem spáð leit aldrei dagsins ljós, en slagurinn um fyrsta sætið var milli Red Bull og McLaren og Sebastian Vettel og Lewis Hamilton til að byrja með og um tíma var munurinn minna en fjórar sekúndur samkvæmt frétt á autosport.com. KERS kerfið sem ökumenn nota til að fá aukahestöfl virkaði ekki í bíl Vettels sem skyldi og honum var sagt að nota það ekki af liðsmönnum sínum, en keppinautar hans hjá McLaren vildu reyna nýta sér þann veikleika. En Vettel varð ekki ógnað, þrátt fyrir bilun í bílnum. Button óx ásmeginn og í síðari hluta mótsins náði hann þriðja sætinu af Alonso í kringum þjónustuhlé og í næsta þjónustuhléi náði hann að skáka Hamilton eftir að hafa náð góðum aksturstímum á undan. En Hamilton var í vandræðum með vinstra framdekk. Alonso barðist eftir þetta við Hamilton um þriðja sætið, sem endaði með því að þeir rákust saman og Alonso þurfti auka þjónustuhlé. Heidfeld náði Hamilton á lokasprettinum, í slag þriðja sætið og fór framúr með notkun stillanlegs afturvængs og var svo í miklum slag í lokahringjunum í við Mark Webber, sem hafði byrjað illa í rásmarkinu vegna óvirks KERS kerfis. Webber hafði áður rennt sér framúr Hamilton, sem skautaði útaf brautinni og þurfti fjórða þjónustuhléið vegna gripleysis dekkjanna. Vettel kom 3.2 sekúndum á undan Button í endamark og Heidfeld varðist öllum atlögum Webbers. Lokastaðan 1. Vettel Red Bull-Renault 1:37:39.832 2. Button McLaren-Mercedes + 3.261 3. Heidfeld Renault + 25.075 4. Webber Red Bull-Renault + 26.384 5. Massa Ferrari + 36.958 6. Alonso Ferrari + 37.248 7. Hamilton McLaren-Mercedes + 49.957 8. Kobayashi Sauber-Ferrari + 1:07.239 9. Schumacher Mercedes + 1:24.896 10. Di Resta Force India-Mercedes + 1:31.563 Stigakeppnin Ökumenn Bílasmiðir 1. Vettel 50 1. Red Bull-Renault 72 2. Button 26 2. McLaren-Mercedes 50 3. Hamilton 24 3. Ferrari 32 4. Webber 22 4. Renault 30 5. Alonso 20 5. Sauber-Ferrari 14 6. Petrov 15 6. Mercedes 2 7. Heidfeld 15 7. Toro Rosso-Ferrari 1 8. Massa 12 8. Force India-Mercedes 1
Formúla Íþróttir Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira