Guðmundur: Forréttindi að fá að þjálfa topplið í bestu deild í heimi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2011 12:15 Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2, hitti Guðmund Guðmundsson, landsliðsþjálfara karla í handbolta, eftir pressuleikinn á föstudagkvöldið og tók við hann ítarlegt viðtal. Guðjón spurði Guðmund fyrst út í frábæran árangur íslensku þjálfaranna í þýsku deildinni en þeir eru allir með lið sín í toppbaráttunni í bestu deild í heimi. Alfreð Gíslason er með lið THW Kiel í efsta sæti, Guðmundur er með lið Rhein-Neckar Löwen í 3. sæti og Dagur Sigurðsson er með lið Füchse Berlin í 5. sæti eftir fyrstu níu umferðirnar. „Ég hef ekki hugsað mikið um þetta og vil minnst tala um þetta úti. Við erum hver og einn að einbeita okkur að okkar liði. Þetta hefur samt verið rætt og menn eru að velta því fyrir sér hverju þetta sæti. Ég veit að íslensku kollegar mínir eru mjög vinnusamir og duglegir sem og að þeir búa bæði yfir reynslu og þekkingu. Það nýtist hvaða liði sem er," sagði Guðmundur. „Kröfurnar eru mjög miklar hjá öllum þessum liðum sem um ræðir. Ef ég tala út frá mínu liði þá er krafan að við eigum að vinna alla leiki alveg sama hvort sem við erum að spila úti eða heima. Það er fljótt að koma þrýstingur á þjálfara ef að það vinnast ekki leikir eða jafnvel einn. Við þetta búum við allir en ef ég tala út frá sjálfum mér þá er allt gott á meðan vel gengur. Maður reynir því að halda því þannig," sagði Guðmundur. „Þetta tekur á og er að mörgu leiti slítandi starf. Það eru engu að síður ákveðin forréttindi að fá að þjálfa topplið í bestu deild í heimi. Þarna er mekka handboltans og þarna eru hlutirnar að gerast. Það eru því gríðarlega forréttindi að fá tækifæri til að starfa við þetta," sagði Guðmundur sem er sammála því að íslenska handboltadeildin sé að dragast aftur úr. „Það er orðinn gríðarlegur munur á íslenska boltanum og alþjóðlega boltanum. Menn verða alltaf að halda vöku sinni og fylgjast vel með. Það er mikilvægt að þjálfarnir hérna heima fylgist vel með þýska boltanum og Meistaradeildinni. Það er auðvelt að gera það og þar sjá menn hvað liðin eru að gera og á hvaða hraða þau eru að spila. Menn verða að tileinka sér nýja hluti. Það er hágæðahandbolti sem þarna er spilaður og þess vegna er mjög gaman að glíma við þetta," sagði Guðmundur. „Það er krafan að vera með lið í þremur efstu sætunum og það getum við sagt um okkur alla en Alfreð er reyndar með lið núna sem er einfaldlega í sérflokki. Það eru líka miklar kröfur gerðar til Dags líka en ef ég tala aftur út frá sjálfum mér þá er krafan þar að liðið sé meðal þriggja efstu í þesssari deild. Við stefnum á það að komast inn í Meistaradeildina aftur og það verður mjög erfitt því það eru fleiri góð lið komin inn í þennan pakka," sagði Guðmundur. Guðjón spurði Guðmund út í markvörsluna í Þýskalandi sem virðist vera í allt öðrum gæðaflokki en víðast annarsstaðar. „Það eru margir samverkandi þættir. Í fyrsta lagi eru bestu markverðir heims fengnir til að spila hjá þessum liðum og ef ég tala út frá okkur þá erum við með frábæran markmannsþjálfara, Thomas Svensson, sem er að vinna gríðarlega gott starf hjá okkur. Hann er að halda markmönnunum í toppstandi og er að þjálfa þá á markvissan hátt," sagði Guðmundur. „Það er líka mikið unnið með leikgreiningu. Við skoðum skot andstæðinganna og þeir fara yfir það mjög gaumgæfilega. Fyrst og síðast er verið að æfa mjög mikið og markvisst með markverðina og þeir eru með sér prógram. Þeir æfa að hluta til ekki með liðinu og eru út af fyrir sig meðp markmannsþjálfaranum. Þeir koma auðvitað inn á æfingarnar þegar við erum að spila á tvö mörk eða æfa leikkerfi. Þar fyrir utan eru þeir algjörlega með sitt eigið prógram og fylgja því," sagði Guðmundur. „Það er ekki nokkur vafi á því að ef menn ætla að ná árangri í þessari íþrótta þá þurfa þeir að æfa mjög vel og markvisst. Við erum að æfa mjög mikið og menn eru í algjöru toppformi. Það er algjörlega nauðsynlegt ef að þú ætlar að vera með í þessum bolta. Ef menn halda að þeir geti farið einhverja auðveldari leið þá er hún ekki til að mínu mati," sagði Guðmundur. „Menn hérna heima verða að vera grimmir að æfa, fylgjast vel með og passa sig á því að halda í við þá bestu. Það eru nokkur atriði sem ég vildi sá breytingu á hérna heima. Það er til dæmis það að mér finnst deildarkeppnin byrja of seint. Hún er að byrja í lok september þegar allir aðrir eru að fara af stað í lok ágúst og byrjun september. Menn verða líka að passa sig á því að spila næginlega marga leiki yfir tímabilið svo að menn fái næginlega leikæfingu og menn mega ekki fara að slaka á kröfunum hvað þetta varðar," sagði Guðmundur en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan. Íslenski handboltinn Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2, hitti Guðmund Guðmundsson, landsliðsþjálfara karla í handbolta, eftir pressuleikinn á föstudagkvöldið og tók við hann ítarlegt viðtal. Guðjón spurði Guðmund fyrst út í frábæran árangur íslensku þjálfaranna í þýsku deildinni en þeir eru allir með lið sín í toppbaráttunni í bestu deild í heimi. Alfreð Gíslason er með lið THW Kiel í efsta sæti, Guðmundur er með lið Rhein-Neckar Löwen í 3. sæti og Dagur Sigurðsson er með lið Füchse Berlin í 5. sæti eftir fyrstu níu umferðirnar. „Ég hef ekki hugsað mikið um þetta og vil minnst tala um þetta úti. Við erum hver og einn að einbeita okkur að okkar liði. Þetta hefur samt verið rætt og menn eru að velta því fyrir sér hverju þetta sæti. Ég veit að íslensku kollegar mínir eru mjög vinnusamir og duglegir sem og að þeir búa bæði yfir reynslu og þekkingu. Það nýtist hvaða liði sem er," sagði Guðmundur. „Kröfurnar eru mjög miklar hjá öllum þessum liðum sem um ræðir. Ef ég tala út frá mínu liði þá er krafan að við eigum að vinna alla leiki alveg sama hvort sem við erum að spila úti eða heima. Það er fljótt að koma þrýstingur á þjálfara ef að það vinnast ekki leikir eða jafnvel einn. Við þetta búum við allir en ef ég tala út frá sjálfum mér þá er allt gott á meðan vel gengur. Maður reynir því að halda því þannig," sagði Guðmundur. „Þetta tekur á og er að mörgu leiti slítandi starf. Það eru engu að síður ákveðin forréttindi að fá að þjálfa topplið í bestu deild í heimi. Þarna er mekka handboltans og þarna eru hlutirnar að gerast. Það eru því gríðarlega forréttindi að fá tækifæri til að starfa við þetta," sagði Guðmundur sem er sammála því að íslenska handboltadeildin sé að dragast aftur úr. „Það er orðinn gríðarlegur munur á íslenska boltanum og alþjóðlega boltanum. Menn verða alltaf að halda vöku sinni og fylgjast vel með. Það er mikilvægt að þjálfarnir hérna heima fylgist vel með þýska boltanum og Meistaradeildinni. Það er auðvelt að gera það og þar sjá menn hvað liðin eru að gera og á hvaða hraða þau eru að spila. Menn verða að tileinka sér nýja hluti. Það er hágæðahandbolti sem þarna er spilaður og þess vegna er mjög gaman að glíma við þetta," sagði Guðmundur. „Það er krafan að vera með lið í þremur efstu sætunum og það getum við sagt um okkur alla en Alfreð er reyndar með lið núna sem er einfaldlega í sérflokki. Það eru líka miklar kröfur gerðar til Dags líka en ef ég tala aftur út frá sjálfum mér þá er krafan þar að liðið sé meðal þriggja efstu í þesssari deild. Við stefnum á það að komast inn í Meistaradeildina aftur og það verður mjög erfitt því það eru fleiri góð lið komin inn í þennan pakka," sagði Guðmundur. Guðjón spurði Guðmund út í markvörsluna í Þýskalandi sem virðist vera í allt öðrum gæðaflokki en víðast annarsstaðar. „Það eru margir samverkandi þættir. Í fyrsta lagi eru bestu markverðir heims fengnir til að spila hjá þessum liðum og ef ég tala út frá okkur þá erum við með frábæran markmannsþjálfara, Thomas Svensson, sem er að vinna gríðarlega gott starf hjá okkur. Hann er að halda markmönnunum í toppstandi og er að þjálfa þá á markvissan hátt," sagði Guðmundur. „Það er líka mikið unnið með leikgreiningu. Við skoðum skot andstæðinganna og þeir fara yfir það mjög gaumgæfilega. Fyrst og síðast er verið að æfa mjög mikið og markvisst með markverðina og þeir eru með sér prógram. Þeir æfa að hluta til ekki með liðinu og eru út af fyrir sig meðp markmannsþjálfaranum. Þeir koma auðvitað inn á æfingarnar þegar við erum að spila á tvö mörk eða æfa leikkerfi. Þar fyrir utan eru þeir algjörlega með sitt eigið prógram og fylgja því," sagði Guðmundur. „Það er ekki nokkur vafi á því að ef menn ætla að ná árangri í þessari íþrótta þá þurfa þeir að æfa mjög vel og markvisst. Við erum að æfa mjög mikið og menn eru í algjöru toppformi. Það er algjörlega nauðsynlegt ef að þú ætlar að vera með í þessum bolta. Ef menn halda að þeir geti farið einhverja auðveldari leið þá er hún ekki til að mínu mati," sagði Guðmundur. „Menn hérna heima verða að vera grimmir að æfa, fylgjast vel með og passa sig á því að halda í við þá bestu. Það eru nokkur atriði sem ég vildi sá breytingu á hérna heima. Það er til dæmis það að mér finnst deildarkeppnin byrja of seint. Hún er að byrja í lok september þegar allir aðrir eru að fara af stað í lok ágúst og byrjun september. Menn verða líka að passa sig á því að spila næginlega marga leiki yfir tímabilið svo að menn fái næginlega leikæfingu og menn mega ekki fara að slaka á kröfunum hvað þetta varðar," sagði Guðmundur en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.
Íslenski handboltinn Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira