Einar Þór kominn í 1000 leiki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. nóvember 2011 08:00 Einar Þór Skarphéðinsson í leik ÍR og Njarðvíkur á dögunum. Mynd/Valli Körfuknattleiksdómarinn Einar Þór Skarphéðinsson úr Borgarnesi dæmdi á laugardag sinn 1000 körfuboltaleik þegar Snæfell lagði Val í Iceland Express-deild kvenna. „Maður er kominn í hóp góðra útvaldra," sagði Einar Þór þegar blaðamaður heyrði í honum hljóðið. Einar Þór grínaðist með að samkvæmt eigin talningu hefði hann dæmt 1000 leikinn á föstudaginn þegar ÍA mætti Hamri. Samkvæmt opinberum tölum hefði hann þó náð áfanganum í gær og taldi hann best að miða við þann leik. Einar Þór sagði hafa gengið vel að dæma 1000 leikinn en sagðist hafa lent í ýmsum ævintýrum í dómgæslu, jafnt góðum sem slæmum á ferlinum. „Það er samt þannig að jákvæðu minningarnar sitja eftir." Aðspurður um breytingar sem hafa orðið í dómgæslu síðan hann byrjaði að dæma árið 1988 nefnir hann fagmennsku. „Fagmennska er á mjög háu stigi, mun hærra en fólk gerir sér grein fyrir. Við erum mjög sjálfsgagnrýnir, sitjum marga fundi á hverju ári þar sem farið er yfir hvað megi betur fara," segir Einar Þór og nefnir sérstaklega helgarfund á hverju hausti þar sem körfuboltadómarar rýna í reglubreytingar og áherslubreytingar fyrir komandi tímabil. Einar Þór segir einnig körfuboltadómara vera í góðu formi. „Þú líkir því ekkert saman við það sem var fyrir 20 árum. Í dag eru körfuboltadómarar íþróttamenn. Ég æfi fjórum sinnum í viku fyrir utan leiki," segir Einar Þór sem segist eiga nóg eftir í dómgæslunni. „Við sem teljumst gömlu karlanir erum ekkert gamlir. Rétt skriðnir yfir fertugt og á besta aldri," segir Einar sem dæmdi í gær sinn þriðja leik á þremur dögum. Í leiknum vann Skallagrímur sigur á Laugdælum í 1. deild kvenna en Einar þekkti samdómara sinn betur en flesta. Þorkell Már Einarsson, 16 ára sonur Einars, dæmdi með honum. „Þetta er eitthvað sem hann tók upp hjá sjálfum sér. Honum var alls ekki ýtt út í þetta," segir Einar Þór léttur. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
Körfuknattleiksdómarinn Einar Þór Skarphéðinsson úr Borgarnesi dæmdi á laugardag sinn 1000 körfuboltaleik þegar Snæfell lagði Val í Iceland Express-deild kvenna. „Maður er kominn í hóp góðra útvaldra," sagði Einar Þór þegar blaðamaður heyrði í honum hljóðið. Einar Þór grínaðist með að samkvæmt eigin talningu hefði hann dæmt 1000 leikinn á föstudaginn þegar ÍA mætti Hamri. Samkvæmt opinberum tölum hefði hann þó náð áfanganum í gær og taldi hann best að miða við þann leik. Einar Þór sagði hafa gengið vel að dæma 1000 leikinn en sagðist hafa lent í ýmsum ævintýrum í dómgæslu, jafnt góðum sem slæmum á ferlinum. „Það er samt þannig að jákvæðu minningarnar sitja eftir." Aðspurður um breytingar sem hafa orðið í dómgæslu síðan hann byrjaði að dæma árið 1988 nefnir hann fagmennsku. „Fagmennska er á mjög háu stigi, mun hærra en fólk gerir sér grein fyrir. Við erum mjög sjálfsgagnrýnir, sitjum marga fundi á hverju ári þar sem farið er yfir hvað megi betur fara," segir Einar Þór og nefnir sérstaklega helgarfund á hverju hausti þar sem körfuboltadómarar rýna í reglubreytingar og áherslubreytingar fyrir komandi tímabil. Einar Þór segir einnig körfuboltadómara vera í góðu formi. „Þú líkir því ekkert saman við það sem var fyrir 20 árum. Í dag eru körfuboltadómarar íþróttamenn. Ég æfi fjórum sinnum í viku fyrir utan leiki," segir Einar Þór sem segist eiga nóg eftir í dómgæslunni. „Við sem teljumst gömlu karlanir erum ekkert gamlir. Rétt skriðnir yfir fertugt og á besta aldri," segir Einar sem dæmdi í gær sinn þriðja leik á þremur dögum. Í leiknum vann Skallagrímur sigur á Laugdælum í 1. deild kvenna en Einar þekkti samdómara sinn betur en flesta. Þorkell Már Einarsson, 16 ára sonur Einars, dæmdi með honum. „Þetta er eitthvað sem hann tók upp hjá sjálfum sér. Honum var alls ekki ýtt út í þetta," segir Einar Þór léttur.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira