Óskar Bjarni: Þetta var hörmung Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 4. desember 2011 20:12 Óskar Bjarni Óskarson. Mynd/Stefán Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals var allt annað en sáttur eftir stórtap Vals fyrir Haukum, 32-21, í Vodafonehöllinni að Hlíðarenda í dag. Valur hafði bikar að verja en átti aldrei möguleika gegn sterku liði Hauka. "Þeir voru mjög þéttir varnarlega og við áttum í miklum vandræðum með sóknarleikinn. Höndin fór bara alltaf upp og ef það var ekki tæknifeill þá varði Birkir. Þetta var gríðarlega erfitt sóknarlega og svo klukkuðum við þá ekki hinum megin á vellinum og fengum því hvorki markvörslu né hraðaupphlaup, við vorum bara lélegir í dag," sagði Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals eftir leik. "Við náðum aldrei að koma til baka í leiknum. Ég var ekki hræddur þó við værum undir 9-5 eða eitthvað í fyrri hálfleik en það gerðist aldrei neitt og þetta fór bara á hinn veginn. Við ákváðum að byrja seinni hálfleikinn í 6-0 í stað þess að reyna eitthvað og sjá hvort Bubbi (Hlynur Morthens) kæmi aftur inn en það bara gekk ekkert upp hjá okkur og allt hjá þeim. Þetta fór á versta veg, var bara hörmung," sagði Óskar Bjarni sem hafði stýrt Val í fjóra bikarúrslitaleiki í röð sem þrír sigruðust, 2008,2009 og 2011. "Það er til skammar að tapa svona. Við höfum náð góðum árangri í bikarnum og viljum vera í bikarúrslitum en í mínum huga er sárast hvað við buðum upp á hérna, okkur sjálfum, félaginu, þetta er ekki boðlegt." "Það var líka erfitt að við fengum lítið út úr hægra horninu með Finn Inga meiddan og Anton var að spila veikur eins og sást. Ég setti Valdimar inn í liðið sem ég ætlaði ekki að gera fyrir áramót. Það var erfitt að ná taktinum sem maður er alltaf að glíma við í svona miklum meiðslum gegn svona þéttu liði. Við fundum ekki taktinn í þessu hvorki í vörn né sókn. Við litum út eins og aumingjar," sagði Óskar Bjarni að lokum. Íslenski handboltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals var allt annað en sáttur eftir stórtap Vals fyrir Haukum, 32-21, í Vodafonehöllinni að Hlíðarenda í dag. Valur hafði bikar að verja en átti aldrei möguleika gegn sterku liði Hauka. "Þeir voru mjög þéttir varnarlega og við áttum í miklum vandræðum með sóknarleikinn. Höndin fór bara alltaf upp og ef það var ekki tæknifeill þá varði Birkir. Þetta var gríðarlega erfitt sóknarlega og svo klukkuðum við þá ekki hinum megin á vellinum og fengum því hvorki markvörslu né hraðaupphlaup, við vorum bara lélegir í dag," sagði Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals eftir leik. "Við náðum aldrei að koma til baka í leiknum. Ég var ekki hræddur þó við værum undir 9-5 eða eitthvað í fyrri hálfleik en það gerðist aldrei neitt og þetta fór bara á hinn veginn. Við ákváðum að byrja seinni hálfleikinn í 6-0 í stað þess að reyna eitthvað og sjá hvort Bubbi (Hlynur Morthens) kæmi aftur inn en það bara gekk ekkert upp hjá okkur og allt hjá þeim. Þetta fór á versta veg, var bara hörmung," sagði Óskar Bjarni sem hafði stýrt Val í fjóra bikarúrslitaleiki í röð sem þrír sigruðust, 2008,2009 og 2011. "Það er til skammar að tapa svona. Við höfum náð góðum árangri í bikarnum og viljum vera í bikarúrslitum en í mínum huga er sárast hvað við buðum upp á hérna, okkur sjálfum, félaginu, þetta er ekki boðlegt." "Það var líka erfitt að við fengum lítið út úr hægra horninu með Finn Inga meiddan og Anton var að spila veikur eins og sást. Ég setti Valdimar inn í liðið sem ég ætlaði ekki að gera fyrir áramót. Það var erfitt að ná taktinum sem maður er alltaf að glíma við í svona miklum meiðslum gegn svona þéttu liði. Við fundum ekki taktinn í þessu hvorki í vörn né sókn. Við litum út eins og aumingjar," sagði Óskar Bjarni að lokum.
Íslenski handboltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira