Borðar ís fyrir kraftlyftingamót 2. desember 2011 13:30 Það er ekki nema eitt ár síðan Hulda B. Waage byrjaði að æfa kraftlyftingar en hún varð bikarmeistari kvenna í greininni á Bikarmeistaramóti KRAFT 2011 sem haldið var um síðustu helgi á Akureyri. Þá sló hún fjögur Íslandsmet á mótinu. Hulda keppti fyrir Breiðablik sem var stigahæsta liðið á mótinu. Hún æfir sex sinnum í viku en dagurinn byrjar ekki fyrr en hún er búin að fá sér góðan morgunmat. Fyrir mót borðar hún síðan ógrynni af ís.Af hverju fórst þú að æfa kraftlyftingar ? Þjálfarinn minn, Jens Andri Fylkisson, sem er ÍAK einkaþjálfari og kraftlyftingamaður, sannfærði mig um það eftir nokkra mánuði í einkaþjálfun að ég væri gott efni í góðan kraftlyftingaíþróttamann. Mig langaði alltaf að verða sterk en þó var hugsunin alltaf sú í þjálfuninni að verða léttari, það hefur ekki beint tekist en ég er mun grennri og flottari.Er öðruvísi að vera kona í þessari grein? Ég býst fastlega við að það sé öðruvísi að vera kona í þessari grein, sem og í öðrum íþróttum. Ég hef bara aldrei prófað að vera karlmaður svo ég hef ekki samanburðinn. Við erum auðvitað færri í íþróttinni og ég er því oft eina daman sem er að æfa með strákunum í „Camelot", lyftingasal Breiðabliks. Þeir eru yfirleitt mjög þægilegir í umgengni en það er þó ekki alltaf, þeir mega þó eiga það að þeir gefa manni góða leiðsögn og styðja við bakið á mér og eru virkilega stoltir af þeim árangri sem ég hef náð.Er bikarmeistaratitillinn þinn besti árangur? Já, ég verð nú að segja að það er minn besti árangur enda eitthvað sem ég hef unnið hart að síðan á Íslandsmeistaramótinu sem var haldið í mars. Á bikarmótinu setti ég líka 4 Íslandsmet sem er það sem ég er stoltust af. Ég byrjaði mótið ekkert sérstaklega vel en setti þó Íslandsmet í hnébeygju, 160,5 kg, og ég kláraði rosalega vel á réttstöðu 179,5 kg sem er Íslandsmet og 12 kg meira en fyrra Íslandsmetið sem Guðrún Gróa setti í mars á Íslandsmeistaramótinu og það sem meira er þyngsta gildandi íslandsmet í réttstöðu kvenna.Hvaða merkingu hefur bikarmeistaratitillinn? Fyrir mig persónulega þá er ég loksins að ná því markmiði sem ég setti mér, eitthvað sem mér datt ekki einu sinni í hug að ég gæti og að öll sú vinna sem ég lagði í þetta var alls ekki til einskis. Utan þess þá hefur þessi titill þá merkingu að ég á mjög líklega möguleika á að fara erlendis að keppa.Hverju þakkarðu árangurinn? Mikilli vinnu, góðu mataræði og fæðubótaefnum frá perform.is, frábærum þjálfara og því að ég gafst aldrei upp þó að á móti blési. Ég hef æft að minnsta kosti 6 sinnum í viku síðan í nóvember í fyrra, reyndar hafa æfingarnar verið mis erfiðar og sumar bara léttir göngutúrar en að minnst 3 í viku hef ég tekið þungar og langar lyftingaæfingar. Dagurinn byrjar ekki fyrr en ég fæ mér góðan morgunmat þá annað hvort próteindrykk og ávöxt eða 3 spæld egg og smoothie sem ég geri úr appelsínusafa, spínati, engifer og lime. Matarræðið samanstendur af próteindrykkjum (Hámark og 100% Whey Protein frá Perform.is), eggjum, fiski, kjúklingi, grænmeti, ávöxtum og hnetum. Ís er sér fæðuflokkur hjá mér og fyrir mót á ég það til að borða ógrynni af ís, Ég er sannfærð um að hann gefi vel. Svo er það fæðubótin, á hverju degi tek ég inn D-vítamín, magnesíum, zink, Creatine ethyl ester og CLA.Hvað stefnir þú á í framhaldinu? Næstkomandi laugardag keppi ég í réttstöðulyftu á Selfossi, markmiðið er að fara yfir Íslandsmetið mitt. Eftir það tekur við smá pása, sem er þó engin pása þjálfunin heldur áfram en breytist örlítið. Annars er hellingur af mótum á næsta ári, vonandi keppi ég erlendis. Markmiðið er að vera samkeppnishæf á erlendri grundu. Næstu kílóatölur sem ég stefni að eru 210 kg í réttstöðu, 200 kg í hnébeygju og 117,5 kg í bekkpressu og ég vil ná þeim tölum á næsta ári. Lífið Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Sjá meira
Það er ekki nema eitt ár síðan Hulda B. Waage byrjaði að æfa kraftlyftingar en hún varð bikarmeistari kvenna í greininni á Bikarmeistaramóti KRAFT 2011 sem haldið var um síðustu helgi á Akureyri. Þá sló hún fjögur Íslandsmet á mótinu. Hulda keppti fyrir Breiðablik sem var stigahæsta liðið á mótinu. Hún æfir sex sinnum í viku en dagurinn byrjar ekki fyrr en hún er búin að fá sér góðan morgunmat. Fyrir mót borðar hún síðan ógrynni af ís.Af hverju fórst þú að æfa kraftlyftingar ? Þjálfarinn minn, Jens Andri Fylkisson, sem er ÍAK einkaþjálfari og kraftlyftingamaður, sannfærði mig um það eftir nokkra mánuði í einkaþjálfun að ég væri gott efni í góðan kraftlyftingaíþróttamann. Mig langaði alltaf að verða sterk en þó var hugsunin alltaf sú í þjálfuninni að verða léttari, það hefur ekki beint tekist en ég er mun grennri og flottari.Er öðruvísi að vera kona í þessari grein? Ég býst fastlega við að það sé öðruvísi að vera kona í þessari grein, sem og í öðrum íþróttum. Ég hef bara aldrei prófað að vera karlmaður svo ég hef ekki samanburðinn. Við erum auðvitað færri í íþróttinni og ég er því oft eina daman sem er að æfa með strákunum í „Camelot", lyftingasal Breiðabliks. Þeir eru yfirleitt mjög þægilegir í umgengni en það er þó ekki alltaf, þeir mega þó eiga það að þeir gefa manni góða leiðsögn og styðja við bakið á mér og eru virkilega stoltir af þeim árangri sem ég hef náð.Er bikarmeistaratitillinn þinn besti árangur? Já, ég verð nú að segja að það er minn besti árangur enda eitthvað sem ég hef unnið hart að síðan á Íslandsmeistaramótinu sem var haldið í mars. Á bikarmótinu setti ég líka 4 Íslandsmet sem er það sem ég er stoltust af. Ég byrjaði mótið ekkert sérstaklega vel en setti þó Íslandsmet í hnébeygju, 160,5 kg, og ég kláraði rosalega vel á réttstöðu 179,5 kg sem er Íslandsmet og 12 kg meira en fyrra Íslandsmetið sem Guðrún Gróa setti í mars á Íslandsmeistaramótinu og það sem meira er þyngsta gildandi íslandsmet í réttstöðu kvenna.Hvaða merkingu hefur bikarmeistaratitillinn? Fyrir mig persónulega þá er ég loksins að ná því markmiði sem ég setti mér, eitthvað sem mér datt ekki einu sinni í hug að ég gæti og að öll sú vinna sem ég lagði í þetta var alls ekki til einskis. Utan þess þá hefur þessi titill þá merkingu að ég á mjög líklega möguleika á að fara erlendis að keppa.Hverju þakkarðu árangurinn? Mikilli vinnu, góðu mataræði og fæðubótaefnum frá perform.is, frábærum þjálfara og því að ég gafst aldrei upp þó að á móti blési. Ég hef æft að minnsta kosti 6 sinnum í viku síðan í nóvember í fyrra, reyndar hafa æfingarnar verið mis erfiðar og sumar bara léttir göngutúrar en að minnst 3 í viku hef ég tekið þungar og langar lyftingaæfingar. Dagurinn byrjar ekki fyrr en ég fæ mér góðan morgunmat þá annað hvort próteindrykk og ávöxt eða 3 spæld egg og smoothie sem ég geri úr appelsínusafa, spínati, engifer og lime. Matarræðið samanstendur af próteindrykkjum (Hámark og 100% Whey Protein frá Perform.is), eggjum, fiski, kjúklingi, grænmeti, ávöxtum og hnetum. Ís er sér fæðuflokkur hjá mér og fyrir mót á ég það til að borða ógrynni af ís, Ég er sannfærð um að hann gefi vel. Svo er það fæðubótin, á hverju degi tek ég inn D-vítamín, magnesíum, zink, Creatine ethyl ester og CLA.Hvað stefnir þú á í framhaldinu? Næstkomandi laugardag keppi ég í réttstöðulyftu á Selfossi, markmiðið er að fara yfir Íslandsmetið mitt. Eftir það tekur við smá pása, sem er þó engin pása þjálfunin heldur áfram en breytist örlítið. Annars er hellingur af mótum á næsta ári, vonandi keppi ég erlendis. Markmiðið er að vera samkeppnishæf á erlendri grundu. Næstu kílóatölur sem ég stefni að eru 210 kg í réttstöðu, 200 kg í hnébeygju og 117,5 kg í bekkpressu og ég vil ná þeim tölum á næsta ári.
Lífið Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Sjá meira