SUS gagnrýnir sjálfstæðismenn í fjárlaganefnd Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. febrúar 2011 17:07 Ólafur Örn Níelsen er formaður SUS. Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna gagnrýnir harðlega fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd Alþingis, þau Ásbjörn Óttarsson, Kristján Þór Júlíusson og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, fyrir stuðning sinn við nýtt Icesave frumvarp. Þetta kemur fram í ályktun sem SUS sendi frá sér síðdegis. Þar segir að í nefndaráliti sem þremenningarnir lögðu fram 2. febrúar sé fullum stuðningi lýst við frumvarp ríkisstjórnarinnar. Engin tilraun sé gerð af hálfu þremenninganna til þess að útskýra hvers vegna íslenskir skattgreiðendur beri nú skyndilega ábyrgð á innlánum Breta og Hollendinga. „Þingmennirnir virðast í blindni treysta því mati stjórnvalda að samningurinn muni „aðeins" kosta skattgreiðendur um 50 milljarða króna. Barnalegt er að treysta á vonina eina. Bæði er mikil óvissa um það hvað fæst fyrir eignir Landsbankans og hvernig gengi krónunnar mun þróast. Áhættan af þróun þessara þátta liggur að öllu leyti hjá íslenskum skattgreiðendum sem með samningunum þurfa að taka á sig skuldbindingar í erlendri mynt. Þannig má nefna að ef krónan veikist um 2% á ársfjórðungi, fyrsta greiðslan úr þrotabúi Landsbankans berst ekki fyrr en 1. apríl 2012 og endurheimtur verða 10% minni en áætlað er þá fer kostnaðurinn úr 50 milljörðum í 233 milljarða," segir í ályktun SUS. Þá segir í ályktuninni að grundvallarspurningin sé ekki hvernig og á hvaða kjörum eigi að greiða kröfur Breta og Hollendinga. Ungir sjálfstæðismenn hafi frá upphafi hafnað að þeirra kynslóð, og kynslóð barna þeirra, verði bundin á skuldaklafa Icesave án þess að réttmætur grundvöllur sé til þess og að þær séu undirseldar mikilli áhættu um endanlega fjárhæð þeirra skulda. Stjórn SUS telur tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd vera fullkomin svik við þá stefnu Sjálfstæðisflokksins sem samþykkt var á landsfundi 2010 um að hafna beri löglausum kröfum Breta og Hollendinga í Icesave málinu. Icesave Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna gagnrýnir harðlega fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd Alþingis, þau Ásbjörn Óttarsson, Kristján Þór Júlíusson og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, fyrir stuðning sinn við nýtt Icesave frumvarp. Þetta kemur fram í ályktun sem SUS sendi frá sér síðdegis. Þar segir að í nefndaráliti sem þremenningarnir lögðu fram 2. febrúar sé fullum stuðningi lýst við frumvarp ríkisstjórnarinnar. Engin tilraun sé gerð af hálfu þremenninganna til þess að útskýra hvers vegna íslenskir skattgreiðendur beri nú skyndilega ábyrgð á innlánum Breta og Hollendinga. „Þingmennirnir virðast í blindni treysta því mati stjórnvalda að samningurinn muni „aðeins" kosta skattgreiðendur um 50 milljarða króna. Barnalegt er að treysta á vonina eina. Bæði er mikil óvissa um það hvað fæst fyrir eignir Landsbankans og hvernig gengi krónunnar mun þróast. Áhættan af þróun þessara þátta liggur að öllu leyti hjá íslenskum skattgreiðendum sem með samningunum þurfa að taka á sig skuldbindingar í erlendri mynt. Þannig má nefna að ef krónan veikist um 2% á ársfjórðungi, fyrsta greiðslan úr þrotabúi Landsbankans berst ekki fyrr en 1. apríl 2012 og endurheimtur verða 10% minni en áætlað er þá fer kostnaðurinn úr 50 milljörðum í 233 milljarða," segir í ályktun SUS. Þá segir í ályktuninni að grundvallarspurningin sé ekki hvernig og á hvaða kjörum eigi að greiða kröfur Breta og Hollendinga. Ungir sjálfstæðismenn hafi frá upphafi hafnað að þeirra kynslóð, og kynslóð barna þeirra, verði bundin á skuldaklafa Icesave án þess að réttmætur grundvöllur sé til þess og að þær séu undirseldar mikilli áhættu um endanlega fjárhæð þeirra skulda. Stjórn SUS telur tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd vera fullkomin svik við þá stefnu Sjálfstæðisflokksins sem samþykkt var á landsfundi 2010 um að hafna beri löglausum kröfum Breta og Hollendinga í Icesave málinu.
Icesave Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira