Jafnrétti í raun.... Sigurður Magnússon skrifar 5. febrúar 2011 06:00 Á Íslandi ríkir jafnrétti. Lög um jafna stöðu og jafnan rétt, lög um launajöfnuð kvenna og karla kveða á um það. Þetta köllum við formlegt jafnrétti. En teygir það anga sína inn í nærumhverfi okkar, heimilið, skólann, vinnustaðinn? Í nýútkominni skýrslu frá norrænu ráðherranefndinni kemur fram að þrátt fyrir aukna þátttöku kvenna á vinnumarkaði hér á landi væri meginábyrgðin á heimilisstörfum og líðan stórfjölskyldunnar almennt enn á herðum kvenna. Konur eru því almennt undir miklu álagi varðandi samhæfingu fjölskyldu og atvinnulífs. Dæmi voru um að íslenskar konur sem tóku þátt í rýnihópum í skýrslunni hafi einnig borið ábyrgð á öldruðum foreldrum og jafnvel verið beðnar um að aðstoða einhleypa bræður sína við heimilisþrif. Annað dæmi var um einstæða móður sem fékk ekki vinnu vegna þess að hún átti ekki foreldra álífi né systur sem gæti hlaupið undir bagga með henni í veikindum barnsins. Hún átti hinsvegar tvo bræður, en það virtist einu gilda í þessu sambandi. Á vinnumarkaði virðist viðvarandi launamunur og ríkjandi viðhorf atvinnurekanda viðhalda hefðbundnum staðalmyndum kynjanna, samkvæmt skýrslunni. Það hefði síðan áhrif á stöðu kvenna inni á heimilunum þar sem karla þættu ómissandi starfskraftur í fyrirtækjunum og vinnan gengi því fyrir fjölskylduábyrgð. Forsenda jafnréttis á vinnumarkaði hlýtur því að vera sameiginleg ábyrgð foreldra á ummönnun barna og jöfn þátttaka í rekstri heimilisins. Ein skýrasta birtingarmynd þess hve litið er upp til feðraveldisins í þessu sambandi er hvernig samfélagið hefur talað upp karlanna t.d. hvað varðar fæðingarorlofið, á sama tíma og konur eru talaðar niður þegar kemur að jöfnum rétti kynjanna. Körlum er hrósað fyrir aukna þátttöku í fjölskyldulífi og ummönnun barna sinna á meðan konum er legið á hálsi að nýta ekki allt fæðingarorlof eða fara of fljótt aftur út á vinnumarkaðinn. Enn og aftur græða karlar á umræðunni um jafnréttismál, sem á að vera hagsmunamál beggja kynja. Auka þarf hlut karla inni á heimilum - og hlut kvenna utan þeirra, báðum í hag. Þegar við lítum á stjórnsýsluna blasir við okkur misréttið hvert sem litið er. Konur eru í miklum minnihluta í áhrifastöðum og hlutfall kvenna í nefndum og ráðum er í flestum tilfellum lægra en hlutfall karla, þrátt fyrir endurskoðun jafnstöðulaganna frá 2008. Þetta á líka við í stjórnum fyrirtækja og félagasamtaka. Samt eru konur helmingur þjóðarinnar. Þegar þessir þættir eru skoðaðir í heild hlýtur spurningin að vakna. Er jafnréttið mikið í raun? +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Sjá meira
Á Íslandi ríkir jafnrétti. Lög um jafna stöðu og jafnan rétt, lög um launajöfnuð kvenna og karla kveða á um það. Þetta köllum við formlegt jafnrétti. En teygir það anga sína inn í nærumhverfi okkar, heimilið, skólann, vinnustaðinn? Í nýútkominni skýrslu frá norrænu ráðherranefndinni kemur fram að þrátt fyrir aukna þátttöku kvenna á vinnumarkaði hér á landi væri meginábyrgðin á heimilisstörfum og líðan stórfjölskyldunnar almennt enn á herðum kvenna. Konur eru því almennt undir miklu álagi varðandi samhæfingu fjölskyldu og atvinnulífs. Dæmi voru um að íslenskar konur sem tóku þátt í rýnihópum í skýrslunni hafi einnig borið ábyrgð á öldruðum foreldrum og jafnvel verið beðnar um að aðstoða einhleypa bræður sína við heimilisþrif. Annað dæmi var um einstæða móður sem fékk ekki vinnu vegna þess að hún átti ekki foreldra álífi né systur sem gæti hlaupið undir bagga með henni í veikindum barnsins. Hún átti hinsvegar tvo bræður, en það virtist einu gilda í þessu sambandi. Á vinnumarkaði virðist viðvarandi launamunur og ríkjandi viðhorf atvinnurekanda viðhalda hefðbundnum staðalmyndum kynjanna, samkvæmt skýrslunni. Það hefði síðan áhrif á stöðu kvenna inni á heimilunum þar sem karla þættu ómissandi starfskraftur í fyrirtækjunum og vinnan gengi því fyrir fjölskylduábyrgð. Forsenda jafnréttis á vinnumarkaði hlýtur því að vera sameiginleg ábyrgð foreldra á ummönnun barna og jöfn þátttaka í rekstri heimilisins. Ein skýrasta birtingarmynd þess hve litið er upp til feðraveldisins í þessu sambandi er hvernig samfélagið hefur talað upp karlanna t.d. hvað varðar fæðingarorlofið, á sama tíma og konur eru talaðar niður þegar kemur að jöfnum rétti kynjanna. Körlum er hrósað fyrir aukna þátttöku í fjölskyldulífi og ummönnun barna sinna á meðan konum er legið á hálsi að nýta ekki allt fæðingarorlof eða fara of fljótt aftur út á vinnumarkaðinn. Enn og aftur græða karlar á umræðunni um jafnréttismál, sem á að vera hagsmunamál beggja kynja. Auka þarf hlut karla inni á heimilum - og hlut kvenna utan þeirra, báðum í hag. Þegar við lítum á stjórnsýsluna blasir við okkur misréttið hvert sem litið er. Konur eru í miklum minnihluta í áhrifastöðum og hlutfall kvenna í nefndum og ráðum er í flestum tilfellum lægra en hlutfall karla, þrátt fyrir endurskoðun jafnstöðulaganna frá 2008. Þetta á líka við í stjórnum fyrirtækja og félagasamtaka. Samt eru konur helmingur þjóðarinnar. Þegar þessir þættir eru skoðaðir í heild hlýtur spurningin að vakna. Er jafnréttið mikið í raun? +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar