Sekt hinna saklausu Óttar M. Norðfjörð skrifar 2. febrúar 2011 06:00 Á hverjum degi erum við kaffærð í fréttum. Flestar fara inn um annað eyrað og út um hitt, en ein hefur haldist lengi í höfðinu á mér. Fréttin fjallaði um heimilisofbeldi. Samkvæmt henni beitir sjötti hver karlmaður konuna sína ofbeldi á lífsleiðinni. Það eru rúm 16%. Ég á sex karlkyns vini. Tölfræðin segir mér að einn þeirra beiti konuna sína ofbeldi. Karlmenn koma ekki vel út úr hvers kyns tölfræði. Við deyjum fyrr en konur, fáum undarlega há laun miðað við þær, og svo erum við líka ofbeldisfyllri. Yfir 80% heimilisofbeldis eru af völdum karlmanna. Yfir 80% kærðra nauðgana eru af hendi karlmanna. Einræðisherrar eru í 100% tilvikum karlmenn (ég man ekki eftir einni „einræðisfrú"). Karlmenn, kannski hljómar þetta öfgafullt, en sú staðreynd að við erum karlmenn gerir okkur að sökudólgum. Hvers vegna? Því annað hvort ert þú einn þessara 16% karlmanna sem beita konur ofbeldi. Við þig vil ég einfaldlega segja: Éttu skít. Eða þú ert einn hinna karlmannanna, og við erum sem betur fer í miklum meirihluta eða 84%. Við þig segi ég: Einhver vina þinna er að beita konuna sína ofbeldi. Þótt þú neitir að trúa því, þá sýnir tölfræðin það. Og það er í þínum verkahring að gera eitthvað í málinu. Þótt þú tilheyrir þessum 84% ertu ekki saklaus, því stundum er aðgerðarleysi líka glæpur. Að ójafnrétti og ofbeldi þrífist í samfélagi okkar er ekki bara sumum að kenna, það er öllum að kenna. Líka þér. Karlmenn, þorum að tala gegn misrétti þegar við verðum þess varir. Að þegja og líta undan jafngildir samþykki. Þorum að þagga niður í karlrembunum í kringum okkur og koma þeim þangað sem þær eiga heima - á fornminjasafn. Þorum að spyrja ef okkur grunar vafasama hegðun heima hjá vini okkar, því ef við gerum það ekki erum við að leggja blessun okkar yfir ofbeldi og óréttlæti. Ef aftur á móti allir láta til sín taka í jafnréttisbaráttunni - þar á meðal þú - getur Ísland orðið enn betra samfélag til að búa í. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Á hverjum degi erum við kaffærð í fréttum. Flestar fara inn um annað eyrað og út um hitt, en ein hefur haldist lengi í höfðinu á mér. Fréttin fjallaði um heimilisofbeldi. Samkvæmt henni beitir sjötti hver karlmaður konuna sína ofbeldi á lífsleiðinni. Það eru rúm 16%. Ég á sex karlkyns vini. Tölfræðin segir mér að einn þeirra beiti konuna sína ofbeldi. Karlmenn koma ekki vel út úr hvers kyns tölfræði. Við deyjum fyrr en konur, fáum undarlega há laun miðað við þær, og svo erum við líka ofbeldisfyllri. Yfir 80% heimilisofbeldis eru af völdum karlmanna. Yfir 80% kærðra nauðgana eru af hendi karlmanna. Einræðisherrar eru í 100% tilvikum karlmenn (ég man ekki eftir einni „einræðisfrú"). Karlmenn, kannski hljómar þetta öfgafullt, en sú staðreynd að við erum karlmenn gerir okkur að sökudólgum. Hvers vegna? Því annað hvort ert þú einn þessara 16% karlmanna sem beita konur ofbeldi. Við þig vil ég einfaldlega segja: Éttu skít. Eða þú ert einn hinna karlmannanna, og við erum sem betur fer í miklum meirihluta eða 84%. Við þig segi ég: Einhver vina þinna er að beita konuna sína ofbeldi. Þótt þú neitir að trúa því, þá sýnir tölfræðin það. Og það er í þínum verkahring að gera eitthvað í málinu. Þótt þú tilheyrir þessum 84% ertu ekki saklaus, því stundum er aðgerðarleysi líka glæpur. Að ójafnrétti og ofbeldi þrífist í samfélagi okkar er ekki bara sumum að kenna, það er öllum að kenna. Líka þér. Karlmenn, þorum að tala gegn misrétti þegar við verðum þess varir. Að þegja og líta undan jafngildir samþykki. Þorum að þagga niður í karlrembunum í kringum okkur og koma þeim þangað sem þær eiga heima - á fornminjasafn. Þorum að spyrja ef okkur grunar vafasama hegðun heima hjá vini okkar, því ef við gerum það ekki erum við að leggja blessun okkar yfir ofbeldi og óréttlæti. Ef aftur á móti allir láta til sín taka í jafnréttisbaráttunni - þar á meðal þú - getur Ísland orðið enn betra samfélag til að búa í. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar