Þurfum að vera á tánum til að halda okkur á toppnum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. janúar 2011 14:49 Vísir ræddi ítarlega við Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara eftir lokaleik íslenska liðsins á HM. Þar var Guðmundur meðal annars spurður út í framtíðina og hvort íslenska liðið væri að fjarlægjast þau bestu á nýjan leik. "Við þurfum að skoða hvað gerðist. Við spiluðum frábærlega í riðlinum en þar var enginn léttur leikur. Við þurftum að spila alla leiki á fullri ferð. Síðustu tveir leikirnir gegn Austurríki og Noregi voru síðan gríðarlega erfiðir. "Við hittum ekki á það gegn Þjóðverjum á meðan þeir eiga mjög góðan leik. Það verður spennufall enda vonbrigðin mikil þar sem við ætluðum okkur meira. Við ætluðum okkur í undanúrslit og menn sáu þann möguleika hverfa sér eftir þann leik. "Eftir það var á brattann að sækja. Engu að síður er ég geri þetta upp er ekki hægt að kvarta. Ef það hefði verið sagt við mig fyrir mót hvort það væri gott að ná einu af sex efstu sætunum og sæti í undankeppni ÓL þá hefðu flestir sagt já. "Það var ekki innistæða fyrir betri árangri á þessu móti. Ég var svartsýnn í október en okkur tókst að búa til frábæra vörn á fáum dögum. Hún skilaði okkur þessu sjötta sæti og það í riðlinum. Ég er ánægður með það en engu að síður vorum við ekki nógu góðir til að fara lengra að þessu sinni. Við verðum að átta okkur á því," sagði Guðmundur og staðfesti að liðið hefði sett stefnuna á gullið. Ísland tapaði sannfærandi fyrir Spánverjum og Frökkum og lá svo einnig fyrir Króatíu. Er Ísland að fjarlægjast þessi lið á nýjan leik? "Ég held við verðum að skoða okkar gang. Ég var samt sáttur við sóknarleikinn gegn Frökkum en við gáfum eftir varnarlega. "Ég held við séum ekki að fjarlægjast þessi lið en við verðum að vera á tánum til þess að halda okkur á toppnum. Ef efstu liðin eru skoðuð geta allir unnið hvorn annan. Við erum nálægt efstu liðunum," sagði Guðmundur en verður hann áfram með landsliðið? "Eins og staðan er í dag er ekkert annað í spilunum. Við sjáum hvað verður. Nú þarf aðeins að fá frí og hugsa málið og svo sjáum við hvað setur." Scroll-HM2011 Skroll-Íþróttir Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Vísir ræddi ítarlega við Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara eftir lokaleik íslenska liðsins á HM. Þar var Guðmundur meðal annars spurður út í framtíðina og hvort íslenska liðið væri að fjarlægjast þau bestu á nýjan leik. "Við þurfum að skoða hvað gerðist. Við spiluðum frábærlega í riðlinum en þar var enginn léttur leikur. Við þurftum að spila alla leiki á fullri ferð. Síðustu tveir leikirnir gegn Austurríki og Noregi voru síðan gríðarlega erfiðir. "Við hittum ekki á það gegn Þjóðverjum á meðan þeir eiga mjög góðan leik. Það verður spennufall enda vonbrigðin mikil þar sem við ætluðum okkur meira. Við ætluðum okkur í undanúrslit og menn sáu þann möguleika hverfa sér eftir þann leik. "Eftir það var á brattann að sækja. Engu að síður er ég geri þetta upp er ekki hægt að kvarta. Ef það hefði verið sagt við mig fyrir mót hvort það væri gott að ná einu af sex efstu sætunum og sæti í undankeppni ÓL þá hefðu flestir sagt já. "Það var ekki innistæða fyrir betri árangri á þessu móti. Ég var svartsýnn í október en okkur tókst að búa til frábæra vörn á fáum dögum. Hún skilaði okkur þessu sjötta sæti og það í riðlinum. Ég er ánægður með það en engu að síður vorum við ekki nógu góðir til að fara lengra að þessu sinni. Við verðum að átta okkur á því," sagði Guðmundur og staðfesti að liðið hefði sett stefnuna á gullið. Ísland tapaði sannfærandi fyrir Spánverjum og Frökkum og lá svo einnig fyrir Króatíu. Er Ísland að fjarlægjast þessi lið á nýjan leik? "Ég held við verðum að skoða okkar gang. Ég var samt sáttur við sóknarleikinn gegn Frökkum en við gáfum eftir varnarlega. "Ég held við séum ekki að fjarlægjast þessi lið en við verðum að vera á tánum til þess að halda okkur á toppnum. Ef efstu liðin eru skoðuð geta allir unnið hvorn annan. Við erum nálægt efstu liðunum," sagði Guðmundur en verður hann áfram með landsliðið? "Eins og staðan er í dag er ekkert annað í spilunum. Við sjáum hvað verður. Nú þarf aðeins að fá frí og hugsa málið og svo sjáum við hvað setur."
Scroll-HM2011 Skroll-Íþróttir Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira