Og Sannmælinn hlýtur... Guðni Már Harðarson. skrifar 26. janúar 2011 06:00 Suma hluti látum við ekki bjóða okkur. Ef barnið þitt væri að keppa í 100 metra hlaupi og þú kæmist að því að barnið, ásamt helmingi keppenda, hefði verið látið byrja hlaupið 7 metrum fyrir aftan ráslínuna myndir þú vitanlega reiðast. Þú myndir krefjast þess að hlaupið yrði endurtekið þar sem helmingur keppenda naut ekki sannmælis. Fáum stæði jafnframt á sama ef þau fyndu út að vísvitandi væri búið að rífa úr 14 af 200 blaðsíðum í kennslubók hjá börnum þeirra. Ekkert okkar myndi heldur svara því til í skoðanakönnun að okkur þætti ásættanlegt að öll börn í O-blóðflokki (sem um helmingur þjóðarinnar tilheyrir) þyrftu í framtíðinni, blóðflokksins vegna, að sætta sig við 7% lægri laun fyrir sömu störf en börn í öðrum blóðflokkum. Það stafar óréttlæti af þessum dæmum. Blóðflokkabundinn launamunur væri fáránleg hugmynd, óhugsandi della. Engu að síður búum við við þá staðreynd að rannsóknir staðfesta kynbundinn launamun á Íslandi. Hagstofan gerði rannsókn á launum 185 þúsund einstaklinga á almennum vinnumarkaði á árunum 2000-2007 sem leiddi í ljós 7.3% óútskýrðan launamun á milli kynjanna. Í árlegri launakönnun VR var niðurstaðan fyrir árið 2009 að „með 95% vissu megi segja að meðal fólks á svipuðum aldri, með sama starfsaldur, í sömu starfsstétt, með sambærilegan vinnutíma og sambærilega menntun séu konur með á bilinu 8,5% til 11,7% lægri heildarlaun en karlar.“ Athugum að hér er búið að taka út þætti eins og meiri yfirvinnu karla í ákveðnum starfsstéttum, möguleg áhrif menntunar eða aðrar eðlilegar skýringar. Eftir stendur sú fáránlega staðreynd, óhugsandi della, að konur gjalda fyrir kyn sitt þegar kemur að útborguðum launum. Kynbundinn launamun getum við ekki látið bjóða okkur. Mætti gæðavotta eða verðlauna fyrirtæki sem tryggja að allir njóti sannmælis í launum, óháð blóðflokkum, kyni eða háralit? Veita slíkum vinnustöðum Sannmælinn - tákn um að þar sé tryggt að þar njóti allir sannmælis í launum? Það væru góð skilaboð til barnanna minna að velja að versla við þannig fyrirtæki. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Sjá meira
Suma hluti látum við ekki bjóða okkur. Ef barnið þitt væri að keppa í 100 metra hlaupi og þú kæmist að því að barnið, ásamt helmingi keppenda, hefði verið látið byrja hlaupið 7 metrum fyrir aftan ráslínuna myndir þú vitanlega reiðast. Þú myndir krefjast þess að hlaupið yrði endurtekið þar sem helmingur keppenda naut ekki sannmælis. Fáum stæði jafnframt á sama ef þau fyndu út að vísvitandi væri búið að rífa úr 14 af 200 blaðsíðum í kennslubók hjá börnum þeirra. Ekkert okkar myndi heldur svara því til í skoðanakönnun að okkur þætti ásættanlegt að öll börn í O-blóðflokki (sem um helmingur þjóðarinnar tilheyrir) þyrftu í framtíðinni, blóðflokksins vegna, að sætta sig við 7% lægri laun fyrir sömu störf en börn í öðrum blóðflokkum. Það stafar óréttlæti af þessum dæmum. Blóðflokkabundinn launamunur væri fáránleg hugmynd, óhugsandi della. Engu að síður búum við við þá staðreynd að rannsóknir staðfesta kynbundinn launamun á Íslandi. Hagstofan gerði rannsókn á launum 185 þúsund einstaklinga á almennum vinnumarkaði á árunum 2000-2007 sem leiddi í ljós 7.3% óútskýrðan launamun á milli kynjanna. Í árlegri launakönnun VR var niðurstaðan fyrir árið 2009 að „með 95% vissu megi segja að meðal fólks á svipuðum aldri, með sama starfsaldur, í sömu starfsstétt, með sambærilegan vinnutíma og sambærilega menntun séu konur með á bilinu 8,5% til 11,7% lægri heildarlaun en karlar.“ Athugum að hér er búið að taka út þætti eins og meiri yfirvinnu karla í ákveðnum starfsstéttum, möguleg áhrif menntunar eða aðrar eðlilegar skýringar. Eftir stendur sú fáránlega staðreynd, óhugsandi della, að konur gjalda fyrir kyn sitt þegar kemur að útborguðum launum. Kynbundinn launamun getum við ekki látið bjóða okkur. Mætti gæðavotta eða verðlauna fyrirtæki sem tryggja að allir njóti sannmælis í launum, óháð blóðflokkum, kyni eða háralit? Veita slíkum vinnustöðum Sannmælinn - tákn um að þar sé tryggt að þar njóti allir sannmælis í launum? Það væru góð skilaboð til barnanna minna að velja að versla við þannig fyrirtæki. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar