Eins og blámálaður Berndsen Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 18. janúar 2011 06:00 Bíó Megamind Leikstjóri: Tom McGrath Leikarar: Will Ferrell, Tina Fey, Jonah Hill, David Cross, Brad Pitt, Ben Stiller. Megamind er nýjasta Dreamworks-teiknimyndin. Að sjálfsögðu tölvuteiknuð og í þrívídd. Ég hef ekki séð einn einasta blekdropa í teiknimynd frá Hollywood síðan á tíunda áratugnum. Hinn illi Megamind og Metro Man hinn góði hafa barist um stórborgina Metro City frá því elstu menn muna. Megamind nær á endanum að sálga Metro Man með öflugum dauðageisla og borgarbúar syrgja. Megamind reynir að njóta lífsins eftir sigurinn en hann saknar andstæðingsins og er eirðarlaus. Hann bregður því á það ráð að búa til nýjan andstæðing, hinn hallærislega Titan, sem reynist síðan ekki vera jafn góður og Megamind hafði vonað. Þeir berjast um ástir fréttakonunnar Roxanne Ritchie, en fljótlega áttar Megamind sig á því að til að vinna hana á sitt band þarf hann að endurskoða hegðun sína. Hér er svo sem ekkert nýtt á ferðinni. Það er þó í lagi því Megamind er skemmtileg. Markhópur myndarinnar spannar vítt aldursbil, nóg er af „fullorðinsbröndurum" fyrir mömmur og pabba, en þó er ráðlagt að skilja þau yngstu eftir heima. Stálpaðir rokkhundar fá svo óvæntan glaðning, en Megamind er drekkhlaðin klassískum rokkslögurum frá AC/DC, Guns N' Roses og fleiri kempum. Mikið er vísað í sígildar ofurhetjusögur, og þá sérstaklega í sjálft Ofurmennið. Megamind lítur út eins og blámálaður Karl Berndsen, ef hann væri með vatnshöfuð, en hann þarf stóran haus fyrir allar þessar gáfur. Megamind er jú klár þó illur sé, en gáfunum sólundar hann í misheppnaða staðalmynd sína sem illmenni af James Bond skólanum. Boðskapurinn er einfaldur. Ekki sóa hæfileikum þínum, og það er aldrei of seint að verða góður. Þrívíddin er flott og tæknilega hliðin er til fyrirmyndar. Einnig þykir mér skemmtilegt að sjá nýjar sögur frekar en endalausar framhaldsmyndir, og vonandi halda framleiðendur áfram sínu striki, gefa skít í endurunnið efni og halda sköpuninni gangandi. Leikarar standa sig ágætlega. Skemmtilegastur er David Cross í hlutverki ránfisks, en Brad Pitt nær ekki alveg að skína jafn skært og hann ætti að vera fær um. Niðurstaða: Litskrúðugt fjör fyrir fjölskylduna. Og munið að vera góð. Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bíó Megamind Leikstjóri: Tom McGrath Leikarar: Will Ferrell, Tina Fey, Jonah Hill, David Cross, Brad Pitt, Ben Stiller. Megamind er nýjasta Dreamworks-teiknimyndin. Að sjálfsögðu tölvuteiknuð og í þrívídd. Ég hef ekki séð einn einasta blekdropa í teiknimynd frá Hollywood síðan á tíunda áratugnum. Hinn illi Megamind og Metro Man hinn góði hafa barist um stórborgina Metro City frá því elstu menn muna. Megamind nær á endanum að sálga Metro Man með öflugum dauðageisla og borgarbúar syrgja. Megamind reynir að njóta lífsins eftir sigurinn en hann saknar andstæðingsins og er eirðarlaus. Hann bregður því á það ráð að búa til nýjan andstæðing, hinn hallærislega Titan, sem reynist síðan ekki vera jafn góður og Megamind hafði vonað. Þeir berjast um ástir fréttakonunnar Roxanne Ritchie, en fljótlega áttar Megamind sig á því að til að vinna hana á sitt band þarf hann að endurskoða hegðun sína. Hér er svo sem ekkert nýtt á ferðinni. Það er þó í lagi því Megamind er skemmtileg. Markhópur myndarinnar spannar vítt aldursbil, nóg er af „fullorðinsbröndurum" fyrir mömmur og pabba, en þó er ráðlagt að skilja þau yngstu eftir heima. Stálpaðir rokkhundar fá svo óvæntan glaðning, en Megamind er drekkhlaðin klassískum rokkslögurum frá AC/DC, Guns N' Roses og fleiri kempum. Mikið er vísað í sígildar ofurhetjusögur, og þá sérstaklega í sjálft Ofurmennið. Megamind lítur út eins og blámálaður Karl Berndsen, ef hann væri með vatnshöfuð, en hann þarf stóran haus fyrir allar þessar gáfur. Megamind er jú klár þó illur sé, en gáfunum sólundar hann í misheppnaða staðalmynd sína sem illmenni af James Bond skólanum. Boðskapurinn er einfaldur. Ekki sóa hæfileikum þínum, og það er aldrei of seint að verða góður. Þrívíddin er flott og tæknilega hliðin er til fyrirmyndar. Einnig þykir mér skemmtilegt að sjá nýjar sögur frekar en endalausar framhaldsmyndir, og vonandi halda framleiðendur áfram sínu striki, gefa skít í endurunnið efni og halda sköpuninni gangandi. Leikarar standa sig ágætlega. Skemmtilegastur er David Cross í hlutverki ránfisks, en Brad Pitt nær ekki alveg að skína jafn skært og hann ætti að vera fær um. Niðurstaða: Litskrúðugt fjör fyrir fjölskylduna. Og munið að vera góð.
Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira