Fötin skapa manninn Bergþór Bjarnason skrifar 30. janúar 2011 00:00 Stjórnmálamenn hafa mismunandi skoðanir og stefnur en í Frakklandi er munurinn á þeim minni en ætla mætti ef litið er á klæðaburð þeirra og flíkurnar oft frá tískuhúsum sem hægt er að telja á fingrum annarrar handar. Þetta á sérstakleg við um karlmennina en konur, sem oft eru í drögtum, virðast þó leyfa sér meiri fjölbreytileika og hafa meira val. Dauðlegur almúginn þekkir oft hvorki haus né sporð á þessum tískuhúsum stjórnmálamannanna sem geta státað af því að hafa forseta, kónga og önnur fyrirmenni í viðskiptavinahópi sínum. Því fyrirmennin standa ekki endilega í biðröðum hjá Dior, Prada, eða Saint Laurent líkt og kínverskir ferðamenn. Stjórnmálamenn sækja í glæsileika og þagmælsku eins og hjá Francesco Smalto þar sem hver pöntun fær dulkóða svo starfsfólkið viti ekki fyrir hvern er verið að sauma. Kannski ekki svo skrýtið þegar efnin sem notuð eru í jakkafötin geta kostað allt að 4.000 evrur metrinn eins og hjá Marc de Luca sem lengi hefur klætt stjórnmálamenn. Ítalska fjölskyldufyrirtækið Marinella má einnig nefna sem framleiðir bindi fyrir ekki ómerkari menn en Jóhann Karl Spánarkonung, Zapatero, Obama, Sarkozy og fleiri. Litir og munstur eru mismunandi enda þúsund framleidd á viku. Sjálfsagt er hægt að finna fleiri en einn stíl hjá stjórnmálamönnum eftir aldri en í Frakklandi eru fáar búðir sem geta státað af annarri eins velgegni og Arnys, í Sèvres-götu í 6. hverfi Parísar. Í kappræðum fyrir forsetakosningarnar 1988 gat Arnys státað af því að hafa saumað jakkaföt beggja frambjóðendanna, Mitterrands og Chiracs! Stundum fá föt meira vægi en þeim er ætlað á opinberum vettvangi og ekki alltaf gott að taka áhættu eins og Jack Lang, fyrrverandi menningarmálaráðherra, fékk að kynnast en hann er þekktur á Íslandi fyrir að hafa hlustað á Sykurmolana með Vigdísi Finnbogadóttur og Mitterand í Duus-húsi. Það vakti hörð viðbrögð þegar hann mætti á franska þjóðþingið í jakka með kínakraga, sem var þó engin pólitísk yfirlýsing heldur hönnun vinar hans Thierry Mugler. Árið 2003 í miðri hitabylgju þegar fimmtán þúsund eldri borgarar létust var heilbrigðisráðherrann, Jean-François Mattei, tekinn tali í sumarhúsi sínu á Rívíerunni í Lacoste-bol, sem þótti illa viðeigandi. Hann sagði af sér nokkru síðar þó ekki sé vitað hvort það skrifist á Lacoste. Rolex-úrið sem Sarkozy var með í sjónvarpsviðtali fyrir nokkru þótti einnig tákn um hroka og gleymist seint og þótti ekki endilega góð auglýsing fyrir söluna hjá Rolex. [email protected] Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergþór Bjarnason Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun
Stjórnmálamenn hafa mismunandi skoðanir og stefnur en í Frakklandi er munurinn á þeim minni en ætla mætti ef litið er á klæðaburð þeirra og flíkurnar oft frá tískuhúsum sem hægt er að telja á fingrum annarrar handar. Þetta á sérstakleg við um karlmennina en konur, sem oft eru í drögtum, virðast þó leyfa sér meiri fjölbreytileika og hafa meira val. Dauðlegur almúginn þekkir oft hvorki haus né sporð á þessum tískuhúsum stjórnmálamannanna sem geta státað af því að hafa forseta, kónga og önnur fyrirmenni í viðskiptavinahópi sínum. Því fyrirmennin standa ekki endilega í biðröðum hjá Dior, Prada, eða Saint Laurent líkt og kínverskir ferðamenn. Stjórnmálamenn sækja í glæsileika og þagmælsku eins og hjá Francesco Smalto þar sem hver pöntun fær dulkóða svo starfsfólkið viti ekki fyrir hvern er verið að sauma. Kannski ekki svo skrýtið þegar efnin sem notuð eru í jakkafötin geta kostað allt að 4.000 evrur metrinn eins og hjá Marc de Luca sem lengi hefur klætt stjórnmálamenn. Ítalska fjölskyldufyrirtækið Marinella má einnig nefna sem framleiðir bindi fyrir ekki ómerkari menn en Jóhann Karl Spánarkonung, Zapatero, Obama, Sarkozy og fleiri. Litir og munstur eru mismunandi enda þúsund framleidd á viku. Sjálfsagt er hægt að finna fleiri en einn stíl hjá stjórnmálamönnum eftir aldri en í Frakklandi eru fáar búðir sem geta státað af annarri eins velgegni og Arnys, í Sèvres-götu í 6. hverfi Parísar. Í kappræðum fyrir forsetakosningarnar 1988 gat Arnys státað af því að hafa saumað jakkaföt beggja frambjóðendanna, Mitterrands og Chiracs! Stundum fá föt meira vægi en þeim er ætlað á opinberum vettvangi og ekki alltaf gott að taka áhættu eins og Jack Lang, fyrrverandi menningarmálaráðherra, fékk að kynnast en hann er þekktur á Íslandi fyrir að hafa hlustað á Sykurmolana með Vigdísi Finnbogadóttur og Mitterand í Duus-húsi. Það vakti hörð viðbrögð þegar hann mætti á franska þjóðþingið í jakka með kínakraga, sem var þó engin pólitísk yfirlýsing heldur hönnun vinar hans Thierry Mugler. Árið 2003 í miðri hitabylgju þegar fimmtán þúsund eldri borgarar létust var heilbrigðisráðherrann, Jean-François Mattei, tekinn tali í sumarhúsi sínu á Rívíerunni í Lacoste-bol, sem þótti illa viðeigandi. Hann sagði af sér nokkru síðar þó ekki sé vitað hvort það skrifist á Lacoste. Rolex-úrið sem Sarkozy var með í sjónvarpsviðtali fyrir nokkru þótti einnig tákn um hroka og gleymist seint og þótti ekki endilega góð auglýsing fyrir söluna hjá Rolex. [email protected]