Mikilvægur leiðarvísir Guðbjartur Hannesson skrifar 15. febrúar 2011 12:51 Neysluviðmið fyrir íslensk heimili hafa verið kynnt ásamt skýrslu sérfræðinga um verkefnið. Skýrslan og viðmiðin marka tímamót enda hafa margir beðið þess lengi að stjórnvöld legðu fram slíkar upplýsingar sem varpa ljósi á neyslumynstur íslenskra heimila og útgjaldaþörf. Við kynningu neysluviðmiðanna fyrir hagsmunaaðilum og stofnunum sem varða þessi mál voru viðbrögð á ýmsa lund en samhljómur um að í þeim felist mikilvægar upplýsingar sem gagnast muni heimilunum, opinberum aðilum og öðrum sem fjalla um fjármál fólks. Ég fékk að heyra að með birtingu viðmiðanna sýndu stjórnvöld mikinn kjark, jafnvel fífldirfsku, því með þessu kölluðu þau yfir sig kröfur um betri kjör sem erfitt væri að standa undir. Öðrum þótti of skammt gengið, það vantaði viðmið sem birti svo ekki yrði um villst hvað fólk þyrfti að lágmarki sér til framfærslu. Einn aðili í þessum hópi sagði þetta þó skref í rétta átt og komst svo að orði að mjór væri mikils vísir. Það er mikill sannleikur í þessum orðum. Tilgangurinn með neysluviðmiðunum er að veita heimilum aðgang að upplýsingum sem nýtast við áætlun eigin útgjalda en þau geta einnig komið að notum við fjárhagsráðgjöf og verið til hliðsjónar þegar teknar eru ákvarðanir um fjárhæðir sem tengjast framfærslu. Þau eru hins vegar hvorki endanlegur mælikvarði á hvað telst hæfileg neysla einstakra heimila né lokadómur um hvað fjölskyldur þurfa að lágmarki til að framfleyta sér. Neysluviðmiðin eru þrenns konar: Dæmigert neysluviðmið er lýsandi fyrir neyslu íslenskra heimila, byggt á raunverulegum útgjöldum þeirra til mismunandi neysluflokka samkvæmt neyslukönnunum Hagstofunnar. Tekið er miðgildi af útgjöldunum og þannig lýsir viðmiðið staðreyndum um öll útgjöld við rekstur dæmigerðra heimila að staðaldri en er hvorki lúxusviðmið né lágmarksviðmið. Skammtímaviðmið er reiknað á sömu forsendum en gert ráð fyrir að fólk geti dregið úr neyslu og frestað útgjaldaliðum til skemmri tíma eða í allt að níu mánuði. Grunnviðmið á að gefa vísbendingu um hver geti verið lágmarksútgjöld heimila að jafnaði. Þegar gefnar eru upp fjárhæðir grunnviðmiðs er kostnaður vegna húsnæðis og bifreiðar undanskilinn. Það er hins vegar ekki horft framhjá þessum þætti heldur miðað við að þeim kostnaði sé bætt við hjá hverjum og einum vegna þess hve breytilegur hann er eftir aðstæðum fólks.Neysluviðmið verða alltaf umdeilanleg Það má öllum vera ljóst að vart er unnt að birta í einni tölu viðmið sem segir hvað fólk þarf að lágmarki sér til framfærslu. Ýmsir hafa lýst vonbrigðum yfir því að slík tala hafi ekki verið birt en sömu aðilar hafa einnig sagt að slík nálgun sé illmöguleg þar sem slíkt feli í sér mikla forræðishyggju þar sem fólki er sagt nákvæmlega hvað það þarf til útgjalda vegna ólíkra kostnaðarliða. Eins skiptir miklu að aðstæður einstaklinga og heimila eru ólíkar og þarfir og væntingar sömuleiðis. Það sem einum finnst nauðsyn telur annar óþarfa. Mat á þörfum breytist frá einum tíma til annars og væntingar fólks ráðast að töluverðu leyti af umhverfinu sem það hrærist í og efnahagsástandinu á hverjum tíma. Eins og rakið er í ítarlegri skýrslu sérfræðinganna liggur fyrir töluverð reynsla af notkun neysluviðmiða erlendis. Hvergi hafa þau verið bundin í lög eða beintengd launaákvörðunum, misjafnt er hvernig viðmiðin eru samsett og allur gangur er á því hvernig þau eru uppfærð og þeim viðhaldið. Þrátt fyrir þetta hefur þótt mikill akkur í því að hafa þessi viðmið og þau hafa verið nýtt á ýmsa lund, hvort sem er af hálfu einstaklinga, opinberra aðila, hagsmunasamtaka og þrýstihópa. Ég hef lagt áherslu á að neysluviðmiðin eru lögð fram til frekari umfjöllunar og gagnrýni. Markmiðið er að þróa þau áfram svo þau gagnist enn betur í málefnalegri umræðu og við endurskoðun á fjárhæðum bóta, greiðslumat, framfærslugrunn sveitarfélaga og setningu lágmarkslauna. Skýrsla sérfræðinganna sem unnu að smíði neysluviðmiða með aðkomu breiðs hóps hagsmunaaðila að verkefninu er tímamótaverk og mikilvæg tilraun til að styrkja umræðu sem byggist á vönduðum upplýsingum. Skýrslan er afrakstur umfangsmikillar vinnu þar sem byggt er á viðamiklum gögnum Hagstofunnar um raunverulega neyslu íslenskra heimila, auk áhugaverðra upplýsinga sem í henni birtast um notkun neysluviðmiða hjá öðrum þjóðum. Ég hvet fólk til að kynna sér skýrsluna og nýta sér reiknivél þar sem fólk getur mátað sig að viðmiðunum í samræmi við eigin aðstæður. Skýrslan og reiknivélin er aðgengilegar á heimasíðu ráðuneytisins (vel.is) og þar gefst fólki kostur á að senda ráðuneytinu athugasemdir og ábendingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Neysluviðmið fyrir íslensk heimili hafa verið kynnt ásamt skýrslu sérfræðinga um verkefnið. Skýrslan og viðmiðin marka tímamót enda hafa margir beðið þess lengi að stjórnvöld legðu fram slíkar upplýsingar sem varpa ljósi á neyslumynstur íslenskra heimila og útgjaldaþörf. Við kynningu neysluviðmiðanna fyrir hagsmunaaðilum og stofnunum sem varða þessi mál voru viðbrögð á ýmsa lund en samhljómur um að í þeim felist mikilvægar upplýsingar sem gagnast muni heimilunum, opinberum aðilum og öðrum sem fjalla um fjármál fólks. Ég fékk að heyra að með birtingu viðmiðanna sýndu stjórnvöld mikinn kjark, jafnvel fífldirfsku, því með þessu kölluðu þau yfir sig kröfur um betri kjör sem erfitt væri að standa undir. Öðrum þótti of skammt gengið, það vantaði viðmið sem birti svo ekki yrði um villst hvað fólk þyrfti að lágmarki sér til framfærslu. Einn aðili í þessum hópi sagði þetta þó skref í rétta átt og komst svo að orði að mjór væri mikils vísir. Það er mikill sannleikur í þessum orðum. Tilgangurinn með neysluviðmiðunum er að veita heimilum aðgang að upplýsingum sem nýtast við áætlun eigin útgjalda en þau geta einnig komið að notum við fjárhagsráðgjöf og verið til hliðsjónar þegar teknar eru ákvarðanir um fjárhæðir sem tengjast framfærslu. Þau eru hins vegar hvorki endanlegur mælikvarði á hvað telst hæfileg neysla einstakra heimila né lokadómur um hvað fjölskyldur þurfa að lágmarki til að framfleyta sér. Neysluviðmiðin eru þrenns konar: Dæmigert neysluviðmið er lýsandi fyrir neyslu íslenskra heimila, byggt á raunverulegum útgjöldum þeirra til mismunandi neysluflokka samkvæmt neyslukönnunum Hagstofunnar. Tekið er miðgildi af útgjöldunum og þannig lýsir viðmiðið staðreyndum um öll útgjöld við rekstur dæmigerðra heimila að staðaldri en er hvorki lúxusviðmið né lágmarksviðmið. Skammtímaviðmið er reiknað á sömu forsendum en gert ráð fyrir að fólk geti dregið úr neyslu og frestað útgjaldaliðum til skemmri tíma eða í allt að níu mánuði. Grunnviðmið á að gefa vísbendingu um hver geti verið lágmarksútgjöld heimila að jafnaði. Þegar gefnar eru upp fjárhæðir grunnviðmiðs er kostnaður vegna húsnæðis og bifreiðar undanskilinn. Það er hins vegar ekki horft framhjá þessum þætti heldur miðað við að þeim kostnaði sé bætt við hjá hverjum og einum vegna þess hve breytilegur hann er eftir aðstæðum fólks.Neysluviðmið verða alltaf umdeilanleg Það má öllum vera ljóst að vart er unnt að birta í einni tölu viðmið sem segir hvað fólk þarf að lágmarki sér til framfærslu. Ýmsir hafa lýst vonbrigðum yfir því að slík tala hafi ekki verið birt en sömu aðilar hafa einnig sagt að slík nálgun sé illmöguleg þar sem slíkt feli í sér mikla forræðishyggju þar sem fólki er sagt nákvæmlega hvað það þarf til útgjalda vegna ólíkra kostnaðarliða. Eins skiptir miklu að aðstæður einstaklinga og heimila eru ólíkar og þarfir og væntingar sömuleiðis. Það sem einum finnst nauðsyn telur annar óþarfa. Mat á þörfum breytist frá einum tíma til annars og væntingar fólks ráðast að töluverðu leyti af umhverfinu sem það hrærist í og efnahagsástandinu á hverjum tíma. Eins og rakið er í ítarlegri skýrslu sérfræðinganna liggur fyrir töluverð reynsla af notkun neysluviðmiða erlendis. Hvergi hafa þau verið bundin í lög eða beintengd launaákvörðunum, misjafnt er hvernig viðmiðin eru samsett og allur gangur er á því hvernig þau eru uppfærð og þeim viðhaldið. Þrátt fyrir þetta hefur þótt mikill akkur í því að hafa þessi viðmið og þau hafa verið nýtt á ýmsa lund, hvort sem er af hálfu einstaklinga, opinberra aðila, hagsmunasamtaka og þrýstihópa. Ég hef lagt áherslu á að neysluviðmiðin eru lögð fram til frekari umfjöllunar og gagnrýni. Markmiðið er að þróa þau áfram svo þau gagnist enn betur í málefnalegri umræðu og við endurskoðun á fjárhæðum bóta, greiðslumat, framfærslugrunn sveitarfélaga og setningu lágmarkslauna. Skýrsla sérfræðinganna sem unnu að smíði neysluviðmiða með aðkomu breiðs hóps hagsmunaaðila að verkefninu er tímamótaverk og mikilvæg tilraun til að styrkja umræðu sem byggist á vönduðum upplýsingum. Skýrslan er afrakstur umfangsmikillar vinnu þar sem byggt er á viðamiklum gögnum Hagstofunnar um raunverulega neyslu íslenskra heimila, auk áhugaverðra upplýsinga sem í henni birtast um notkun neysluviðmiða hjá öðrum þjóðum. Ég hvet fólk til að kynna sér skýrsluna og nýta sér reiknivél þar sem fólk getur mátað sig að viðmiðunum í samræmi við eigin aðstæður. Skýrslan og reiknivélin er aðgengilegar á heimasíðu ráðuneytisins (vel.is) og þar gefst fólki kostur á að senda ráðuneytinu athugasemdir og ábendingar.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun