Jöfn foreldraábyrgð Karvel Aðalsteinn Jónsson skrifar 15. febrúar 2011 06:00 Að vera foreldri er mikil hamingja en hlutverkinu fylgir ábyrgð. Við viljum sjá barninu farveg út í lífið, kenna því góð gildi og að vera því leiðarljós. Jöfn ábyrgð beggja foreldra er að þessu leyti afar mikilvæg og stuðlar að jöfnuði á öðrum sviðum samfélagsins. Þessi foreldraábyrgð er þó ójöfn þegar kemur að skilnaðarbörnum og börnum sem eru fædd utan hjónabands og sambúðar - m.a. sökum þess að íslenskir dómstólar geta ekki dæmt foreldrum sameiginlega forsjá yfir börnum sínum þótt þeir teljist báðir hæfir, líkt og tíðkast í nágrannalöndum okkar. Þegar annað foreldrið hlýtur forsjána, eins og íslenska kerfið kveður á um, fylgja því ýmis réttindi sem hitt foreldrið fær ekki. Er það eðlilegt að einungis lögheimilisforeldrið fái allar félagslegar bætur en umgengnisforeldrið ekki krónu, þótt umgengni og framfærsla sé jöfn? Er það jafnrétti að annað foreldrið þurfi jafnvel að berjast fyrir því að fá eðlilega umgengni við börnin sín? Svarið við öllu þessu er auðvitað NEI en þetta er hins vegar staðan eins og hún er á Íslandi árið 2011 og hefur reyndar verið svo í áratugi. Þannig er Ísland langt á eftir nágrannalöndunum, viðheldur ójöfnuði með sjálfvirkum hætti og gerir öðru foreldrinu hærra undir höfði. Er þetta æskileg staða? Ég held að allt skynsamt fólk sjái í hendi sér að svona eigi hlutirnir ekki að vera. Þetta á stóran þátt í að viðhalda ójafnri stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Jafnari ábyrgð á börnum skapar báðum foreldrum meiri sveigjanleika í vinnu, hvað varðar tekjur, vinnutíma o.sv.fr. Á meðan misrétti í foreldraábyrgð er til staðar munu kynin ekki standa jafnfætis á vinnumarkaði. Við þurfum því að breyta þessu og henda burt úreldum viðhorfum. Með jafnri foreldraábyrgð stuðlum við að jöfnum tækifærum. Það er hins vegar stjórnvalda að breyta lögum, og vil ég benda á Noreg sem góða fyrirmynd í þeim efnum. Breytum hugarfarinu, gerum það nútímalegt og stuðlum að jafnri foreldraábyrgð og þar með jöfnum tækifærum beggja kynja í nútímasamfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Að vera foreldri er mikil hamingja en hlutverkinu fylgir ábyrgð. Við viljum sjá barninu farveg út í lífið, kenna því góð gildi og að vera því leiðarljós. Jöfn ábyrgð beggja foreldra er að þessu leyti afar mikilvæg og stuðlar að jöfnuði á öðrum sviðum samfélagsins. Þessi foreldraábyrgð er þó ójöfn þegar kemur að skilnaðarbörnum og börnum sem eru fædd utan hjónabands og sambúðar - m.a. sökum þess að íslenskir dómstólar geta ekki dæmt foreldrum sameiginlega forsjá yfir börnum sínum þótt þeir teljist báðir hæfir, líkt og tíðkast í nágrannalöndum okkar. Þegar annað foreldrið hlýtur forsjána, eins og íslenska kerfið kveður á um, fylgja því ýmis réttindi sem hitt foreldrið fær ekki. Er það eðlilegt að einungis lögheimilisforeldrið fái allar félagslegar bætur en umgengnisforeldrið ekki krónu, þótt umgengni og framfærsla sé jöfn? Er það jafnrétti að annað foreldrið þurfi jafnvel að berjast fyrir því að fá eðlilega umgengni við börnin sín? Svarið við öllu þessu er auðvitað NEI en þetta er hins vegar staðan eins og hún er á Íslandi árið 2011 og hefur reyndar verið svo í áratugi. Þannig er Ísland langt á eftir nágrannalöndunum, viðheldur ójöfnuði með sjálfvirkum hætti og gerir öðru foreldrinu hærra undir höfði. Er þetta æskileg staða? Ég held að allt skynsamt fólk sjái í hendi sér að svona eigi hlutirnir ekki að vera. Þetta á stóran þátt í að viðhalda ójafnri stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Jafnari ábyrgð á börnum skapar báðum foreldrum meiri sveigjanleika í vinnu, hvað varðar tekjur, vinnutíma o.sv.fr. Á meðan misrétti í foreldraábyrgð er til staðar munu kynin ekki standa jafnfætis á vinnumarkaði. Við þurfum því að breyta þessu og henda burt úreldum viðhorfum. Með jafnri foreldraábyrgð stuðlum við að jöfnum tækifærum. Það er hins vegar stjórnvalda að breyta lögum, og vil ég benda á Noreg sem góða fyrirmynd í þeim efnum. Breytum hugarfarinu, gerum það nútímalegt og stuðlum að jafnri foreldraábyrgð og þar með jöfnum tækifærum beggja kynja í nútímasamfélagi.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar