Tækifæri til að kynna samninginn 21. febrúar 2011 10:00 Lárus Blöndal, fulltrúi stjórnarandstöðunnar í Icesave-samninganefndinni, telur að með synjun forsetans gefist tækifæri á að kynna samninginn betur fyrir þjóðinni. „Ég tel að það hafi vantað kynningu á samningnum og að þetta sé ágætis tækifæri til að kynna hann fyrir fólki. Þá getur það tekið upplýsta afstöðu sem snýr þá fyrst og fremst að því hvort eigi að semja eða ekki. Atkvæðagreiðslan mun ekki snúast um neitt annað því ég tel mjög litlar líkur á að við setjumst aftur að samningaborðinu. Þingið hefur heldur ekki talið okkur getað náð betri samningum og eftir stendur þá bara eitt – það er að láta reyna á greiðsluskyldu okkar.“ Lárus segir það hafa gleymst í umræðunni að miðað við útreikningana sem nú liggi fyrir séu Íslendingar nánast eingöngu að borga vexti. „Ef við töpum málinu fyrir dómstólum fáum við enga 2,64 prósenta vexti eins og nú. Bara vaxtamunurinn á gamla og nýja samningnum, úr 2,64 prósentum í 5,55 prósent, er 170 milljarðar. Það sýnir hvað málið er viðkvæmt. Við getum alveg gengið út frá því að Bretar og Hollendingar munu ekki sætta sig við vexti sem eru lægri en það. Þeir munu örugglega fara fram á hærri vexti.“ Lárus segir að þótt hann og Stefán Már Stefánsson lagaprófessor séu enn á þeirri skoðun að Íslendingar hafi ekki lagaskyldu fyrir kröfum Breta og Hollendinga sé ljóst að það séu margir sem séu ekki sama sinnis. „Við höfum þetta áminningarbréf frá ESA sem endurspeglar allt aðra skoðanir og við getum ekki horft framhjá því,“ segir Lárus. „Það er ekki hægt að kalla þetta hræðsluáróður. Þetta er bara raunsæi og við verðum að skoða allt það sem er á borðinu fyrir framan okkur og leggja mat á það. Það er alveg ljóst, eins og með öll önnur dómsmál, að það getur brugðið til beggja vona.“- kh Icesave Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira
Lárus Blöndal, fulltrúi stjórnarandstöðunnar í Icesave-samninganefndinni, telur að með synjun forsetans gefist tækifæri á að kynna samninginn betur fyrir þjóðinni. „Ég tel að það hafi vantað kynningu á samningnum og að þetta sé ágætis tækifæri til að kynna hann fyrir fólki. Þá getur það tekið upplýsta afstöðu sem snýr þá fyrst og fremst að því hvort eigi að semja eða ekki. Atkvæðagreiðslan mun ekki snúast um neitt annað því ég tel mjög litlar líkur á að við setjumst aftur að samningaborðinu. Þingið hefur heldur ekki talið okkur getað náð betri samningum og eftir stendur þá bara eitt – það er að láta reyna á greiðsluskyldu okkar.“ Lárus segir það hafa gleymst í umræðunni að miðað við útreikningana sem nú liggi fyrir séu Íslendingar nánast eingöngu að borga vexti. „Ef við töpum málinu fyrir dómstólum fáum við enga 2,64 prósenta vexti eins og nú. Bara vaxtamunurinn á gamla og nýja samningnum, úr 2,64 prósentum í 5,55 prósent, er 170 milljarðar. Það sýnir hvað málið er viðkvæmt. Við getum alveg gengið út frá því að Bretar og Hollendingar munu ekki sætta sig við vexti sem eru lægri en það. Þeir munu örugglega fara fram á hærri vexti.“ Lárus segir að þótt hann og Stefán Már Stefánsson lagaprófessor séu enn á þeirri skoðun að Íslendingar hafi ekki lagaskyldu fyrir kröfum Breta og Hollendinga sé ljóst að það séu margir sem séu ekki sama sinnis. „Við höfum þetta áminningarbréf frá ESA sem endurspeglar allt aðra skoðanir og við getum ekki horft framhjá því,“ segir Lárus. „Það er ekki hægt að kalla þetta hræðsluáróður. Þetta er bara raunsæi og við verðum að skoða allt það sem er á borðinu fyrir framan okkur og leggja mat á það. Það er alveg ljóst, eins og með öll önnur dómsmál, að það getur brugðið til beggja vona.“- kh
Icesave Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira