Óli Stef.: Nú erum við með forskotið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. mars 2011 06:00 Ólafur Stefánsson lætur ekki sitt eftir liggja í átakinu Mottumars. Fréttablaðið/Pjetur „Nú er að duga eða drepast. Þetta er þannig leikur fyrir okkur," sagði landsliðsfyrirliðinn Ólafur Stefánsson um leik Íslands og Þýskalands í Laugardalshöllinni í kvöld. Leikurinn er liður í undankeppni fyrir EM 2012 sem haldið verður í Serbíu í janúar næstkomandi. Þar sem að Ísland tapaði fyrir Austurríki í sömu keppni í haust er ljóst að það er hörð samkeppni hjá þessum þremur liðum um efstu tvö sætin í riðlinum og þar með þátttökurétt í lokakeppninni. Það er þó enn nóg af stigum eftir í pottinum en alls á Ísland fjóra leiki eftir. En möguleikar strákanna okkar á að komast til Serbíu minnka óneitanlega mikið ef leikurinn í kvöld tapast. „Best væri að vinna báða leikina en hörmung að tapa þeim báðum," sagði Ólafur. „Við fengum lítinn tíma til að undirbúa okkur fyrir þennan leik og gera það sem þarf að gera. Við þurfum að ná ákveðnum þáttum fram í okkar leik og kemur ekkert annað til greina en að gera það á þessum tveimur dögum." Íslenska og þýska liðið þekkjast mjög vel en þau hafa þrisvar mæst síðan um áramótin. Fyrst í tveimur æfingaleikjum hér heima og svo aftur í milliriðlakeppninni á HM í Svíþjóð. Strákarnir unnu báða æfingaleikina en töpuðu svo eftirminnilega fyrir Þjóðverjum í Svíþjóð. Þeir höfðu unnið alla sína leiki í keppninni fram að því en töpuðu svo öllum sínum leikjum í kjölfarið. „Það er ljóst að við getum lagað margt úr þeim leik," sagði Ólafur um tapleikinn. „Við höfum treyst á ákveðin fræði í okkar leik og það var ekki það sem fór úrskeiðis í þeim leik. Við höldum í okkar fræði og trúum á það sem við höfum verið að gera. Það var fyrst og fremst einbeitingin sem klikkaði í þeim leik og þurfum við að laga það." Þjóðverjar nálguðust leikinn á mjög skynsaman mátaog fundu árangursríkar lausnir gegn íslenska varnarleiknum. Þeir höfðu greinilega nýtt sér æfingaleikina hér heima skömmu fyrir mót vel. „Það er ef til vill ákveðið forskot að mæta sama andstæðingi aftur eftir tapleik með ákveðna áætlun í huga. Þegar maður tapar leik skoðar maður hvað fór úrskeðis og kemur með svör. En nú erum við með þetta forskot. Í Svíþjóð héldum við að allt sem við gerðum hér heima myndi duga aftur til sigurs en þá náðu þeir að finna réttu svörin. Það er okkar að svara fyrir tapið núna." Enginn efast um hversu mikilvægur hlekkur Ólafur hefur verið í íslenska landsliðinu en meiðsli settu strik í reikninginn og hann gat ekki beitt sér af fullum krafti þegar mest á reyndi. Hann náði sér því ekki á strik í Svíþjóð. „Ég sagði fyrir mót að mitt hlutverk væri að finna mitt hlutverk," sagði Ólafur spurður um hvort að hann hafi tekið sér tíma til að greina frammistöðu sína í Svíþjóð. „Ég held að það hafi verið rétt en að ég hafi metið það rangt hvert mitt hlutverk væri." „Meiðslin eru ytri afsökun sem ég get leyft mér að nota en þau voru vissulega aðeins að trufla mig. En ég held að ég hafi dregið mig aðeins meira til baka en ég hefði átt að gera. Lexi [Alexander Petersson] var að koma sterkur upp enda í hörkuformi. En ég veit að ég nýtist öðrum betur ef ég er góður. Það hjálpar bæði miðjumönnum og skyttunum hinum megin. Það er því mikilvægt að ég sé góður, þó svo að Lexi sé þarna líka." Hann segist ekki ætla skipta sér af því hvernig Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari muni stilla upp sínu liði í kvöld. „Mér finnst það sterkast þegar að Lexi spilar sem bakvörður í vörninni og er í horninu í sókninni. Kannski byrjar hann samt í skyttunn í kvöld – ég veit það ekki. En ég ætla að reyna að spóla þetta í gang – vera svolítið graður og ákveðinn." Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Róbert sér ekki eftir því að hafa farið til Löwen Róbert Gunnarsson hefur ekki fengið að spila jafn mikið með Rhein-Neckar Löwen á leiktíðinni í þýsku úrvalsdeildinni eins og hann vonaðist til. 9. mars 2011 16:00 Strákarnir okkar taka þátt í Mottumars Það verður væntanlega þýskt yfirbragð á strákunum okkar í Höllinni í kvöld er þeir taka á móti Þýskalandi í undankeppni EM. 9. mars 2011 17:30 Guðmundur: Við erum með svör Ísland á harma að efna þegar að strákarnir okkar mæta Þýskalandi í undankeppni EM 2012 í kvöld. 9. mars 2011 13:00 Akureyringarnir upp í stúku í kvöld Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, hefur valið liðið sitt fyrir kvöldið þegar strákarnir okkar spila gríðarlega mikilvægan leik við Þjóðverja í undankeppni EM í Laugardalshöllinni. Það verða Akureyringarnir Sveinbjörn Pétursson og Oddur Gretarsson sem verða upp í stúku í kvöld. 9. mars 2011 12:20 Róbert: Gummi ekki sami maður á báðum stöðum Róbert Gunnarsson er í þeirri sérstöku stöðu að landsliðsþjálfarinn hans er einnig þjálfari félagsliðsins þar sem hann spilar. 9. mars 2011 10:15 Bara 300 miðar eftir - hver að verða síðastur Það eru bara 300 miðar eftir á leik Íslands og Þýskalands í Laugardalshöllinni í kvöld þegar liðin mætast í gríðarlega mikilvægum leik í undankeppni EM. 9. mars 2011 12:32 Guðmundur: Leikur sem við verðum að vinna Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari á von á erfiðum leik gegn Þýskalandi í Laugardalshöllinni í kvöld. 9. mars 2011 07:30 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
„Nú er að duga eða drepast. Þetta er þannig leikur fyrir okkur," sagði landsliðsfyrirliðinn Ólafur Stefánsson um leik Íslands og Þýskalands í Laugardalshöllinni í kvöld. Leikurinn er liður í undankeppni fyrir EM 2012 sem haldið verður í Serbíu í janúar næstkomandi. Þar sem að Ísland tapaði fyrir Austurríki í sömu keppni í haust er ljóst að það er hörð samkeppni hjá þessum þremur liðum um efstu tvö sætin í riðlinum og þar með þátttökurétt í lokakeppninni. Það er þó enn nóg af stigum eftir í pottinum en alls á Ísland fjóra leiki eftir. En möguleikar strákanna okkar á að komast til Serbíu minnka óneitanlega mikið ef leikurinn í kvöld tapast. „Best væri að vinna báða leikina en hörmung að tapa þeim báðum," sagði Ólafur. „Við fengum lítinn tíma til að undirbúa okkur fyrir þennan leik og gera það sem þarf að gera. Við þurfum að ná ákveðnum þáttum fram í okkar leik og kemur ekkert annað til greina en að gera það á þessum tveimur dögum." Íslenska og þýska liðið þekkjast mjög vel en þau hafa þrisvar mæst síðan um áramótin. Fyrst í tveimur æfingaleikjum hér heima og svo aftur í milliriðlakeppninni á HM í Svíþjóð. Strákarnir unnu báða æfingaleikina en töpuðu svo eftirminnilega fyrir Þjóðverjum í Svíþjóð. Þeir höfðu unnið alla sína leiki í keppninni fram að því en töpuðu svo öllum sínum leikjum í kjölfarið. „Það er ljóst að við getum lagað margt úr þeim leik," sagði Ólafur um tapleikinn. „Við höfum treyst á ákveðin fræði í okkar leik og það var ekki það sem fór úrskeiðis í þeim leik. Við höldum í okkar fræði og trúum á það sem við höfum verið að gera. Það var fyrst og fremst einbeitingin sem klikkaði í þeim leik og þurfum við að laga það." Þjóðverjar nálguðust leikinn á mjög skynsaman mátaog fundu árangursríkar lausnir gegn íslenska varnarleiknum. Þeir höfðu greinilega nýtt sér æfingaleikina hér heima skömmu fyrir mót vel. „Það er ef til vill ákveðið forskot að mæta sama andstæðingi aftur eftir tapleik með ákveðna áætlun í huga. Þegar maður tapar leik skoðar maður hvað fór úrskeðis og kemur með svör. En nú erum við með þetta forskot. Í Svíþjóð héldum við að allt sem við gerðum hér heima myndi duga aftur til sigurs en þá náðu þeir að finna réttu svörin. Það er okkar að svara fyrir tapið núna." Enginn efast um hversu mikilvægur hlekkur Ólafur hefur verið í íslenska landsliðinu en meiðsli settu strik í reikninginn og hann gat ekki beitt sér af fullum krafti þegar mest á reyndi. Hann náði sér því ekki á strik í Svíþjóð. „Ég sagði fyrir mót að mitt hlutverk væri að finna mitt hlutverk," sagði Ólafur spurður um hvort að hann hafi tekið sér tíma til að greina frammistöðu sína í Svíþjóð. „Ég held að það hafi verið rétt en að ég hafi metið það rangt hvert mitt hlutverk væri." „Meiðslin eru ytri afsökun sem ég get leyft mér að nota en þau voru vissulega aðeins að trufla mig. En ég held að ég hafi dregið mig aðeins meira til baka en ég hefði átt að gera. Lexi [Alexander Petersson] var að koma sterkur upp enda í hörkuformi. En ég veit að ég nýtist öðrum betur ef ég er góður. Það hjálpar bæði miðjumönnum og skyttunum hinum megin. Það er því mikilvægt að ég sé góður, þó svo að Lexi sé þarna líka." Hann segist ekki ætla skipta sér af því hvernig Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari muni stilla upp sínu liði í kvöld. „Mér finnst það sterkast þegar að Lexi spilar sem bakvörður í vörninni og er í horninu í sókninni. Kannski byrjar hann samt í skyttunn í kvöld – ég veit það ekki. En ég ætla að reyna að spóla þetta í gang – vera svolítið graður og ákveðinn."
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Róbert sér ekki eftir því að hafa farið til Löwen Róbert Gunnarsson hefur ekki fengið að spila jafn mikið með Rhein-Neckar Löwen á leiktíðinni í þýsku úrvalsdeildinni eins og hann vonaðist til. 9. mars 2011 16:00 Strákarnir okkar taka þátt í Mottumars Það verður væntanlega þýskt yfirbragð á strákunum okkar í Höllinni í kvöld er þeir taka á móti Þýskalandi í undankeppni EM. 9. mars 2011 17:30 Guðmundur: Við erum með svör Ísland á harma að efna þegar að strákarnir okkar mæta Þýskalandi í undankeppni EM 2012 í kvöld. 9. mars 2011 13:00 Akureyringarnir upp í stúku í kvöld Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, hefur valið liðið sitt fyrir kvöldið þegar strákarnir okkar spila gríðarlega mikilvægan leik við Þjóðverja í undankeppni EM í Laugardalshöllinni. Það verða Akureyringarnir Sveinbjörn Pétursson og Oddur Gretarsson sem verða upp í stúku í kvöld. 9. mars 2011 12:20 Róbert: Gummi ekki sami maður á báðum stöðum Róbert Gunnarsson er í þeirri sérstöku stöðu að landsliðsþjálfarinn hans er einnig þjálfari félagsliðsins þar sem hann spilar. 9. mars 2011 10:15 Bara 300 miðar eftir - hver að verða síðastur Það eru bara 300 miðar eftir á leik Íslands og Þýskalands í Laugardalshöllinni í kvöld þegar liðin mætast í gríðarlega mikilvægum leik í undankeppni EM. 9. mars 2011 12:32 Guðmundur: Leikur sem við verðum að vinna Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari á von á erfiðum leik gegn Þýskalandi í Laugardalshöllinni í kvöld. 9. mars 2011 07:30 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Róbert sér ekki eftir því að hafa farið til Löwen Róbert Gunnarsson hefur ekki fengið að spila jafn mikið með Rhein-Neckar Löwen á leiktíðinni í þýsku úrvalsdeildinni eins og hann vonaðist til. 9. mars 2011 16:00
Strákarnir okkar taka þátt í Mottumars Það verður væntanlega þýskt yfirbragð á strákunum okkar í Höllinni í kvöld er þeir taka á móti Þýskalandi í undankeppni EM. 9. mars 2011 17:30
Guðmundur: Við erum með svör Ísland á harma að efna þegar að strákarnir okkar mæta Þýskalandi í undankeppni EM 2012 í kvöld. 9. mars 2011 13:00
Akureyringarnir upp í stúku í kvöld Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, hefur valið liðið sitt fyrir kvöldið þegar strákarnir okkar spila gríðarlega mikilvægan leik við Þjóðverja í undankeppni EM í Laugardalshöllinni. Það verða Akureyringarnir Sveinbjörn Pétursson og Oddur Gretarsson sem verða upp í stúku í kvöld. 9. mars 2011 12:20
Róbert: Gummi ekki sami maður á báðum stöðum Róbert Gunnarsson er í þeirri sérstöku stöðu að landsliðsþjálfarinn hans er einnig þjálfari félagsliðsins þar sem hann spilar. 9. mars 2011 10:15
Bara 300 miðar eftir - hver að verða síðastur Það eru bara 300 miðar eftir á leik Íslands og Þýskalands í Laugardalshöllinni í kvöld þegar liðin mætast í gríðarlega mikilvægum leik í undankeppni EM. 9. mars 2011 12:32
Guðmundur: Leikur sem við verðum að vinna Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari á von á erfiðum leik gegn Þýskalandi í Laugardalshöllinni í kvöld. 9. mars 2011 07:30