Í tryllingsgírnum í sjö tíma 29. mars 2011 12:30 Baldur hefur eflaust hrætt marga með frammistöðu sinni sem lífvörður í sjónvarpsþáttunum Pressu. Fréttablaðið/Vilhelm „Ég verð bara hugsi og reyni að vera alvarlegur og þá lít ég svolítið hrikalega út," segir Baldur Borgþórsson, einkaþjálfari hjá World Class. Frammistaða Baldurs í sjónvarpsþáttaröðinni Pressu hefur vakið töluverða athygli en hann leikur einkalífvörð Gísla Arnar Garðarssonar í þáttunum (þeim sem vilja horfa á einhverja af endursýningum Pressu er bent á að lesa ekki lengra). Á sunnudagskvöld framdi persóna Baldurs sjálfsmorð í fremur óhugnanlegu atriði inni í sturtuklefa líkamsræktarstöðvar eftir heljarinnar eltingarleik við lögregluna og Láru blaðakonu. Baldur viðurkennir að það hafi verið svolítið maus að taka upp þetta atriði. „Ég var svolítið búinn á því, maður varð að setja sig í tryllingsgírinn og vera í honum í kannski sjö klukkustundir. Sem er mjög orkufrekt og þetta var því erfiðara en nokkur æfing sem ég hef tekið þátt í." Baldur hefur ekki áður reynt fyrir sér á leiklistarsviðinu og er eiginlega handviss um að Óskar Jónasson, leikstjóri þáttanna, eigi sökina á því að hann hafi endað fyrir framan tökuvélarnar. „Hann er að æfa hérna í World Class og hefur eflaust heyrt í mér þegar ég er að æfa, það er svolítil fyrirferð í mér þegar ég tek á því," segir Baldur, sem fór þó í prufur og hreppti því hlutverkið eftir hinum hefðbundnu leiðum sjónvarps- og kvikmyndabransans. Og þegar kom í ljós að hlutverkið væri hans hvatti eiginkonan hann til stíga út fyrir þægindahringinn og prófa eitthvað nýtt. Baldur segir það hafa verið frábæra upplifun að taka þátt í þessu verkefni „Þetta gekk allt alveg rosalega vel og mér leið eins og ég hefði aldrei gert neitt annað. Leikarar, tökufólk og bara allir létu manni líða þannig." Baldur viðurkennir hins vegar að hann hafi ekki séð tvo fyrstu þættina þar sem hann kemur töluvert við sögu. „Við frúin ákváðum bara að hafa þetta þannig, að við myndum ekki horfa á þá. Ég ætla því bara að byrja að horfa á sunnudaginn næsta." [email protected] Lífið Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
„Ég verð bara hugsi og reyni að vera alvarlegur og þá lít ég svolítið hrikalega út," segir Baldur Borgþórsson, einkaþjálfari hjá World Class. Frammistaða Baldurs í sjónvarpsþáttaröðinni Pressu hefur vakið töluverða athygli en hann leikur einkalífvörð Gísla Arnar Garðarssonar í þáttunum (þeim sem vilja horfa á einhverja af endursýningum Pressu er bent á að lesa ekki lengra). Á sunnudagskvöld framdi persóna Baldurs sjálfsmorð í fremur óhugnanlegu atriði inni í sturtuklefa líkamsræktarstöðvar eftir heljarinnar eltingarleik við lögregluna og Láru blaðakonu. Baldur viðurkennir að það hafi verið svolítið maus að taka upp þetta atriði. „Ég var svolítið búinn á því, maður varð að setja sig í tryllingsgírinn og vera í honum í kannski sjö klukkustundir. Sem er mjög orkufrekt og þetta var því erfiðara en nokkur æfing sem ég hef tekið þátt í." Baldur hefur ekki áður reynt fyrir sér á leiklistarsviðinu og er eiginlega handviss um að Óskar Jónasson, leikstjóri þáttanna, eigi sökina á því að hann hafi endað fyrir framan tökuvélarnar. „Hann er að æfa hérna í World Class og hefur eflaust heyrt í mér þegar ég er að æfa, það er svolítil fyrirferð í mér þegar ég tek á því," segir Baldur, sem fór þó í prufur og hreppti því hlutverkið eftir hinum hefðbundnu leiðum sjónvarps- og kvikmyndabransans. Og þegar kom í ljós að hlutverkið væri hans hvatti eiginkonan hann til stíga út fyrir þægindahringinn og prófa eitthvað nýtt. Baldur segir það hafa verið frábæra upplifun að taka þátt í þessu verkefni „Þetta gekk allt alveg rosalega vel og mér leið eins og ég hefði aldrei gert neitt annað. Leikarar, tökufólk og bara allir létu manni líða þannig." Baldur viðurkennir hins vegar að hann hafi ekki séð tvo fyrstu þættina þar sem hann kemur töluvert við sögu. „Við frúin ákváðum bara að hafa þetta þannig, að við myndum ekki horfa á þá. Ég ætla því bara að byrja að horfa á sunnudaginn næsta." [email protected]
Lífið Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira