Sólóferill Friðriks fær fljúgandi start 1. apríl 2011 16:00 í íslenska sendiráðinu Friðrik Ómar og Jóhanna Guðrún ásamt Guðmundi Árna Stefánssyni, sendiherra Íslands í Stokkhólmi, í hófi sem var haldið fyrir tónleikana. „Þetta gekk alveg eins og í lygasögu," segir tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar. Hann hélt á miðvikudagskvöld sína fyrstu tónleika í Svíþjóð, þar sem hann hefur búið undanfarin misseri. „Þetta var ofboðslega gaman og ég fékk rosalega góðar móttökur." Tónleikarnir fóru fram í leikhúsinu Göta Lejon í Stokkhólmi og um átta hundruð manns mættu. Stemningin var gríðargóð, sérstaklega í lokalaginu þegar Friðrik söng Eurovision-lagið This Is My Life með leynigestinum Regínu Ósk. Áður hafði Friðrik sungið dúett með Jóhönnu Guðrúnu, auk þess sem hún söng Eurovision- lögin sín Is It True? og Nótt. Með tónleikunum vildi Friðrik kynna sig og sína tónlist fyrir Svíum og naut hann til þess liðsinnis íslenska sendiráðsins í Stokkhólmi. Eftir hálfs árs undirbúning mætti Friðrik vel undirbúinn til leiks með slatta af nýjum lögum í farteskinu sem hann hefur samið, öll á ensku. Einnig söng hann eitt lag á sænsku, ballöðuna Stad i ljus sem Tommy Körberg söng í Eurovision árið 1988. Friðrik viðurkennir að hafa verið svolítið stressaður fyrir tónleikana, enda voru sænskir söngvarar, umboðsmenn og fulltrúar frá útgáfufyrirtækjum á meðal gesta. Nú þegar hafa nokkrir lagahöfundar óskað eftir samstarfi við hann. „Það sem er svo gaman við að gera þetta í nýju landi er að enginn veit hver maður er. Þetta minnti mig á þegar maður var að byrja að syngja. Þá kom þessi extra fiðringur en heima var maður orðinn svo vanur að koma fram að maður hálfpartinn saknaði þess að vera stressaður," segir hann. Eitthvað af Íslendingum var í salnum, þar á meðal þingmenn sem voru á Norðurlandaráðstefnu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru þau Bjarni Benediktsson, Siv Friðleifsdóttir og Helgi Hjörvar á meðal gesta. Friðrik er þessa dagana að undirbúa sólóplötu með nýju lögunum og er hún væntanleg í haust. Tilefnið er þrítugsafmælið hans 4. október og heldur hann einmitt afmælistónleika í Hofi á Akureyri 1. október. Þar ætlar hann að syngja í fyrsta sinn opinberlega dúett með pabba sínum. [email protected] Lífið Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
„Þetta gekk alveg eins og í lygasögu," segir tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar. Hann hélt á miðvikudagskvöld sína fyrstu tónleika í Svíþjóð, þar sem hann hefur búið undanfarin misseri. „Þetta var ofboðslega gaman og ég fékk rosalega góðar móttökur." Tónleikarnir fóru fram í leikhúsinu Göta Lejon í Stokkhólmi og um átta hundruð manns mættu. Stemningin var gríðargóð, sérstaklega í lokalaginu þegar Friðrik söng Eurovision-lagið This Is My Life með leynigestinum Regínu Ósk. Áður hafði Friðrik sungið dúett með Jóhönnu Guðrúnu, auk þess sem hún söng Eurovision- lögin sín Is It True? og Nótt. Með tónleikunum vildi Friðrik kynna sig og sína tónlist fyrir Svíum og naut hann til þess liðsinnis íslenska sendiráðsins í Stokkhólmi. Eftir hálfs árs undirbúning mætti Friðrik vel undirbúinn til leiks með slatta af nýjum lögum í farteskinu sem hann hefur samið, öll á ensku. Einnig söng hann eitt lag á sænsku, ballöðuna Stad i ljus sem Tommy Körberg söng í Eurovision árið 1988. Friðrik viðurkennir að hafa verið svolítið stressaður fyrir tónleikana, enda voru sænskir söngvarar, umboðsmenn og fulltrúar frá útgáfufyrirtækjum á meðal gesta. Nú þegar hafa nokkrir lagahöfundar óskað eftir samstarfi við hann. „Það sem er svo gaman við að gera þetta í nýju landi er að enginn veit hver maður er. Þetta minnti mig á þegar maður var að byrja að syngja. Þá kom þessi extra fiðringur en heima var maður orðinn svo vanur að koma fram að maður hálfpartinn saknaði þess að vera stressaður," segir hann. Eitthvað af Íslendingum var í salnum, þar á meðal þingmenn sem voru á Norðurlandaráðstefnu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru þau Bjarni Benediktsson, Siv Friðleifsdóttir og Helgi Hjörvar á meðal gesta. Friðrik er þessa dagana að undirbúa sólóplötu með nýju lögunum og er hún væntanleg í haust. Tilefnið er þrítugsafmælið hans 4. október og heldur hann einmitt afmælistónleika í Hofi á Akureyri 1. október. Þar ætlar hann að syngja í fyrsta sinn opinberlega dúett með pabba sínum. [email protected]
Lífið Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira