Foringinn fékk tvo rándýra gítara 19. apríl 2011 12:00 glæsilegar gjafir Björgvin Halldórsson alsæll með gítarana tvo sem hann fékk í afmælisgjöf á laugardaginn.fréttablaðið/anton „Ég hef alltaf verið hrifinn af fallegum gíturum,“ segir tónlistarmaðurinn Björgvin Halldórsson, eða Foringinn eins og hann er gjarnan kallaður innan bransans. Hann fékk tvo glæsilega gítara í sextugsafmælisgjöf á laugardagskvöld, annars vegar afmælisendurgerð af Fender Telecaster frá fæðingarári Björgvins, 1951, sem útgáfufyrirtækið Sena gaf honum og hins vegar Dobro-kjöltugítar sem hann fékk frá hljómsveitinni sinni. Nafn Björgvins var grafið í fyrrnefnda gítarinn og einnig í ólina sem honum fylgdi. Hann var keyptur í Hljóðfærahúsinu og var sá eini af þessari tegund sem var til sölu. Samkvæmt starfsmanni Hljóðfærahússins kostaði gítarinn um 250 þúsund krónur. „Ég á fyrir þrjá Telecastera en ég á engan svona,“ segir Björgvin, sem er mikill gítarsafnari og á vel yfir þrjátíu gítara. Hann á einnig nokkra kjöltugítara en engan órafmagnaðan eins og hann fékk um helgina. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kostaði hann hátt í 100 þúsund krónur. „Þetta er náttúrlega bilun,“ segir hann um gítarsafnið sitt. Gítargjöf Senu til Björgvins er sérstaklega vegleg, sem er skiljanlegt í ljósi þess að gæfuríkt samstarf þeirra hefur staðið yfir frá árinu 1977, þegar fyrirtækið hét Hljómplötuútgáfan. „Okkur þótti það svo brjálæðislega vel við hæfi að velja eitthvað sem væri jafngamalt í hönnun og maðurinn sjálfur,“ segir Eiður Arnarsson, útgáfustjóri Senu. „Enda ljómaði hann alveg þegar hann fékk þetta.“ Björgvin segir að þrennir afmælistónleikar sínir í Háskólabíói um helgina hafi verið algjört ævintýri. „Þarna var gott fólk komið til að hlusta og hafa gaman. Við tókum þetta svolítið öðrum tökum. Við sátum á stólum, spjölluðum við fólkið og höfðum þetta kósí.“ Þrjú þúsund vinakveðjur á Facebook um helgina yljuðu honum einnig um hjartaræturnar. Til stendur að gefa tónleikana út á mynddisk fyrir jólin, auk þess sem ný plata með Björgvini og Hjartagosunum er væntanleg í sumar. Fleira er fram undan hjá Foringjanum, þar á meðal tónleikar á Blúshátíð í Reykjavík í kvöld og 200 ára afmælistónleikar Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri 17. júní með Diddú. Fjörutíu ára afmæli Brimklóar á næsta ári verður einnig haldið hátíðlegt. „Ég hef aldrei verið í betra söngstuði eins og núna. Ég er svo seinþroska,“ segir Björgvin hress. [email protected] Lífið Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
„Ég hef alltaf verið hrifinn af fallegum gíturum,“ segir tónlistarmaðurinn Björgvin Halldórsson, eða Foringinn eins og hann er gjarnan kallaður innan bransans. Hann fékk tvo glæsilega gítara í sextugsafmælisgjöf á laugardagskvöld, annars vegar afmælisendurgerð af Fender Telecaster frá fæðingarári Björgvins, 1951, sem útgáfufyrirtækið Sena gaf honum og hins vegar Dobro-kjöltugítar sem hann fékk frá hljómsveitinni sinni. Nafn Björgvins var grafið í fyrrnefnda gítarinn og einnig í ólina sem honum fylgdi. Hann var keyptur í Hljóðfærahúsinu og var sá eini af þessari tegund sem var til sölu. Samkvæmt starfsmanni Hljóðfærahússins kostaði gítarinn um 250 þúsund krónur. „Ég á fyrir þrjá Telecastera en ég á engan svona,“ segir Björgvin, sem er mikill gítarsafnari og á vel yfir þrjátíu gítara. Hann á einnig nokkra kjöltugítara en engan órafmagnaðan eins og hann fékk um helgina. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kostaði hann hátt í 100 þúsund krónur. „Þetta er náttúrlega bilun,“ segir hann um gítarsafnið sitt. Gítargjöf Senu til Björgvins er sérstaklega vegleg, sem er skiljanlegt í ljósi þess að gæfuríkt samstarf þeirra hefur staðið yfir frá árinu 1977, þegar fyrirtækið hét Hljómplötuútgáfan. „Okkur þótti það svo brjálæðislega vel við hæfi að velja eitthvað sem væri jafngamalt í hönnun og maðurinn sjálfur,“ segir Eiður Arnarsson, útgáfustjóri Senu. „Enda ljómaði hann alveg þegar hann fékk þetta.“ Björgvin segir að þrennir afmælistónleikar sínir í Háskólabíói um helgina hafi verið algjört ævintýri. „Þarna var gott fólk komið til að hlusta og hafa gaman. Við tókum þetta svolítið öðrum tökum. Við sátum á stólum, spjölluðum við fólkið og höfðum þetta kósí.“ Þrjú þúsund vinakveðjur á Facebook um helgina yljuðu honum einnig um hjartaræturnar. Til stendur að gefa tónleikana út á mynddisk fyrir jólin, auk þess sem ný plata með Björgvini og Hjartagosunum er væntanleg í sumar. Fleira er fram undan hjá Foringjanum, þar á meðal tónleikar á Blúshátíð í Reykjavík í kvöld og 200 ára afmælistónleikar Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri 17. júní með Diddú. Fjörutíu ára afmæli Brimklóar á næsta ári verður einnig haldið hátíðlegt. „Ég hef aldrei verið í betra söngstuði eins og núna. Ég er svo seinþroska,“ segir Björgvin hress. [email protected]
Lífið Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira