Okkervil River reynir að spila með stóru strákunum 12. maí 2011 16:00 stefna hátt Okkervil River hefur sent frá sér nýja plötu sem gæti gert hljómsveitina miklu stærri að mati The Guardian. Okkervil River er ekki þekktasta hljómsveit heims, en hefur engu að síður verið dáð af tónlistargrúskurum síðustu ár. Ný plata hljómsveitarinnar markar skil og gefur til kynna að nú stefni hljómsveitin á meginstraumsvinsældir líkt og Arcade Fire. Indí-hljómsveitin Okkervil River sendi frá sér plötuna I Am Very Far í vikunni. Plötunni var lekið á netið í apríl og fór í kjölfarið að vekja mikla athygli tónlistargrúskara um allan heim. Okkervil River hefur farið erfiðu leiðina á ferli sínum og byggt upp vinsældir sínar hægt, en örugglega. Hljómsveitin var stofnuð í Texas í Bandaríkjunum, nánar tiltekið í borginni Austin, árið 1998 og dregur nafn sitt af rússneskri smásögu höfundarins Tatyana Tolstaya. Hljómsveitin gaf sjálf út fyrstu plötuna og kom í kjölfarið fram á South by Southwest-tónlistarhátíðinni í Texas. Plötusamningur fylgdi í kjölfarið og fleiri plötur. Þemaplatan Black Sheep Boy, sem kom út árið 2005, sló í gegn og var sérstaklega vel tekið af gagnrýnendum. Okkervil River hélt áfram að hamra járnið, kom fram í kvöldþætti Conans O‘Brien og tróð upp með listamönnum á borð við Lou Reed og snillingunum í The National. I Am Very Far er sjötta plata Okkervil River og sú fyrsta í átta ár sem er ekki þemaplata (e.þ. concept). Gagnrýnendur hafa keppst við að ausa plötuna lofi og Alexis Petridis, gagnrýnandi breska dagblaðsins The Guardian segir að nú sé Okkervil River að gera tilraun til að spila með stóru strákunum – fara upp um deild. Hann segir plötuna grípa strax ólíkt mörgum öðrum plötum sem taka tíma í að síast inn hjá hlustendum. Platan inniheldur engu að síður ekkert vinsældapopp og þykir nokkuð tilraunakennd. Meðlimir hljómsveitarinnar fóru ýmsar óhefðbundnar leiðir við upptökur á plötunni, tóku upp hljóð í skjalaskáp sem þeir rúlluð um hljóðverið og prófuðu að syngja á röltinu í stað þess að standa kyrrir. Petridis nefnir hljómsveitina Arcade Fire sem dæmi um hvert Okkervil River stefnir. Arcade Fire hefur náð gríðarlegum vinsældum undanfarin ár, án þess að fórna tónlistarlegum metnaði. Síðasta plata hljómsveitarinnar, The Suburbs, þótti algjört meistarastykki og styrkti stöðu hljómsveitarinnar á meðal þeirra bestu. Þangað stefnir Okkervil River að mati gagnrýnanda The Guardian. [email protected] Lífið Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Okkervil River er ekki þekktasta hljómsveit heims, en hefur engu að síður verið dáð af tónlistargrúskurum síðustu ár. Ný plata hljómsveitarinnar markar skil og gefur til kynna að nú stefni hljómsveitin á meginstraumsvinsældir líkt og Arcade Fire. Indí-hljómsveitin Okkervil River sendi frá sér plötuna I Am Very Far í vikunni. Plötunni var lekið á netið í apríl og fór í kjölfarið að vekja mikla athygli tónlistargrúskara um allan heim. Okkervil River hefur farið erfiðu leiðina á ferli sínum og byggt upp vinsældir sínar hægt, en örugglega. Hljómsveitin var stofnuð í Texas í Bandaríkjunum, nánar tiltekið í borginni Austin, árið 1998 og dregur nafn sitt af rússneskri smásögu höfundarins Tatyana Tolstaya. Hljómsveitin gaf sjálf út fyrstu plötuna og kom í kjölfarið fram á South by Southwest-tónlistarhátíðinni í Texas. Plötusamningur fylgdi í kjölfarið og fleiri plötur. Þemaplatan Black Sheep Boy, sem kom út árið 2005, sló í gegn og var sérstaklega vel tekið af gagnrýnendum. Okkervil River hélt áfram að hamra járnið, kom fram í kvöldþætti Conans O‘Brien og tróð upp með listamönnum á borð við Lou Reed og snillingunum í The National. I Am Very Far er sjötta plata Okkervil River og sú fyrsta í átta ár sem er ekki þemaplata (e.þ. concept). Gagnrýnendur hafa keppst við að ausa plötuna lofi og Alexis Petridis, gagnrýnandi breska dagblaðsins The Guardian segir að nú sé Okkervil River að gera tilraun til að spila með stóru strákunum – fara upp um deild. Hann segir plötuna grípa strax ólíkt mörgum öðrum plötum sem taka tíma í að síast inn hjá hlustendum. Platan inniheldur engu að síður ekkert vinsældapopp og þykir nokkuð tilraunakennd. Meðlimir hljómsveitarinnar fóru ýmsar óhefðbundnar leiðir við upptökur á plötunni, tóku upp hljóð í skjalaskáp sem þeir rúlluð um hljóðverið og prófuðu að syngja á röltinu í stað þess að standa kyrrir. Petridis nefnir hljómsveitina Arcade Fire sem dæmi um hvert Okkervil River stefnir. Arcade Fire hefur náð gríðarlegum vinsældum undanfarin ár, án þess að fórna tónlistarlegum metnaði. Síðasta plata hljómsveitarinnar, The Suburbs, þótti algjört meistarastykki og styrkti stöðu hljómsveitarinnar á meðal þeirra bestu. Þangað stefnir Okkervil River að mati gagnrýnanda The Guardian. [email protected]
Lífið Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira