Gunnar söng Two Tricky-lagið fyrir Matta og frú 14. maí 2011 15:00 Koss fyrir Sjonna Kossinn sem Matthías Matthíasson smellir á kinn Vignis Snæs hefur vakið mikla athygli. Hann er til heiðurs Sigurjóni Brink, höfundi lagsins, sem kyssti alltaf alla og faðmaði þá þegar hann hitti. Nordic Photos/Getty „Við áttum tíu ára brúðkaupsafmæli á fimmtudagskvöldinu en héldum uppá það á degi fyrr enda átti hún þá líka afmæli. Við fórum allur hópurinn á fínan veitingastað og fengum okkur gott að borða. Svo átti Gunni Óla líka tíu ára Eurovision-afmæli og söng af því tilefni Angel fyrir okkur,“ segir Matthías Matthíasson úr vinum Sjonna. Íslensku Eurovision-fararnir hafa svo sannarlega ekki legið með tærnar uppí loft eftir að íslenski fáninn kom síðastur uppúr „hattinum“ á þriðjudagskvöldinu. Eurovision-veislur, æfingar og viðtöl við fjölmiðla hafa nánast einokað allan tíma Vinanna. Í gærkvöldi var general-prufa en hana fá dómnefndirnar að sjá. „Þetta er alveg helmingurinn af keppninni. Okkur tókst vel upp á síðustu general-prufu og ætlum að negla þetta aftur núna,“ segir Hreimur Örn Heimisson en hann og Matthías voru einmitt að gera sig klára til að fara uppí Eurovision-höll og æfa. Að sögn Matthíasar er stemningin góð í hópnum, menn eru afslappaðir og ætla að njóta lífsins uppá sviðinu í kvöld. Kossinn sem Matthías smellir á kinn Vignis Snæs í miðju lagi hefur vakið mikla athygli og Matthías viðurkennir að þeir hafi mikið verið spurðir um hann. Hann á sér sína sögu. „Hann er í anda drengsins sem samdi þetta lag, Sigurjóns Brinks. Það fyrsta sem hann gerði þegar hann hitti fólk var að faðma það og kyssa það. Og það skipti litlu máli hvort hann þekkti það lítið eða mikið,“ útskýrir Matthías. Hreimur Örn tók undir með Matthíasi, sagði þá félaga vera afslappaða fyrir úrslitakvöldið. Þeir hefðu líka fengið óvænt heillaráð frá fyrrverandi landsliðsfyrirliða og landsþjálfara. „Við hittum Atla Eðvalds hérna úti á götu og hann bað okkur um að segja aldrei að við hefðum engu að tapa, það væru bara „lúserar“ sem töluðu þannig. Við ættum að tala þannig að við hefðum allt að vinna,“ segir Hreimur og bætir því við að þeir, eins og íþróttamenn, hafi sína rútínu. „Við hitum okkur vel upp með laginu Wade með The Band og syngjum síðan lag úr Ace Ventura á leið uppá svið. Menn eru ekkert að breyta þessu neitt núna.“ [email protected] Lífið Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
„Við áttum tíu ára brúðkaupsafmæli á fimmtudagskvöldinu en héldum uppá það á degi fyrr enda átti hún þá líka afmæli. Við fórum allur hópurinn á fínan veitingastað og fengum okkur gott að borða. Svo átti Gunni Óla líka tíu ára Eurovision-afmæli og söng af því tilefni Angel fyrir okkur,“ segir Matthías Matthíasson úr vinum Sjonna. Íslensku Eurovision-fararnir hafa svo sannarlega ekki legið með tærnar uppí loft eftir að íslenski fáninn kom síðastur uppúr „hattinum“ á þriðjudagskvöldinu. Eurovision-veislur, æfingar og viðtöl við fjölmiðla hafa nánast einokað allan tíma Vinanna. Í gærkvöldi var general-prufa en hana fá dómnefndirnar að sjá. „Þetta er alveg helmingurinn af keppninni. Okkur tókst vel upp á síðustu general-prufu og ætlum að negla þetta aftur núna,“ segir Hreimur Örn Heimisson en hann og Matthías voru einmitt að gera sig klára til að fara uppí Eurovision-höll og æfa. Að sögn Matthíasar er stemningin góð í hópnum, menn eru afslappaðir og ætla að njóta lífsins uppá sviðinu í kvöld. Kossinn sem Matthías smellir á kinn Vignis Snæs í miðju lagi hefur vakið mikla athygli og Matthías viðurkennir að þeir hafi mikið verið spurðir um hann. Hann á sér sína sögu. „Hann er í anda drengsins sem samdi þetta lag, Sigurjóns Brinks. Það fyrsta sem hann gerði þegar hann hitti fólk var að faðma það og kyssa það. Og það skipti litlu máli hvort hann þekkti það lítið eða mikið,“ útskýrir Matthías. Hreimur Örn tók undir með Matthíasi, sagði þá félaga vera afslappaða fyrir úrslitakvöldið. Þeir hefðu líka fengið óvænt heillaráð frá fyrrverandi landsliðsfyrirliða og landsþjálfara. „Við hittum Atla Eðvalds hérna úti á götu og hann bað okkur um að segja aldrei að við hefðum engu að tapa, það væru bara „lúserar“ sem töluðu þannig. Við ættum að tala þannig að við hefðum allt að vinna,“ segir Hreimur og bætir því við að þeir, eins og íþróttamenn, hafi sína rútínu. „Við hitum okkur vel upp með laginu Wade með The Band og syngjum síðan lag úr Ace Ventura á leið uppá svið. Menn eru ekkert að breyta þessu neitt núna.“ [email protected]
Lífið Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira