(Ó)verðtryggð lán Már Wolfgang Mixa skrifar 23. maí 2011 07:00 Eftir verðbólguskot í kjölfar Hruns hefur umræðan um að banna eigi verðtryggð lán verið hávær, meðal annars í nýlegri skýrslu Verðtryggingarnefndar. Þetta er undarlegt – verðtryggð lán hafa, þrátt fyrir allt, borið lægri nafnvexti en óverðtryggð lán, enda geta lánveitendur þá síður rukkað lántaka fyrir óvissuálagi sem jafnan fylgir óverðtryggðum lánum. Þetta eru niðurstöður erlendra rannsókna, auk þess sem samanburður á nafnávöxtun almennra skuldabréfalána banka og sparisjóða árin 1995-2010 gefur til kynna að óverðtryggð lán eru lántökum jafnan kostnaðarsamari. Takmörkuð áhrif stýrivaxta eru meðal ókosta verðtryggðra lána. Þetta kom berlega fram í undanfara Hruns þegar stýrivextir hækkuðu sífellt án árangurs því verðbólga hélst lág vegna sterkrar krónu og bankar fóru að lána með lægra raunvaxtaálagi eða veita lán tengd erlendum myntum. Væru lán óverðtryggð myndi greiðslubyrði hækka í takti við vaxtahækkanir og virka eins og hækkun á leiguverði, sem drægi úr þenslu. Auk þess er freistnivandi fylgifiskur verðtryggðra lánveitinga því lántakendur þurfa að glíma við verðbólguskot, ekki lánveitendur. Í stað þess að banna verðtryggð lán ætti að finna gullinn meðalveg í útlánum, þar sem framboð verðtryggðra og óverðtryggðra lána væri til staðar en dregið væri úr ókostum verðtryggðra lána. Einföld leið til að leysa vandann er að setja þak á verðtryggð lán tengt hverju veði. Sé hámarkslán af fasteignamati húsnæðis t.d. 70% en hámarkslánshlutfall fyrir verðtryggð lán einungis 50% þá þurfa þeir sem taka lán umfram 50% að fá óverðtryggt lán sem nemur í það minnsta 20% af fasteignamatinu. Þannig bera stýrivextir meiri árangur, lántökum stendur til boða verðtryggt lán að ákveðnu marki en freistnivandi lánveitanda við útlán minnkar. Framboð á óverðtryggðum og verðtryggðum lánamöguleikum er því til staðar, stýrivextir Seðlabankans virka betur við hagstjórn og vitund fólks á vaxtakostnaði tengdum mismunandi lánum verður betri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Már Wolfgang Mixa Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Eftir verðbólguskot í kjölfar Hruns hefur umræðan um að banna eigi verðtryggð lán verið hávær, meðal annars í nýlegri skýrslu Verðtryggingarnefndar. Þetta er undarlegt – verðtryggð lán hafa, þrátt fyrir allt, borið lægri nafnvexti en óverðtryggð lán, enda geta lánveitendur þá síður rukkað lántaka fyrir óvissuálagi sem jafnan fylgir óverðtryggðum lánum. Þetta eru niðurstöður erlendra rannsókna, auk þess sem samanburður á nafnávöxtun almennra skuldabréfalána banka og sparisjóða árin 1995-2010 gefur til kynna að óverðtryggð lán eru lántökum jafnan kostnaðarsamari. Takmörkuð áhrif stýrivaxta eru meðal ókosta verðtryggðra lána. Þetta kom berlega fram í undanfara Hruns þegar stýrivextir hækkuðu sífellt án árangurs því verðbólga hélst lág vegna sterkrar krónu og bankar fóru að lána með lægra raunvaxtaálagi eða veita lán tengd erlendum myntum. Væru lán óverðtryggð myndi greiðslubyrði hækka í takti við vaxtahækkanir og virka eins og hækkun á leiguverði, sem drægi úr þenslu. Auk þess er freistnivandi fylgifiskur verðtryggðra lánveitinga því lántakendur þurfa að glíma við verðbólguskot, ekki lánveitendur. Í stað þess að banna verðtryggð lán ætti að finna gullinn meðalveg í útlánum, þar sem framboð verðtryggðra og óverðtryggðra lána væri til staðar en dregið væri úr ókostum verðtryggðra lána. Einföld leið til að leysa vandann er að setja þak á verðtryggð lán tengt hverju veði. Sé hámarkslán af fasteignamati húsnæðis t.d. 70% en hámarkslánshlutfall fyrir verðtryggð lán einungis 50% þá þurfa þeir sem taka lán umfram 50% að fá óverðtryggt lán sem nemur í það minnsta 20% af fasteignamatinu. Þannig bera stýrivextir meiri árangur, lántökum stendur til boða verðtryggt lán að ákveðnu marki en freistnivandi lánveitanda við útlán minnkar. Framboð á óverðtryggðum og verðtryggðum lánamöguleikum er því til staðar, stýrivextir Seðlabankans virka betur við hagstjórn og vitund fólks á vaxtakostnaði tengdum mismunandi lánum verður betri.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun