Stöðugleika beðið Óli Kristján Ármannsson skrifar 11. júlí 2011 09:00 Óvissa um framtíðina setur víða mark sitt á þjóðfélagið. Fyrirtæki og fjárfestar halda að sér höndum og merki um að almenningur geri það líka. Leiðarahöfundur hitti nýverið mann í leit að leiguhúsnæði. Án þess að vera í nokkrum kröggum kvaðst maðurinn alls ekki fremur leita sér að húsnæði til eignar. Slíkt léti hann ekki koma sér í hug fyrr en við værum hér laus við verðtryggingu og komin í eðlilegt vaxtaumhverfi, líkt og þekktist í nágrannalöndunum. Stendur þá bara eftir spurningin um hversu lengi í viðbót hann muni þurfa að bíða. Efnahagssaga Íslands hefur frá upphafi einkennst af sveiflum. Uppspretta óstöðugleikans er þekkt, en rætur hans eru í gjaldmiðlinum. Fullyrðingar um að ábati sé af því að vera með gjaldmiðil sem geti veikst hafa verið hraktar, meðal annars í skrifum Þórarins G. Péturssonar, aðalhagfræðings Seðlabankans. Kostnaðurinn er meiri en ábatinn og hann ber almenningur í hvert sinn sem honum er smurt ofan á lán hans, áratugi fram í tímann. Meira að segja í gjaldeyrishöftum virðist ekki hægt að láta íslensku krónuna styðja við almenn lífskjör í landinu. Fyrir helgi benti Greining Íslandsbanka á að nú stæði sem hæst annatími vegna erlendra ferðamanna, gjaldeyrisinnstreymi væri með mesta móti og samt veiktist krónan. Í nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar sem birt var á föstudag er svo gert ráð fyrir verðbólga haldi áfram að aukast. Í lok þessa árs er gert ráð fyrir að hún verði komin yfir fimm prósent. Um leið er áréttað að fyrst og fremst séu það kostnaðarhækkanir sem einkenni verðbólguna í hagkerfinu, fremur en undirliggjandi verðbólguþrýstingur. Þrátt fyrir það hótar Seðlabankinn vaxtahækkunum til að bregðast við verðbólguþrýstingi í nýlegri greinargerð sinni til ríkisstjórnarinnar. Og það þrátt fyrir þá skoðun Gylfa Zoëga, hagfræðiprófessors og peningastefnunefndarmanns í Seðlabankanum, að hærri vextir komi til með að magna kreppuna. Þeir geri ekki annað en að auka kostnað fyrirtækja, sem þá velti honum út í verðlag, um leið og lántökur verði erfiðari og þar með minna um framkvæmdir. Má því vera ljóst að ekki sér fyrir endann á þeirri lönguvitleysu sem íslensk efnahagsstjórn er og hefur verið. Helsta ljósglætan í íslenska efnahagsmyrkrinu er falin í aðildarviðræðum landsins við Evrópusambandið. Fái samninganefndir til þess frið kemur þá loksins til með að liggja fyrir að hverju landið gengur og hægt að leggja eitthvað vitrænt mat á kost og löst við aðild. Um leið liggur fyrir að myntsamstarf við Evrópusambandið og á endanum upptaka evru virðist vænlegust til þess að losa landann undan oki verðtryggingar og okurvaxta, þótt um leið kunni hún að leggja ráðamönnum auknar byrðar á herðar við ábyrga efnahagsstjórn. Í maílok sagði forsætisráðherra að fullbúinn aðildarsamningur gæti legið fyrir í lok næsta árs. Mögulega gæti maðurinn í leiguhúsnæðinu því farið að huga að íbúðarkaupum innan fárra ára og aðrir hugað að skuldbreytingu í stöðugra efnahagsumhverfi. Enn um sinn mun þó óvissan ríkja, að minnsta kosti þar til samningur liggur fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Óvissa um framtíðina setur víða mark sitt á þjóðfélagið. Fyrirtæki og fjárfestar halda að sér höndum og merki um að almenningur geri það líka. Leiðarahöfundur hitti nýverið mann í leit að leiguhúsnæði. Án þess að vera í nokkrum kröggum kvaðst maðurinn alls ekki fremur leita sér að húsnæði til eignar. Slíkt léti hann ekki koma sér í hug fyrr en við værum hér laus við verðtryggingu og komin í eðlilegt vaxtaumhverfi, líkt og þekktist í nágrannalöndunum. Stendur þá bara eftir spurningin um hversu lengi í viðbót hann muni þurfa að bíða. Efnahagssaga Íslands hefur frá upphafi einkennst af sveiflum. Uppspretta óstöðugleikans er þekkt, en rætur hans eru í gjaldmiðlinum. Fullyrðingar um að ábati sé af því að vera með gjaldmiðil sem geti veikst hafa verið hraktar, meðal annars í skrifum Þórarins G. Péturssonar, aðalhagfræðings Seðlabankans. Kostnaðurinn er meiri en ábatinn og hann ber almenningur í hvert sinn sem honum er smurt ofan á lán hans, áratugi fram í tímann. Meira að segja í gjaldeyrishöftum virðist ekki hægt að láta íslensku krónuna styðja við almenn lífskjör í landinu. Fyrir helgi benti Greining Íslandsbanka á að nú stæði sem hæst annatími vegna erlendra ferðamanna, gjaldeyrisinnstreymi væri með mesta móti og samt veiktist krónan. Í nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar sem birt var á föstudag er svo gert ráð fyrir verðbólga haldi áfram að aukast. Í lok þessa árs er gert ráð fyrir að hún verði komin yfir fimm prósent. Um leið er áréttað að fyrst og fremst séu það kostnaðarhækkanir sem einkenni verðbólguna í hagkerfinu, fremur en undirliggjandi verðbólguþrýstingur. Þrátt fyrir það hótar Seðlabankinn vaxtahækkunum til að bregðast við verðbólguþrýstingi í nýlegri greinargerð sinni til ríkisstjórnarinnar. Og það þrátt fyrir þá skoðun Gylfa Zoëga, hagfræðiprófessors og peningastefnunefndarmanns í Seðlabankanum, að hærri vextir komi til með að magna kreppuna. Þeir geri ekki annað en að auka kostnað fyrirtækja, sem þá velti honum út í verðlag, um leið og lántökur verði erfiðari og þar með minna um framkvæmdir. Má því vera ljóst að ekki sér fyrir endann á þeirri lönguvitleysu sem íslensk efnahagsstjórn er og hefur verið. Helsta ljósglætan í íslenska efnahagsmyrkrinu er falin í aðildarviðræðum landsins við Evrópusambandið. Fái samninganefndir til þess frið kemur þá loksins til með að liggja fyrir að hverju landið gengur og hægt að leggja eitthvað vitrænt mat á kost og löst við aðild. Um leið liggur fyrir að myntsamstarf við Evrópusambandið og á endanum upptaka evru virðist vænlegust til þess að losa landann undan oki verðtryggingar og okurvaxta, þótt um leið kunni hún að leggja ráðamönnum auknar byrðar á herðar við ábyrga efnahagsstjórn. Í maílok sagði forsætisráðherra að fullbúinn aðildarsamningur gæti legið fyrir í lok næsta árs. Mögulega gæti maðurinn í leiguhúsnæðinu því farið að huga að íbúðarkaupum innan fárra ára og aðrir hugað að skuldbreytingu í stöðugra efnahagsumhverfi. Enn um sinn mun þó óvissan ríkja, að minnsta kosti þar til samningur liggur fyrir.