Rannsóknarnefndir og réttlæti Brynjar Níelsson skrifar 6. ágúst 2011 06:00 Í Fréttablaðinu 26. júlí s.l. ritaði Einar Steingrímsson, stærðfræðingur, grein sem bar yfirskriftina „lögfræði, réttlæti og réttarríki“. Í greininni, sem einnig birtist með viðbót á Eyjunni, er Einar ósáttur við að bæði formaður Lögmannafélags Íslands og forseti Lagadeildar HÍ skuli sjá ýmsa annmarka á því að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd til að rannsaka Guðmundar- og Geirfinnsmálið niður í kjölinn. Lítur Einar svo á að þessir framámenn innan lögfræðistéttarinnar telji formsatriðin mikilvægari en réttlætið. Lögfræðingar hafa að sjálfsögðu engan einkarétt á umfjöllun um lögfræði, réttlæti og réttarríkið og því ánægjulegt að vita til þess að aðrir velti þessum hugtökum fyrir sér. Ég hef margoft ritað pistla um þessi hugtök og gjarnan deilt á þá sem telja pólitískar skoðanir sínar sérstakt réttlætismál og að lögin eigi að víkja þegar þau samrýmast ekki þeirra réttlæti. Ég tel slíka hugmyndafræði beinlínis andstæða réttarríkinu. Það er ekkert athugavert við það að menn láti í ljós skoðun sína um að dómstólar hafi ranglega sakfellt sakaða menn eða á grundvelli ónógra sönnunargagna, enda deila lögfræðingar um það daglega í dómsölum landsins. Það er heldur ekkert athugavert við það að telja einstaka dóma ranga, eins og kollegi Einars hafði reiknað út með ákvörðun Hæstaréttar um lögmæti kosninga til stjórnlagaþings. En vandinn hjá stærðfræðingunum er sá að þeir gefa sér ýmsar forsendur um staðreyndir málsins. Í greininni gefur Einar sér þær forsendur að játningar sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum hafi verið fengnar með pyntingum og að þær hafi ekki verið trúverðugar. Og enn bætir Einar í þegar hann fullyrðir að lögregla og dómstólar hafi framið illvirki á sakborningum í málinu, burtséð frá því hvort þeir ættu þar nokkra sök. Því verði að skipa rannsóknarnefnd til að rannsaka málið niður í kjölinn. Dómstólar, sem meta eiga sönnunargögn lögum samkvæmt, töldu hins vegar játningar sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum trúverðugar og breyttan framburð einstakra sakborninga síðar fyrir dómi, þar sem játningar voru dregnar til baka, ótrúverðugan. Einnig fór fram rannsókn á meintum pyntingum áður en málið kom til Hæstaréttar þar sem niðurstaðan var sú að ekkert benti til þess að játningar væru fengnar með þeim hætti. Rétt er að benda á í þessu sambandi að játningar sakborninga í Guðmundarmálinu komu fram eftir stuttan tíma í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á öðru máli. Sakborningar voru mörgum sinnum leiddir fyrir dómara við rannsókn málsins með verjendum sínum án þess að draga framburð sinn til baka. Það var ekki fyrr en fyrir dómi, eftir útgáfu ákæru, sem sumir drógu framburð sinn til baka en þó ekki allir og hafa ekki enn gert það. Framburður sakborninga var ekki eingöngu um eigin sök heldur einnig vitnisburður um sök annarra. Þessar aðstæður við sönnunarfærslu eru alþekktar í sakamálum og til að mynda í fíkniefnamálum þar sem sakfellt er fyrir innflutning á fíkniefnum á grundvelli framburða sakborninga við rannsókn málanna án þess að nokkur fíkniefni finnist og sakborningar dragi framburð sinn til baka fyrir dómi eftir útgáfu ákæru. Þá er það regla frekar en undantekning í kynferðisbrotamálum að sakborningar eru sakfelldir á grundvelli mats á trúverðugleika kæranda og sakbornings án þess að öðrum beinum sönnunargögnum sé til að dreifa. Ég er sammála skoðun forseta Lagadeildar HÍ um að löggjafinn eigi ekki að setja á laggirnar rannsóknarnefndir til að yfirfara endanlega úrlausn Hæstaréttar, æðsta handhafa hins sjálfstæða dómsvalds. Það er ekki hægt að tala um sjálfstæði dómsvaldsins ef pólitískt skipaðar rannsóknarnefndir eiga síðan að yfirfara niðurstöðu dómstóla hvað þá að breyta þeim í kjölfar slíkra rannsókna. Þrígreining ríkisvaldsins byggir á því að sjálfstæði hvers um sig veiti hinum aðhald. Það hefur ekkert með það að gera að veita dómsvaldinu aðhald að hinn pólitíski meirihluti hverju sinni breyti niðurstöðu dómsvaldsins í einstökum málum vegna þess að hann telji hana ranga. Með því er verið að grafa undan sjálfstæði dómsvaldsins og frekar ætti að flokka það sem valdníðslu en aðhald. Hugmyndafræði Einars og margra pólitískra samherja hans um að löggjafinn skipi rannsóknarnefndir til að yfirfara endanlega niðurstöðu dómstóla hefur verið nokkuð áberandi seinustu misseri. Ég minnist þess að einn viðmælandi þáttastjórnandans í Silfri Egils, eðlisfræðingur og hagfræðingur að mennt, taldi rétt að skipuð yrði nefnd til að fara yfir dóma Hæstaréttar eftir að rétturinn hafi að hans mati komist að rangri niðurstöðu í máli Vilhjálms Bjarnasonar gegn stjórnarmönnum Glitnis banka. Það er í sjálfu sér allt í lagi að hafa slíkar skoðanir en þær hafa ekkert með hugtökin réttlæti og réttarríki að gera. Það eru hins vegar til frambærileg rök fyrir því að rýmka heimildir til endurupptöku mála. Ég sé aftur á móti ekki rök til þess að Guðmundar- og Geirfinnsmálinu verði endurupptekin þar sem sönnunin fólst aðallega í mati á framburði sakborninga og vitna. Það eru engar forsendur fyrir nýja dómara í dag að endurmeta framburð þeirra nú, án þess að ný gögn komi fram sem skipt geti máli. Að lokum verð ég að lýsa furðu minni á ómaklegri aðför Einars að stjórnendum rannsóknarinnar og dómurum sem dæmdu í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu að hætti pólitískra ofstækismanna. Þeir rannsakendur og dómarar sem komu við sögu í málinu eru ekki þekktir illvirkjar, heldur þvert á móti. Flestir þeirra hafa lagt mikið af mörkum til lögfræðinnar og eiga stóran þátt í því að við búum við réttarkerfi sem jafnast á við það besta sem þekkist í lýðræðisríkjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjar Níelsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 26. júlí s.l. ritaði Einar Steingrímsson, stærðfræðingur, grein sem bar yfirskriftina „lögfræði, réttlæti og réttarríki“. Í greininni, sem einnig birtist með viðbót á Eyjunni, er Einar ósáttur við að bæði formaður Lögmannafélags Íslands og forseti Lagadeildar HÍ skuli sjá ýmsa annmarka á því að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd til að rannsaka Guðmundar- og Geirfinnsmálið niður í kjölinn. Lítur Einar svo á að þessir framámenn innan lögfræðistéttarinnar telji formsatriðin mikilvægari en réttlætið. Lögfræðingar hafa að sjálfsögðu engan einkarétt á umfjöllun um lögfræði, réttlæti og réttarríkið og því ánægjulegt að vita til þess að aðrir velti þessum hugtökum fyrir sér. Ég hef margoft ritað pistla um þessi hugtök og gjarnan deilt á þá sem telja pólitískar skoðanir sínar sérstakt réttlætismál og að lögin eigi að víkja þegar þau samrýmast ekki þeirra réttlæti. Ég tel slíka hugmyndafræði beinlínis andstæða réttarríkinu. Það er ekkert athugavert við það að menn láti í ljós skoðun sína um að dómstólar hafi ranglega sakfellt sakaða menn eða á grundvelli ónógra sönnunargagna, enda deila lögfræðingar um það daglega í dómsölum landsins. Það er heldur ekkert athugavert við það að telja einstaka dóma ranga, eins og kollegi Einars hafði reiknað út með ákvörðun Hæstaréttar um lögmæti kosninga til stjórnlagaþings. En vandinn hjá stærðfræðingunum er sá að þeir gefa sér ýmsar forsendur um staðreyndir málsins. Í greininni gefur Einar sér þær forsendur að játningar sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum hafi verið fengnar með pyntingum og að þær hafi ekki verið trúverðugar. Og enn bætir Einar í þegar hann fullyrðir að lögregla og dómstólar hafi framið illvirki á sakborningum í málinu, burtséð frá því hvort þeir ættu þar nokkra sök. Því verði að skipa rannsóknarnefnd til að rannsaka málið niður í kjölinn. Dómstólar, sem meta eiga sönnunargögn lögum samkvæmt, töldu hins vegar játningar sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum trúverðugar og breyttan framburð einstakra sakborninga síðar fyrir dómi, þar sem játningar voru dregnar til baka, ótrúverðugan. Einnig fór fram rannsókn á meintum pyntingum áður en málið kom til Hæstaréttar þar sem niðurstaðan var sú að ekkert benti til þess að játningar væru fengnar með þeim hætti. Rétt er að benda á í þessu sambandi að játningar sakborninga í Guðmundarmálinu komu fram eftir stuttan tíma í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á öðru máli. Sakborningar voru mörgum sinnum leiddir fyrir dómara við rannsókn málsins með verjendum sínum án þess að draga framburð sinn til baka. Það var ekki fyrr en fyrir dómi, eftir útgáfu ákæru, sem sumir drógu framburð sinn til baka en þó ekki allir og hafa ekki enn gert það. Framburður sakborninga var ekki eingöngu um eigin sök heldur einnig vitnisburður um sök annarra. Þessar aðstæður við sönnunarfærslu eru alþekktar í sakamálum og til að mynda í fíkniefnamálum þar sem sakfellt er fyrir innflutning á fíkniefnum á grundvelli framburða sakborninga við rannsókn málanna án þess að nokkur fíkniefni finnist og sakborningar dragi framburð sinn til baka fyrir dómi eftir útgáfu ákæru. Þá er það regla frekar en undantekning í kynferðisbrotamálum að sakborningar eru sakfelldir á grundvelli mats á trúverðugleika kæranda og sakbornings án þess að öðrum beinum sönnunargögnum sé til að dreifa. Ég er sammála skoðun forseta Lagadeildar HÍ um að löggjafinn eigi ekki að setja á laggirnar rannsóknarnefndir til að yfirfara endanlega úrlausn Hæstaréttar, æðsta handhafa hins sjálfstæða dómsvalds. Það er ekki hægt að tala um sjálfstæði dómsvaldsins ef pólitískt skipaðar rannsóknarnefndir eiga síðan að yfirfara niðurstöðu dómstóla hvað þá að breyta þeim í kjölfar slíkra rannsókna. Þrígreining ríkisvaldsins byggir á því að sjálfstæði hvers um sig veiti hinum aðhald. Það hefur ekkert með það að gera að veita dómsvaldinu aðhald að hinn pólitíski meirihluti hverju sinni breyti niðurstöðu dómsvaldsins í einstökum málum vegna þess að hann telji hana ranga. Með því er verið að grafa undan sjálfstæði dómsvaldsins og frekar ætti að flokka það sem valdníðslu en aðhald. Hugmyndafræði Einars og margra pólitískra samherja hans um að löggjafinn skipi rannsóknarnefndir til að yfirfara endanlega niðurstöðu dómstóla hefur verið nokkuð áberandi seinustu misseri. Ég minnist þess að einn viðmælandi þáttastjórnandans í Silfri Egils, eðlisfræðingur og hagfræðingur að mennt, taldi rétt að skipuð yrði nefnd til að fara yfir dóma Hæstaréttar eftir að rétturinn hafi að hans mati komist að rangri niðurstöðu í máli Vilhjálms Bjarnasonar gegn stjórnarmönnum Glitnis banka. Það er í sjálfu sér allt í lagi að hafa slíkar skoðanir en þær hafa ekkert með hugtökin réttlæti og réttarríki að gera. Það eru hins vegar til frambærileg rök fyrir því að rýmka heimildir til endurupptöku mála. Ég sé aftur á móti ekki rök til þess að Guðmundar- og Geirfinnsmálinu verði endurupptekin þar sem sönnunin fólst aðallega í mati á framburði sakborninga og vitna. Það eru engar forsendur fyrir nýja dómara í dag að endurmeta framburð þeirra nú, án þess að ný gögn komi fram sem skipt geti máli. Að lokum verð ég að lýsa furðu minni á ómaklegri aðför Einars að stjórnendum rannsóknarinnar og dómurum sem dæmdu í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu að hætti pólitískra ofstækismanna. Þeir rannsakendur og dómarar sem komu við sögu í málinu eru ekki þekktir illvirkjar, heldur þvert á móti. Flestir þeirra hafa lagt mikið af mörkum til lögfræðinnar og eiga stóran þátt í því að við búum við réttarkerfi sem jafnast á við það besta sem þekkist í lýðræðisríkjum.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar