Ökufantagerði 12. ágúst 2011 06:00 Þeir ökunemar sem ljúka námi í dag þurfa að fá þjálfun í svokölluðum ökugerðum þar sem bílar eru látnir lenda í ýmsum ævintýrum eins og að renna til í hálku. Þetta hljómar skemmtilegt og gagnlegt þótt ekki sé víst að hið síðarnefnda sé rétt. Í handbókinni Handbook of Road Safety Measures sem mælir árangur af ýmsum ráðstöfunum í umferðaröryggismálum er þannig vitnað til tveggja rannsókna á fylgni milli hálkuþjálfunar og slysatíðni. Báðar rannsóknirnar sýndu að slysatíðni ungra ökumanna sem fóru í gegnum slíka þjálfun jókst. Vel ber að merkja að rannsóknirnar tvær eru um tuttugu ára gamlar, en mér er engu að síður ekki kunnugt um aðrar nýlegri rannsóknir sem sýna jákvæða fylgni milli þess að menn læri að renna bílum í hálku á sérútbúnum bílabrautum og þess hve öruggir ökumenn þeir verði. Hugsanleg ástæða þess að hið gagnstæða kunni að vera tilfellið er að almennt virðist umferðaröryggi minnka með aukinni umferðaröryggistilfinningu. Hringtorg eru örugg því mönnum líður illa þar. Þess vegna má efast um að það sé gott að gefa ungum ökumönnum þá tilfinningu að þeir hafi „lært að keyra við erfiðar aðstæður“. Betra er að þeir haldi að þeir kunni það ekki. Enda kunna þeir það ekki. Sjálfsöryggi þykir gott. Ótti þykir slæmur. Hvort tveggja getur verið okkur til gagns eða jafnt sem ógagns. Ótti er þannig hluti af innbyggðri áhættureiknivél líkamans. Hann hefur það hlutverk að vara okkur við hættulegum aðstæðum og fá okkur að forða okkur frá þeim. Það er full ástæða til að vinna á sumum ótta, engum er til gagns að vera sísvitnandi við stýrið, en varasamt getur verið að skipta ótta út fyrir sjálfsöryggi þegar er um að ræða aðstæður sem sannarlega eru hættulegar. ElítuflugmennTökum eitt dæmi. Skýrsla sérfræðinganefndar um tildrög flugslyssins í Smolensk, þar sem forseti Póllands og tugir annarra háttsettra stjórnmála- og embættismanna létu lífið, liggur nú fyrir. Þótt meðal annars komi þar fram að flugumferðarstjórnin hafi á tímum gefið áhöfninni rangar upplýsingar, virðist sem mistök áhafnarinnar sjálfrar hafi þó vegið þyngst. Notaðar voru rangar hæðarmælingar, árekstrarvarar hunsaðir. Skyggni var nánast ekkert. Flugvélin skall á tré í aðflugi. Þá virðist sem sá andi sem ríkti innan þeirrar sérdeildar pólska flughersins sem sá um flytja æðstu stjórnmálaleiðtoga landsins hafi haft sitt að segja. Ungum, tiltölulega lítt reyndum flugmönnum var talin trú um að þeir væru „elítuflugmenn“. Og elítuflugmennirnir fóru að taka sénsa. Í kjölfar útkomu skýrslunnar leysti forsætisráðherra Póllands sérdeildina upp og tilkynnti að framvegis yrðu VIP-flutningar í höndum almennra flugfélaga. Þetta er rétt ákvörðun. Ekki verður séð hvers vegna aðrar kröfur ættu að vera gerðar við flutning stjórnmálamanna en annarra farþega. Með kröfum er að sjálfsögðu átt við kröfur um öryggi þeirra sem flogið er með en ekki kröfur um hugrekki þeirra sem fljúga. ElítuökumennÍ akstri og flugi gilda sömu lögmál. Líkt og menn ættu ekki að hætta sér um borð í flugvél sem stýrt er af hugrökkum flugmanni ættu menn að hugsa sig um áður en þeir setjast í farþegasætið hjá ökumanni sem segir miklar sögur af eigin færni við stýrið. Ýmislegt bendir nefnilega til að „góðir“ ökumenn séu mjög oft mjög vondir ökumenn. Og því betri sem þeir telja sig vera þeim mun verri og hættulegri eru þeir í raun. Það þarf kannski vart að taka það fram en hinn sannkallaði elítuökumaður er ekki sá sem sýnir mikla færni við stýrið þegar hann hefur sjálfur komið sér í ógöngur, heldur sá sem kemur sér og farþegum sínum heilum heim. Líklegast keyra margir elítuökumenn eins og kerlingar. Því þeir eru kerlingar. Rannsóknir gefa ekki tilefni til að ætla að skortur á ökufærni ráði úrslitum um tildrög margra slysa. Algengustu orsakirnar eru oftrú ökumanna á eigin getu, rangt áhættumat eða hreinasta heimska. Á þær orsakir þarf að ráðast. Það má hafa ákveðnar efasamendir um hvort það að skylda alla ökunema til að taka nokkra hringi á sérbyggðri kappakstursbraut sé réttasta eða hagkvæmasta leiðin að því marki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór
Þeir ökunemar sem ljúka námi í dag þurfa að fá þjálfun í svokölluðum ökugerðum þar sem bílar eru látnir lenda í ýmsum ævintýrum eins og að renna til í hálku. Þetta hljómar skemmtilegt og gagnlegt þótt ekki sé víst að hið síðarnefnda sé rétt. Í handbókinni Handbook of Road Safety Measures sem mælir árangur af ýmsum ráðstöfunum í umferðaröryggismálum er þannig vitnað til tveggja rannsókna á fylgni milli hálkuþjálfunar og slysatíðni. Báðar rannsóknirnar sýndu að slysatíðni ungra ökumanna sem fóru í gegnum slíka þjálfun jókst. Vel ber að merkja að rannsóknirnar tvær eru um tuttugu ára gamlar, en mér er engu að síður ekki kunnugt um aðrar nýlegri rannsóknir sem sýna jákvæða fylgni milli þess að menn læri að renna bílum í hálku á sérútbúnum bílabrautum og þess hve öruggir ökumenn þeir verði. Hugsanleg ástæða þess að hið gagnstæða kunni að vera tilfellið er að almennt virðist umferðaröryggi minnka með aukinni umferðaröryggistilfinningu. Hringtorg eru örugg því mönnum líður illa þar. Þess vegna má efast um að það sé gott að gefa ungum ökumönnum þá tilfinningu að þeir hafi „lært að keyra við erfiðar aðstæður“. Betra er að þeir haldi að þeir kunni það ekki. Enda kunna þeir það ekki. Sjálfsöryggi þykir gott. Ótti þykir slæmur. Hvort tveggja getur verið okkur til gagns eða jafnt sem ógagns. Ótti er þannig hluti af innbyggðri áhættureiknivél líkamans. Hann hefur það hlutverk að vara okkur við hættulegum aðstæðum og fá okkur að forða okkur frá þeim. Það er full ástæða til að vinna á sumum ótta, engum er til gagns að vera sísvitnandi við stýrið, en varasamt getur verið að skipta ótta út fyrir sjálfsöryggi þegar er um að ræða aðstæður sem sannarlega eru hættulegar. ElítuflugmennTökum eitt dæmi. Skýrsla sérfræðinganefndar um tildrög flugslyssins í Smolensk, þar sem forseti Póllands og tugir annarra háttsettra stjórnmála- og embættismanna létu lífið, liggur nú fyrir. Þótt meðal annars komi þar fram að flugumferðarstjórnin hafi á tímum gefið áhöfninni rangar upplýsingar, virðist sem mistök áhafnarinnar sjálfrar hafi þó vegið þyngst. Notaðar voru rangar hæðarmælingar, árekstrarvarar hunsaðir. Skyggni var nánast ekkert. Flugvélin skall á tré í aðflugi. Þá virðist sem sá andi sem ríkti innan þeirrar sérdeildar pólska flughersins sem sá um flytja æðstu stjórnmálaleiðtoga landsins hafi haft sitt að segja. Ungum, tiltölulega lítt reyndum flugmönnum var talin trú um að þeir væru „elítuflugmenn“. Og elítuflugmennirnir fóru að taka sénsa. Í kjölfar útkomu skýrslunnar leysti forsætisráðherra Póllands sérdeildina upp og tilkynnti að framvegis yrðu VIP-flutningar í höndum almennra flugfélaga. Þetta er rétt ákvörðun. Ekki verður séð hvers vegna aðrar kröfur ættu að vera gerðar við flutning stjórnmálamanna en annarra farþega. Með kröfum er að sjálfsögðu átt við kröfur um öryggi þeirra sem flogið er með en ekki kröfur um hugrekki þeirra sem fljúga. ElítuökumennÍ akstri og flugi gilda sömu lögmál. Líkt og menn ættu ekki að hætta sér um borð í flugvél sem stýrt er af hugrökkum flugmanni ættu menn að hugsa sig um áður en þeir setjast í farþegasætið hjá ökumanni sem segir miklar sögur af eigin færni við stýrið. Ýmislegt bendir nefnilega til að „góðir“ ökumenn séu mjög oft mjög vondir ökumenn. Og því betri sem þeir telja sig vera þeim mun verri og hættulegri eru þeir í raun. Það þarf kannski vart að taka það fram en hinn sannkallaði elítuökumaður er ekki sá sem sýnir mikla færni við stýrið þegar hann hefur sjálfur komið sér í ógöngur, heldur sá sem kemur sér og farþegum sínum heilum heim. Líklegast keyra margir elítuökumenn eins og kerlingar. Því þeir eru kerlingar. Rannsóknir gefa ekki tilefni til að ætla að skortur á ökufærni ráði úrslitum um tildrög margra slysa. Algengustu orsakirnar eru oftrú ökumanna á eigin getu, rangt áhættumat eða hreinasta heimska. Á þær orsakir þarf að ráðast. Það má hafa ákveðnar efasamendir um hvort það að skylda alla ökunema til að taka nokkra hringi á sérbyggðri kappakstursbraut sé réttasta eða hagkvæmasta leiðin að því marki.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun